Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers konar gos varð í Nevado del Ruiz 1985 og af hverju dóu svona margir?

Haraldur Sigurðsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað getið þið sagt mér um eldgosið í eldfjallinu Nevado del Ruiz árið 1985?

Hinn 13. nóvember 1985 hófst gos í eldfjallinu Nevado del Ruiz í Kólumbíu. Þetta var ekkert sérstaklega stórt gos en olli engu að síður einu mesta manntjóni sem orðið hefur í eldgosi á tuttugustu öldinni, aðeins gosið í Mount Pelée árið 1902 var mannskæðara. Þarna sannaðist enn og aftur hversu hættuleg eldgos undir jökli geta verið.

Höfundur þessa svars kom til Nevado del Ruiz tveimur dögum eftir að gosið hófst í þeim tilgangi að afla nýrra upplýsinga um hegðun og áhrif sprengigosa, upplýsinga sem ekki voru fáanlegar nema með rannsókn í gosinu eða strax á eftir.

Eldfjallið Nevado Del Ruiz í Kólumbíu, nóvember 1985.

Nevado del Ruiz er aðeins fimm gráðum fyrir norðan miðbaug og um 5400 metrar á hæð. Það er hæsta virka eldfjall í Kólumbíu. Fjallið er það hátt að efst á því er þykkur jökull, um 30 ferkílómetrar að flatarmáli eða svipaður og Þórisjökull af stærð. Fyrir þá sem búa í köldu landi eins og Íslandi kann það að þykja nokkuð fjarstæðukennt að hætta stafi af jökulhlaupi í hitanum nærri miðbaug, en staðreyndin er sú að jökulhlaup eru nokkuð algeng í Suður-Ameríku, einkum í Ekvador þar sem mörg mjög há eldfjöll eru með þykka jökulhettu.

Sprengigosið í Nevado del Ruiz varð um klukkan 21, en jökulhlaupið myndaðist strax á eftir. Við rannsókn okkar kom í ljós að gosið hófst sem plínískt sprengigos, með gjóskustrók sem náði upp í 31 kílómetra hæð. Því fylgdi gjóskufall af vikri og ösku yfir stórt svæði. Skyndilega féll gjóskustrókurinn og glóandi heitt ský af vikri og ösku streymdi í allar áttir frá gígnum, yfir jökulhettuna. Við það bráðnaði jökullinn og flóðið sem var blanda af heitri ösku, vikri og jökulvatni streymdi niður í dalina umhverfis Nevado del Ruiz.

Mest var jökulhlaupið sem fór niður Lagunilla-ána en á bökkum hennar, um 45 kílómetrum fyrir austan eldstöðina, stóð borgin Armero. Hlaupið fór á ótrúlegum hraða eða um 60 kílómetra á klukkustund, og skall yfir borgina um klukkan 23:30, aðeins tveimur og hálfum tíma eftir að sprengigosið varð. Fyrsta flóðaldan var um 30 metrar á dýpt og streymdi fram á ofsahraða eða um 12 metra á sekúndu. Síðan fylgdu tvær flóðöldur í viðbót.

Mynd tekin seint í nóvember 1985. Borgin Armero stóð á svæði sem er á miðri myndinni þakið þykku lagi sem jökulhlaupið skildi eftir.

Um þrír fjórðu íbúa Armero, um 23 þúsund manns, fórust undir ískaldri leðju og aur. Engin viðvörun var gefin út af hinu opinbera og voru íbúar því alls óviðbúnir. Þegar við komum að rústunum var enn verið að draga lík upp úr leðjunni, en meirihluti íbúanna er týndur og grafinn að eilífu undir nokkurra metra þykku jökulhlaupslaginu. Þeir sem gátu krafsað sig upp úr flóðinu og lágu á yfirborði leðjunnar dóu flestir úr ofkælingu þar sem flóðvatnið var ískalt.

Myndir:

Höfundur

Haraldur Sigurðsson

eldfjallafræðingur

Útgáfudagur

28.10.2014

Spyrjandi

Daniel Ingason

Tilvísun

Haraldur Sigurðsson. „Hvers konar gos varð í Nevado del Ruiz 1985 og af hverju dóu svona margir?“ Vísindavefurinn, 28. október 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64269.

Haraldur Sigurðsson. (2014, 28. október). Hvers konar gos varð í Nevado del Ruiz 1985 og af hverju dóu svona margir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64269

Haraldur Sigurðsson. „Hvers konar gos varð í Nevado del Ruiz 1985 og af hverju dóu svona margir?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64269>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar gos varð í Nevado del Ruiz 1985 og af hverju dóu svona margir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað getið þið sagt mér um eldgosið í eldfjallinu Nevado del Ruiz árið 1985?

Hinn 13. nóvember 1985 hófst gos í eldfjallinu Nevado del Ruiz í Kólumbíu. Þetta var ekkert sérstaklega stórt gos en olli engu að síður einu mesta manntjóni sem orðið hefur í eldgosi á tuttugustu öldinni, aðeins gosið í Mount Pelée árið 1902 var mannskæðara. Þarna sannaðist enn og aftur hversu hættuleg eldgos undir jökli geta verið.

Höfundur þessa svars kom til Nevado del Ruiz tveimur dögum eftir að gosið hófst í þeim tilgangi að afla nýrra upplýsinga um hegðun og áhrif sprengigosa, upplýsinga sem ekki voru fáanlegar nema með rannsókn í gosinu eða strax á eftir.

Eldfjallið Nevado Del Ruiz í Kólumbíu, nóvember 1985.

Nevado del Ruiz er aðeins fimm gráðum fyrir norðan miðbaug og um 5400 metrar á hæð. Það er hæsta virka eldfjall í Kólumbíu. Fjallið er það hátt að efst á því er þykkur jökull, um 30 ferkílómetrar að flatarmáli eða svipaður og Þórisjökull af stærð. Fyrir þá sem búa í köldu landi eins og Íslandi kann það að þykja nokkuð fjarstæðukennt að hætta stafi af jökulhlaupi í hitanum nærri miðbaug, en staðreyndin er sú að jökulhlaup eru nokkuð algeng í Suður-Ameríku, einkum í Ekvador þar sem mörg mjög há eldfjöll eru með þykka jökulhettu.

Sprengigosið í Nevado del Ruiz varð um klukkan 21, en jökulhlaupið myndaðist strax á eftir. Við rannsókn okkar kom í ljós að gosið hófst sem plínískt sprengigos, með gjóskustrók sem náði upp í 31 kílómetra hæð. Því fylgdi gjóskufall af vikri og ösku yfir stórt svæði. Skyndilega féll gjóskustrókurinn og glóandi heitt ský af vikri og ösku streymdi í allar áttir frá gígnum, yfir jökulhettuna. Við það bráðnaði jökullinn og flóðið sem var blanda af heitri ösku, vikri og jökulvatni streymdi niður í dalina umhverfis Nevado del Ruiz.

Mest var jökulhlaupið sem fór niður Lagunilla-ána en á bökkum hennar, um 45 kílómetrum fyrir austan eldstöðina, stóð borgin Armero. Hlaupið fór á ótrúlegum hraða eða um 60 kílómetra á klukkustund, og skall yfir borgina um klukkan 23:30, aðeins tveimur og hálfum tíma eftir að sprengigosið varð. Fyrsta flóðaldan var um 30 metrar á dýpt og streymdi fram á ofsahraða eða um 12 metra á sekúndu. Síðan fylgdu tvær flóðöldur í viðbót.

Mynd tekin seint í nóvember 1985. Borgin Armero stóð á svæði sem er á miðri myndinni þakið þykku lagi sem jökulhlaupið skildi eftir.

Um þrír fjórðu íbúa Armero, um 23 þúsund manns, fórust undir ískaldri leðju og aur. Engin viðvörun var gefin út af hinu opinbera og voru íbúar því alls óviðbúnir. Þegar við komum að rústunum var enn verið að draga lík upp úr leðjunni, en meirihluti íbúanna er týndur og grafinn að eilífu undir nokkurra metra þykku jökulhlaupslaginu. Þeir sem gátu krafsað sig upp úr flóðinu og lágu á yfirborði leðjunnar dóu flestir úr ofkælingu þar sem flóðvatnið var ískalt.

Myndir: