Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?

Gylfi Magnússon

Þetta er góð spurning! Það er alveg rétt hjá spyrjanda að til að fá að taka upp evru þarf að uppfylla tiltekin skilyrði sem fela í sér að ná þarf góðum tökum á peningamálum og ríkisfjármálum áður. Skilyrðin nefnast Maastricht-skilyrðin og lesendum er bent á að kynna sér þau.

Evrumyntir.

Benda má þó á að ákvörðun um að taka upp evru og að stefna að því að uppfylla skilyrðin eykur trúverðugleika viðkomandi gjaldmiðils og gerir það þar með auðveldara að uppfylla skilyrðin. Slík ákvörðun bindur hendur seðlabanka og ríkisstjórnar að ákveðnu marki. Það sendir skilaboð út í samfélagið, getur til dæmis dregið úr væntingum um verðbólgu eða gengissig, sem gerir það auðveldara en ella að ná árangri við stjórnun peningamála. Slíkar væntingar skipta miklu og hafa til dæmis áhrif á kjarasamninga og ákvarðanir fyrirtækja um verðhækkanir, sem aftur hefur áhrif á verðbólgu og gengi. Það er því mikilvægt skref í áttina að því að ná tökum á verðbólgu að slá á væntingar um verðbólgu.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Upptaka evru er oft nefnd sem ávinningur af ESB-aðild því að þá fáist "betri gjaldmiðill" en krónan sé. Sé litið til Maastricht-skilyrðanna þá virðist þó að til að geta tekið upp evru þurfi Ísland fyrst að ná myntstöðugleika og lágum vöxtum með krónu. Í þessum rökstuðningi fyrir aðild og upptöku evru virðist því vera ákveðin mótsögn, það að til að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þarf fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli. Er þetta rétt skilið eða eru til leiðir til nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.11.2013

Spyrjandi

Georg Birgisson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2013. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65437.

Gylfi Magnússon. (2013, 14. nóvember). Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65437

Gylfi Magnússon. „Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2013. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65437>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?
Þetta er góð spurning! Það er alveg rétt hjá spyrjanda að til að fá að taka upp evru þarf að uppfylla tiltekin skilyrði sem fela í sér að ná þarf góðum tökum á peningamálum og ríkisfjármálum áður. Skilyrðin nefnast Maastricht-skilyrðin og lesendum er bent á að kynna sér þau.

Evrumyntir.

Benda má þó á að ákvörðun um að taka upp evru og að stefna að því að uppfylla skilyrðin eykur trúverðugleika viðkomandi gjaldmiðils og gerir það þar með auðveldara að uppfylla skilyrðin. Slík ákvörðun bindur hendur seðlabanka og ríkisstjórnar að ákveðnu marki. Það sendir skilaboð út í samfélagið, getur til dæmis dregið úr væntingum um verðbólgu eða gengissig, sem gerir það auðveldara en ella að ná árangri við stjórnun peningamála. Slíkar væntingar skipta miklu og hafa til dæmis áhrif á kjarasamninga og ákvarðanir fyrirtækja um verðhækkanir, sem aftur hefur áhrif á verðbólgu og gengi. Það er því mikilvægt skref í áttina að því að ná tökum á verðbólgu að slá á væntingar um verðbólgu.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Upptaka evru er oft nefnd sem ávinningur af ESB-aðild því að þá fáist "betri gjaldmiðill" en krónan sé. Sé litið til Maastricht-skilyrðanna þá virðist þó að til að geta tekið upp evru þurfi Ísland fyrst að ná myntstöðugleika og lágum vöxtum með krónu. Í þessum rökstuðningi fyrir aðild og upptöku evru virðist því vera ákveðin mótsögn, það að til að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þarf fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli. Er þetta rétt skilið eða eru til leiðir til nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?

Mynd:

...