Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi?

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson

Eldfjöll gefa það til kynna, hvert með sínum hætti, þegar von er á gosi. Landris eða landsig á sér stað, smáskjálftavirkni eykst og stærri skjálftar ríða yfir, jarðhitavirkni fer vaxandi. Gufusprengingar og smágos geta stundum verið undanfari meiri umbrota.

Heklugos hafa yfirleitt hafist án fyrirvara sem mannleg skilningarvit geta greint. Á umliðnum öldum hefur fólk í nágrenni Heklu aðeins þóst geta merkt einn forboða gosa. Lækir með upptök í lindum við rætur fjallsins eru taldir hafa minnkað eða þorrið án þess að veðurfar gæfi tilefni til. Þessa er fyrst getið í gosinu 1766 og hefur þótt koma fram á undan gosum nokkrum sinnum síðan1. Það hefur þó ekki verið vísindalega staðfest, en gæti tengst landrisi milli gosa.

Vísindamenn gátu sagt fyrir um Heklugosið í febrúar árið 2000 með klukkustundar fyrirvara. Myndin sýnir gos í Heklu í janúar 1991.

Jarðskjálftar sem fólk finnur, verða ekki samfara Heklugosum fyrr en um það bil sem gosið brýst út og geta því ekki talist fyrirboðar. Mælingar á jarðskorpuhreyfingum sem menn greina ekki, hafa hins vegar gefið góða raun sem fyrirboði Heklugosa. Á síðustu árum hafa mælingar leitt í ljós að Hekla rís milli gosa, líklega þegar kvika er að safnast fyrir undir henni. Því megi búast við gosi þegar hún hefur náð ákveðinni hæð miðað við þá sem var fyrir síðasta gos2. Enn er þetta þó aðeins langtímavísbending. Land við Heklu náði til dæmis sömu hæð og fyrir gosið í janúar 1991 í vetrarbyrjun 2006. Óvíst er þó hvenær kvikuhólfið gefur sig og gos verður, sérstaklega vegna þess að hólfið liggur mjög djúpt í skorpunni. Á undan síðustu gosum hafa þó mælst hrinur smáskjálfta sem líklega tengjast ferð kvikunnar upp í gegnum jarðskorpuna, og hafa þær reynst góð skammtímaviðvörun. Það gerði vísindamönnum kleift að segja fyrir um Heklugosið í febrúar árið 2000 með klukkustundar fyrirvara.

Tilvísanir:

1 Sverrir Haraldsson, 1992. Gera Heklugos boð á undan sér? Náttúrufræðingurinn, 61 (3-4), 192-194.

2 Erik Sturkell o.fl. 2006b. Geodetic constraints on the magma chamber of the Hekla volcano, Iceland. American Geophysical Union, Fall metting 2005, abstract V21D-0636.

Erik Sturkell o.fl. 2006c. Volcano geodesy and magma dynamics in Iceland. Journal of Volcanology and Geothermal Research, 150, 14-34.

Mynd:


Þetta svar er fengið úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundar

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Guðrún Sverrisdóttir

sérfræðingur við Jarðvísindastofnun HÍ

Haukur Jóhannesson

jarðfræðingur

Árni Hjartarson

jarðfræðingur

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

12.4.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson. „Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64992.

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson. (2013, 12. apríl). Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64992

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson. „Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64992>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi?
Eldfjöll gefa það til kynna, hvert með sínum hætti, þegar von er á gosi. Landris eða landsig á sér stað, smáskjálftavirkni eykst og stærri skjálftar ríða yfir, jarðhitavirkni fer vaxandi. Gufusprengingar og smágos geta stundum verið undanfari meiri umbrota.

Heklugos hafa yfirleitt hafist án fyrirvara sem mannleg skilningarvit geta greint. Á umliðnum öldum hefur fólk í nágrenni Heklu aðeins þóst geta merkt einn forboða gosa. Lækir með upptök í lindum við rætur fjallsins eru taldir hafa minnkað eða þorrið án þess að veðurfar gæfi tilefni til. Þessa er fyrst getið í gosinu 1766 og hefur þótt koma fram á undan gosum nokkrum sinnum síðan1. Það hefur þó ekki verið vísindalega staðfest, en gæti tengst landrisi milli gosa.

Vísindamenn gátu sagt fyrir um Heklugosið í febrúar árið 2000 með klukkustundar fyrirvara. Myndin sýnir gos í Heklu í janúar 1991.

Jarðskjálftar sem fólk finnur, verða ekki samfara Heklugosum fyrr en um það bil sem gosið brýst út og geta því ekki talist fyrirboðar. Mælingar á jarðskorpuhreyfingum sem menn greina ekki, hafa hins vegar gefið góða raun sem fyrirboði Heklugosa. Á síðustu árum hafa mælingar leitt í ljós að Hekla rís milli gosa, líklega þegar kvika er að safnast fyrir undir henni. Því megi búast við gosi þegar hún hefur náð ákveðinni hæð miðað við þá sem var fyrir síðasta gos2. Enn er þetta þó aðeins langtímavísbending. Land við Heklu náði til dæmis sömu hæð og fyrir gosið í janúar 1991 í vetrarbyrjun 2006. Óvíst er þó hvenær kvikuhólfið gefur sig og gos verður, sérstaklega vegna þess að hólfið liggur mjög djúpt í skorpunni. Á undan síðustu gosum hafa þó mælst hrinur smáskjálfta sem líklega tengjast ferð kvikunnar upp í gegnum jarðskorpuna, og hafa þær reynst góð skammtímaviðvörun. Það gerði vísindamönnum kleift að segja fyrir um Heklugosið í febrúar árið 2000 með klukkustundar fyrirvara.

Tilvísanir:

1 Sverrir Haraldsson, 1992. Gera Heklugos boð á undan sér? Náttúrufræðingurinn, 61 (3-4), 192-194.

2 Erik Sturkell o.fl. 2006b. Geodetic constraints on the magma chamber of the Hekla volcano, Iceland. American Geophysical Union, Fall metting 2005, abstract V21D-0636.

Erik Sturkell o.fl. 2006c. Volcano geodesy and magma dynamics in Iceland. Journal of Volcanology and Geothermal Research, 150, 14-34.

Mynd:


Þetta svar er fengið úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

...