Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju er mjólkin hvít?

Björn Sigurður Gunnarsson

Einn spyrjandi spurði sérstaklega:
Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu, af hverju er mjólkin hvít?

Ástæða þess að mjólk er hvít er að hún endurkastar öllu ljósi. Litir sem hlutir taka á sig fara eftir því hversu mikið ljós þeir draga í sig. Ef hlutur dregur allt ljós í sig og endurkastar engu þá er litur hans svartur.

Stærsti einstaki efnisþáttur mjólkur er vatn sem er litlaus vökvi. Fita og prótín í mjólkinni hafa mest um litinn að segja. Öll efni í mjólkinni eru í raun litlaus en þegar þau eru uppleyst í mjólkinni í sviflausn verður hún hvít.

Stærsti einstaki efnisþáttur mjólkur er vatn sem er litlaus vökvi, en það eru aðrir þættir í mjólk sem eru þess valdandi að mjólkin tekur á sig hvítan lit. Hér er um að ræða prótín, fitu og kolvetni mjólkurinnar auk vítamína og steinefna. Í raun eru efnin öll litlaus en þegar þau eru uppleyst í mjólkinni í sviflausn (e. colloid) verður til þessi hvíti litur sem við þekkjum á mjólkinni.

Af þessum efnum eru áhrif stærri efnisagnanna, það er fitu og prótína, ráðandi hvað varðar litinn sem mjólkin tekur á sig. Mjólkin er hvít þegar þessi efni eru í þeim hlutföllum sem er að finna í nýmjólk og léttmjólk, en undanrenna sem inniheldur litla fitu dregur aðeins í sig ljós og endurvarpar örlítið bláleitum lit, en rjómi sem inniheldur mikla fitu tekur á sig gulleitan blæ.

Mynd:

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

7.11.2016

Spyrjandi

Ellen Dröfn Gunnarsdóttir, Snæfríður María Björnsdóttir, Ástrós Birta Aradóttir, Hermína Fjóla Ingólfsdóttir, Andreas Guðmundsson

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Af hverju er mjólkin hvít?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2016. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65122.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2016, 7. nóvember). Af hverju er mjólkin hvít? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65122

Björn Sigurður Gunnarsson. „Af hverju er mjólkin hvít?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2016. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65122>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er mjólkin hvít?
Einn spyrjandi spurði sérstaklega:

Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu, af hverju er mjólkin hvít?

Ástæða þess að mjólk er hvít er að hún endurkastar öllu ljósi. Litir sem hlutir taka á sig fara eftir því hversu mikið ljós þeir draga í sig. Ef hlutur dregur allt ljós í sig og endurkastar engu þá er litur hans svartur.

Stærsti einstaki efnisþáttur mjólkur er vatn sem er litlaus vökvi. Fita og prótín í mjólkinni hafa mest um litinn að segja. Öll efni í mjólkinni eru í raun litlaus en þegar þau eru uppleyst í mjólkinni í sviflausn verður hún hvít.

Stærsti einstaki efnisþáttur mjólkur er vatn sem er litlaus vökvi, en það eru aðrir þættir í mjólk sem eru þess valdandi að mjólkin tekur á sig hvítan lit. Hér er um að ræða prótín, fitu og kolvetni mjólkurinnar auk vítamína og steinefna. Í raun eru efnin öll litlaus en þegar þau eru uppleyst í mjólkinni í sviflausn (e. colloid) verður til þessi hvíti litur sem við þekkjum á mjólkinni.

Af þessum efnum eru áhrif stærri efnisagnanna, það er fitu og prótína, ráðandi hvað varðar litinn sem mjólkin tekur á sig. Mjólkin er hvít þegar þessi efni eru í þeim hlutföllum sem er að finna í nýmjólk og léttmjólk, en undanrenna sem inniheldur litla fitu dregur aðeins í sig ljós og endurvarpar örlítið bláleitum lit, en rjómi sem inniheldur mikla fitu tekur á sig gulleitan blæ.

Mynd:

...