Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
1944

Fá forsetar Íslands sérstakt skjaldarmerki? Hvernig líta þau út?

EDS

Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Skjaldarmerki Íslands er þannig auðkenni stjórnvalda ríkisins. Forseti Íslands á sitt eigið merki. Það tilheyrir embættinu en ekki persónunni sem gegnir því. Merkið hefur fylgt forsetaembættinu frá fyrstu tíð og er því lýst í forsetaúrskurði frá 1944:
Merki forseta Íslands er skjöldur, að lögun og lit sem skjöldurinn í skjaldarmerki Íslands, en þar sem armar krossmarksins mætast er hvítur, ferhyrndur reitur og í honum skjaldarmerki Íslands og skjaldberar.[1]

Merki forsetans er þannig byggt á skjaldarmerki Íslands. Núverandi skjaldarmerki Íslands er jafn gamalt lýðveldinu, rétt eins og forsetamerkið. Á ríkisráðsfundi sem haldinn var á Þingvöllum 17. júní 1944 gaf Sveinn Björnsson, þá nýkjörinn forseti Íslands, út forsetaúrskurð um skjaldarmerki lýðveldisins og hljóðar hann þannig:

Skjaldarmerki Íslands er silfurlitur kross í heiðbláum feldi, með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í rendur skjaldarins á alla fjóra vegu. Breidd krossmarksins skal vera 2/9 af breidd skjaldarins, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd skjaldarins. Efri reitirnir skulu vera rétthyrndir, jafnhliða ferhyrningar og neðri reitirnir jafnbreiðir efri reitunum, en þriðjungi lengri.

Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem getur í Heimskringlu: Griðungur, hægra megin skjaldarins, bergrisi, vinstra megin, gammur, hægra megin, ofan við griðunginn, og dreki, vinstra megin, ofan við bergrisann.

Skjöldurinn hvílir á stuðlabergshellu.[2]

Lesa má ágrip af sögu skjaldarmerkis Íslands á vef forsætisráðuneytisins

Skjaldarmerki Íslands.

Af því að hér var spurt um merki forseta þá má geta þess að rétt eins og forsetaembættið á sitt eigið merki þá á það einnig sinn eigin fána. Honum er lýst svona:
Fáni forseta Íslands er hinn íslenski tjúgufáni, þ.e. þjóðfáninn klofinn að framan. Í honum, þar sem armar krossmarksins mætast, er skjaldarmerki Íslands og skjaldberar í hvítum, ferhyrndum reit.

Tjúgufáninn er að því leyti frábrugðinn hinum almenna þjóðfána að ytri reitir hans eru þrefalt lengri en stangarreitirnir og klauf upp í hann að framan, skorin eftir beinum línum, dregnum frá ytri hornum fánans inn að miðlínu hans. Línur þessar skera innjaðra ytri reitanna, þar sem saman koma 4/7 ytri og 3/7 innri hlutar lengdar þeirra. Þar, sem línur þessar nema við arm rauða krossins, er hann þverskorinn.[3]

Tilvísanir:
  1. ^ 39/1944: Forsetaúrskurður um merki forseta Íslands - Lög - Lagasafn - Alþingi
  2. ^ Saga - Skjaldarmerkið - Þjóðartákn og orður - Forsætisráðuneyti
  3. ^ Fáni, merki, þjóðsöngur - Forseti.is

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

20.5.2016

Spyrjandi

Kristinn Pálsson

Tilvísun

EDS. „Fá forsetar Íslands sérstakt skjaldarmerki? Hvernig líta þau út?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2016. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64737.

EDS. (2016, 20. maí). Fá forsetar Íslands sérstakt skjaldarmerki? Hvernig líta þau út? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64737

EDS. „Fá forsetar Íslands sérstakt skjaldarmerki? Hvernig líta þau út?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2016. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64737>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fá forsetar Íslands sérstakt skjaldarmerki? Hvernig líta þau út?
Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Skjaldarmerki Íslands er þannig auðkenni stjórnvalda ríkisins. Forseti Íslands á sitt eigið merki. Það tilheyrir embættinu en ekki persónunni sem gegnir því. Merkið hefur fylgt forsetaembættinu frá fyrstu tíð og er því lýst í forsetaúrskurði frá 1944:

Merki forseta Íslands er skjöldur, að lögun og lit sem skjöldurinn í skjaldarmerki Íslands, en þar sem armar krossmarksins mætast er hvítur, ferhyrndur reitur og í honum skjaldarmerki Íslands og skjaldberar.[1]

Merki forsetans er þannig byggt á skjaldarmerki Íslands. Núverandi skjaldarmerki Íslands er jafn gamalt lýðveldinu, rétt eins og forsetamerkið. Á ríkisráðsfundi sem haldinn var á Þingvöllum 17. júní 1944 gaf Sveinn Björnsson, þá nýkjörinn forseti Íslands, út forsetaúrskurð um skjaldarmerki lýðveldisins og hljóðar hann þannig:

Skjaldarmerki Íslands er silfurlitur kross í heiðbláum feldi, með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í rendur skjaldarins á alla fjóra vegu. Breidd krossmarksins skal vera 2/9 af breidd skjaldarins, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd skjaldarins. Efri reitirnir skulu vera rétthyrndir, jafnhliða ferhyrningar og neðri reitirnir jafnbreiðir efri reitunum, en þriðjungi lengri.

Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem getur í Heimskringlu: Griðungur, hægra megin skjaldarins, bergrisi, vinstra megin, gammur, hægra megin, ofan við griðunginn, og dreki, vinstra megin, ofan við bergrisann.

Skjöldurinn hvílir á stuðlabergshellu.[2]

Lesa má ágrip af sögu skjaldarmerkis Íslands á vef forsætisráðuneytisins

Skjaldarmerki Íslands.

Af því að hér var spurt um merki forseta þá má geta þess að rétt eins og forsetaembættið á sitt eigið merki þá á það einnig sinn eigin fána. Honum er lýst svona:
Fáni forseta Íslands er hinn íslenski tjúgufáni, þ.e. þjóðfáninn klofinn að framan. Í honum, þar sem armar krossmarksins mætast, er skjaldarmerki Íslands og skjaldberar í hvítum, ferhyrndum reit.

Tjúgufáninn er að því leyti frábrugðinn hinum almenna þjóðfána að ytri reitir hans eru þrefalt lengri en stangarreitirnir og klauf upp í hann að framan, skorin eftir beinum línum, dregnum frá ytri hornum fánans inn að miðlínu hans. Línur þessar skera innjaðra ytri reitanna, þar sem saman koma 4/7 ytri og 3/7 innri hlutar lengdar þeirra. Þar, sem línur þessar nema við arm rauða krossins, er hann þverskorinn.[3]

Tilvísanir:
  1. ^ 39/1944: Forsetaúrskurður um merki forseta Íslands - Lög - Lagasafn - Alþingi
  2. ^ Saga - Skjaldarmerkið - Þjóðartákn og orður - Forsætisráðuneyti
  3. ^ Fáni, merki, þjóðsöngur - Forseti.is

Mynd:

...