Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hver var Hannibal Lecter?

Nanna Hlín Halldórsdóttir

Hannibal Lecter hefur aldrei verið til í raun og veru en hann er persóna í þekktum skáldsögum eftir ameríska rithöfundinn Thomas Harris. Eftir skáldsögunum hafa verið gerðar kvikmyndir og er Lömbin þagna væntanlega sú sem flestir þekkja.

Nafnið Hannibal Lecter er eflaust það fyrsta sem kemur upp í huga margra þegar þeir heyra orðið mannæta. Kannski mætti segja að hann sé frægasta mannæta sögunnar þó svo að hann hafi aldrei verið til. Sú mynd sem flestir hafa af honum er túlkun leikarans Anthony Hopkins á mannætunni í samnefndum kvikmyndum; oftar en ekki með grímu fyrir munni eða á bak við lás og slá. Danski leikarinn og Hollywoodstjarnan Mads Mikkelsen er einnig tengdur nafni mannætunnar. Hann hefur leikið hann í bandarísku þáttaröðinni Hannibal.

Vaxmynd af leikaranum Anthony Hopkins í hlutverki Hannibals Lecters.

Hannibal kom fyrst til sögunnar í bókinni Rauði drekinn (e. Red Dragon) sem gefin var út árið 1981. Bókin var fyrst kvikmynduð og sýnd árið 1986, undir titlinum The Manhunter. Mannætan Hannibal Lecter náði hins vegar fyrst almennum vinsældum í kvikmyndinni Lömbin þagna frá árinu 1991 (e. Silence of the Lambs) og hlaut hún fimm Óskarsverðlaun. Kvikmyndin státaði einnig af stjörnunni Jodie Foster og smellpassaði inn í vinsældarbylgju sálfræðitrylla sem reið yfir Hollywood á tíunda áratug síðustu aldar.

Hannibal er engin venjuleg mannæta. Eins og sjá má í svarinu Hversu margar mannætur eru til í heiminum? tengjum við mannát oft við „frumstæða“ þjóðflokka. Á nýlendutímunum fór fjölmörgum sögum af slíkum þjóðflokkum en talið að þessar sögur séu nokkuð ýktar og hafi nýst til að réttlæta hernað og nýlendustefnu „siðaðra“ þjóða gegn villimönnum. Eftir stendur tengsl mannáts við hugmyndina um skort á siðmenningu.

Hannibal er hins vegar ekkert annað en holdgervingur siðmenningar okkar. Hann er siðaður á allan þann hátt sem þykir til sóma í vestrænum samfélögum. Hann hefur yndi af klassískri tónlist, er fágaður í hreyfingu og fatastíl, þekkir menningararfinn vel og er sérfróður um góð vín. En hann velur ekki aðeins vínið af kostgæfni, heldur einnig kjötið; mannát hans stafar ekki af nauðsyn né heldur ræðst hann á hrátt kjöt bráðarinnar, heldur eldar hann ólíka parta manndýrsins af kostgæfni; býr til dýrindis rétti og býður jafnvel gestum til veislu. Dráp hans eru ekki tilviljunum háð, heldur er ávallt einhver grundvölluð ástæða fyrir þeim sem er réttlæt af vitsmunalegri en jafnframt sturlaðri rökvísi þessarar þekktu skáldsagnarpersónu.

Hannibal er siðaður á þann hátt sem þykir til sóma í vestrænum samfélögum. Hér sést danski leikarinn Mads Mikkelsen í hlutverki Hannibals.

Hannibal á að vera einkar gáfaður og með afar næmt þefskyn auk hins menntaða smekks sem einkennir hann. Hann er menntaður sem geðlæknir, er með eigin stofu þar sem hann tekur sjúklinga með geðrænna kvilla í meðferð (sem sumir hverjir komast ekki lifandi út!) og beitir jafnvel aðferðum sálgreiningarinnar. Stóran hluta bókarinnar Lömbin þagna er hann á bakvið lás og slá en ráðleggur lögreglukonunni Clarice Starling í skiptum fyrir upplýsingar úr óhamingjusamri æsku hennar.

Kannski er Hannibal Lecter holdgervingur hins margræða sambands okkar við siðmenninguna. Mælikvarðar siðmenningarinnar á það sem er gott, rétt og fágað, virðast geta komið okkar undan hinu villta og dýrslega. Samt er það maður eins og Hannibal sem getur fullkomlega tileinkað sér fastmótaðar reglur siðmenningarinnar sem skortir þá samhygð sem kemur í veg fyrir að maður skaði aðra manneskju.

En Hannibal Lecter er ekki til í raun og veru, hann er aðeins sögupersóna!

Myndir:

Höfundur

Nanna Hlín Halldórsdóttir

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

30.8.2013

Spyrjandi

Valdimar Þórsson

Tilvísun

Nanna Hlín Halldórsdóttir. „Hver var Hannibal Lecter?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2013. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65396.

Nanna Hlín Halldórsdóttir. (2013, 30. ágúst). Hver var Hannibal Lecter? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65396

Nanna Hlín Halldórsdóttir. „Hver var Hannibal Lecter?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2013. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65396>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Hannibal Lecter?
Hannibal Lecter hefur aldrei verið til í raun og veru en hann er persóna í þekktum skáldsögum eftir ameríska rithöfundinn Thomas Harris. Eftir skáldsögunum hafa verið gerðar kvikmyndir og er Lömbin þagna væntanlega sú sem flestir þekkja.

Nafnið Hannibal Lecter er eflaust það fyrsta sem kemur upp í huga margra þegar þeir heyra orðið mannæta. Kannski mætti segja að hann sé frægasta mannæta sögunnar þó svo að hann hafi aldrei verið til. Sú mynd sem flestir hafa af honum er túlkun leikarans Anthony Hopkins á mannætunni í samnefndum kvikmyndum; oftar en ekki með grímu fyrir munni eða á bak við lás og slá. Danski leikarinn og Hollywoodstjarnan Mads Mikkelsen er einnig tengdur nafni mannætunnar. Hann hefur leikið hann í bandarísku þáttaröðinni Hannibal.

Vaxmynd af leikaranum Anthony Hopkins í hlutverki Hannibals Lecters.

Hannibal kom fyrst til sögunnar í bókinni Rauði drekinn (e. Red Dragon) sem gefin var út árið 1981. Bókin var fyrst kvikmynduð og sýnd árið 1986, undir titlinum The Manhunter. Mannætan Hannibal Lecter náði hins vegar fyrst almennum vinsældum í kvikmyndinni Lömbin þagna frá árinu 1991 (e. Silence of the Lambs) og hlaut hún fimm Óskarsverðlaun. Kvikmyndin státaði einnig af stjörnunni Jodie Foster og smellpassaði inn í vinsældarbylgju sálfræðitrylla sem reið yfir Hollywood á tíunda áratug síðustu aldar.

Hannibal er engin venjuleg mannæta. Eins og sjá má í svarinu Hversu margar mannætur eru til í heiminum? tengjum við mannát oft við „frumstæða“ þjóðflokka. Á nýlendutímunum fór fjölmörgum sögum af slíkum þjóðflokkum en talið að þessar sögur séu nokkuð ýktar og hafi nýst til að réttlæta hernað og nýlendustefnu „siðaðra“ þjóða gegn villimönnum. Eftir stendur tengsl mannáts við hugmyndina um skort á siðmenningu.

Hannibal er hins vegar ekkert annað en holdgervingur siðmenningar okkar. Hann er siðaður á allan þann hátt sem þykir til sóma í vestrænum samfélögum. Hann hefur yndi af klassískri tónlist, er fágaður í hreyfingu og fatastíl, þekkir menningararfinn vel og er sérfróður um góð vín. En hann velur ekki aðeins vínið af kostgæfni, heldur einnig kjötið; mannát hans stafar ekki af nauðsyn né heldur ræðst hann á hrátt kjöt bráðarinnar, heldur eldar hann ólíka parta manndýrsins af kostgæfni; býr til dýrindis rétti og býður jafnvel gestum til veislu. Dráp hans eru ekki tilviljunum háð, heldur er ávallt einhver grundvölluð ástæða fyrir þeim sem er réttlæt af vitsmunalegri en jafnframt sturlaðri rökvísi þessarar þekktu skáldsagnarpersónu.

Hannibal er siðaður á þann hátt sem þykir til sóma í vestrænum samfélögum. Hér sést danski leikarinn Mads Mikkelsen í hlutverki Hannibals.

Hannibal á að vera einkar gáfaður og með afar næmt þefskyn auk hins menntaða smekks sem einkennir hann. Hann er menntaður sem geðlæknir, er með eigin stofu þar sem hann tekur sjúklinga með geðrænna kvilla í meðferð (sem sumir hverjir komast ekki lifandi út!) og beitir jafnvel aðferðum sálgreiningarinnar. Stóran hluta bókarinnar Lömbin þagna er hann á bakvið lás og slá en ráðleggur lögreglukonunni Clarice Starling í skiptum fyrir upplýsingar úr óhamingjusamri æsku hennar.

Kannski er Hannibal Lecter holdgervingur hins margræða sambands okkar við siðmenninguna. Mælikvarðar siðmenningarinnar á það sem er gott, rétt og fágað, virðast geta komið okkar undan hinu villta og dýrslega. Samt er það maður eins og Hannibal sem getur fullkomlega tileinkað sér fastmótaðar reglur siðmenningarinnar sem skortir þá samhygð sem kemur í veg fyrir að maður skaði aðra manneskju.

En Hannibal Lecter er ekki til í raun og veru, hann er aðeins sögupersóna!

Myndir:

...