Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er ósonlagið og úr hverju er það?

JGÞ

Ósonlagið er svæði í efri hluta lofthjúps jarðar þar sem styrkur ósons er meiri en annars staðar í lofhjúpnum. Lofthjúpurinn er þunnt gaslag utan um jörðina. Hann er að mestu úr súrefni og nitri en í honum eru einnig aðrar gastegundir. Óson finnst í raun alls staðar í andrúmsloftinu en í mismiklu magni eftir hæð. Mestur eru styrkurinn í um 20 km hæð frá jörðu.

Ósonlagið er svæði í efri hluta lofthjúps jarðar þar sem styrkur ósons er meiri en annars staðar í lofhjúpnum.

Í fróðlegu svari Ágústs Kvaran við spurningunni Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast? er að finna þessa útskýringu á því af hverju óson finnst aðallega í tiltekinni hæð yfir jörðu:
Óson er sameind gerð úr þremur súrefnisfrumeindum (O3) og myndast í andrúmsloftinu við samruna súrefnisfrumeinda (O) og súrefnissameinda (O2). Við yfirborð jarðar er gnægð súrefnissameinda (O2) en mjög lítið af súrefnisfrumeindum (O). Því myndast lítið af ósoni með þessum hætti niðri við jörðu. Hátt uppi í andrúmsloftinu, þar sem orkuríkrar sólargeislunar gætir í ríkum mæli, rofna súrefnissameindir (O2) fyrir tilstuðlan geislunarinnar og súrefnisfrumeindir (O) myndast. Þar er loftið hins vegar mjög þunnt og heildarmagn sameinda og frumeinda mjög lítið sem veldur því að þar myndast einnig lítið óson. Í miðlungshæð yfir jörðu, nánar tiltekið í heiðhvolfinu, í um 20 km hæð frá jörðu, er hins vegar umtalsvert magn bæði af súrefnissameindum og súrefnisfrumeindum. Þess vegna myndast verulegt magn af ósoni þar.
Ósonlagið gegnir mjög mikilvægu hlutverki fyrir lífríki jarðarinnar. Ósonsameindirnar gleypa nefnilega í sig skaðlega útfjólubláa geislun frá sólu.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

12.3.2013

Spyrjandi

Lilja Bjarnadóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er ósonlagið og úr hverju er það?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64320.

JGÞ. (2013, 12. mars). Hvað er ósonlagið og úr hverju er það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64320

JGÞ. „Hvað er ósonlagið og úr hverju er það?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64320>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er ósonlagið og úr hverju er það?
Ósonlagið er svæði í efri hluta lofthjúps jarðar þar sem styrkur ósons er meiri en annars staðar í lofhjúpnum. Lofthjúpurinn er þunnt gaslag utan um jörðina. Hann er að mestu úr súrefni og nitri en í honum eru einnig aðrar gastegundir. Óson finnst í raun alls staðar í andrúmsloftinu en í mismiklu magni eftir hæð. Mestur eru styrkurinn í um 20 km hæð frá jörðu.

Ósonlagið er svæði í efri hluta lofthjúps jarðar þar sem styrkur ósons er meiri en annars staðar í lofhjúpnum.

Í fróðlegu svari Ágústs Kvaran við spurningunni Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast? er að finna þessa útskýringu á því af hverju óson finnst aðallega í tiltekinni hæð yfir jörðu:
Óson er sameind gerð úr þremur súrefnisfrumeindum (O3) og myndast í andrúmsloftinu við samruna súrefnisfrumeinda (O) og súrefnissameinda (O2). Við yfirborð jarðar er gnægð súrefnissameinda (O2) en mjög lítið af súrefnisfrumeindum (O). Því myndast lítið af ósoni með þessum hætti niðri við jörðu. Hátt uppi í andrúmsloftinu, þar sem orkuríkrar sólargeislunar gætir í ríkum mæli, rofna súrefnissameindir (O2) fyrir tilstuðlan geislunarinnar og súrefnisfrumeindir (O) myndast. Þar er loftið hins vegar mjög þunnt og heildarmagn sameinda og frumeinda mjög lítið sem veldur því að þar myndast einnig lítið óson. Í miðlungshæð yfir jörðu, nánar tiltekið í heiðhvolfinu, í um 20 km hæð frá jörðu, er hins vegar umtalsvert magn bæði af súrefnissameindum og súrefnisfrumeindum. Þess vegna myndast verulegt magn af ósoni þar.
Ósonlagið gegnir mjög mikilvægu hlutverki fyrir lífríki jarðarinnar. Ósonsameindirnar gleypa nefnilega í sig skaðlega útfjólubláa geislun frá sólu.

Mynd:...