Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er hægt að borða háhyrninga?

Jón Már Halldórsson

Já, það er vel hægt að borða háhyrningakjöt. Höfundur þessa svars smakkaði eitt sinn háhyrning í veislu og getur því staðhæft að kjöt af þessum stórvaxna höfrungi bragðast ágætlega.

Háhyrningar (Orchinus orca) hafa í einhverjum mæli verið veiddir vegna kjötsins. Þeir hafa einnig verið fangaðir til sýningarhalds og eitthvað er um það að háhyrningar hafi verið drepnir til að koma í veg fyrir ágang við fiskveiðar.

Háhyrningur njóta takmarkaðrar verndar á heimsvísu. Tegundin kemur fyrir í viðauka II hjá CITES (e Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna and Flora) frá árinu 1979. Í viðaukanum eru tegundir tilgreindar sem kunna að verða í útrýmingarhættu ef alþjóðlegri verslun með þær er ekki stjórnað.

Kjöt háhyrninga er ætt en það eru litlar líkur á að það fáist í kjötborði venjulegra verslana.

Alþjóðleg verslun með hvers kyns háhyrningaafurðir er heimiluð með því skilyrði að útflutningsleyfi sé fyrir hendi. Markaður fyrir kjöt eða aðrar afurðir háhyrninga er afar takmarkaður. Háhyrningar hafa meðal annars verið veiddir við Grænland, Japan, Rússland, Indónesíu og víða hjá þjóðum í Karíbahafinu. Það má til dæmis nefna að 43 háhyrningar voru veiddir árlega undan ströndum Japans árin 1946 til 1981 og sovésk hvalveiðiskip veiddu fáeina tugi dýra undan ströndum Suðurskautslandsins frá 1935 til 1981. Slíkar iðnaðarveiðar eru fyrir löngu aflagðar og nú eru háhyrningar aðeins veiddir örsjaldan.

Háhyrningar hafa misjafnt orð á sér meðal sjómanna. Á árum áður ollu þeir meðal annars reknetabátum umtalsverðum skaða þar sem þeir áttu það til að éta síld úr netunum og rífa net. Á 6. áratug síðustu aldar fengu Íslendingar hjálp frá varnarliðinu við að drepa háhyrninga sem ollu tjóni á reknetum suður af landinu. Einhver hundruð háhyrninga voru drepnir í þessari „herferð“. Ekki er undirrituðum kunnugt að dýrin hafi verið nýtt að einhverju leyti.

Engar rannsóknir hafa verið gerð á kjöti háhyrninga með tilliti til þungmálma en þar sem háhyrningar eru langlífar skepnur og éta fiskmeti og seli þá eru miklar líkur á því að þrávirk efnasambönd safnist upp í fituvef þeirra.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.9.2013

Spyrjandi

Elín Guðmundardottir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að borða háhyrninga?“ Vísindavefurinn, 5. september 2013. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65623.

Jón Már Halldórsson. (2013, 5. september). Er hægt að borða háhyrninga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65623

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að borða háhyrninga?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2013. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65623>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að borða háhyrninga?
Já, það er vel hægt að borða háhyrningakjöt. Höfundur þessa svars smakkaði eitt sinn háhyrning í veislu og getur því staðhæft að kjöt af þessum stórvaxna höfrungi bragðast ágætlega.

Háhyrningar (Orchinus orca) hafa í einhverjum mæli verið veiddir vegna kjötsins. Þeir hafa einnig verið fangaðir til sýningarhalds og eitthvað er um það að háhyrningar hafi verið drepnir til að koma í veg fyrir ágang við fiskveiðar.

Háhyrningur njóta takmarkaðrar verndar á heimsvísu. Tegundin kemur fyrir í viðauka II hjá CITES (e Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna and Flora) frá árinu 1979. Í viðaukanum eru tegundir tilgreindar sem kunna að verða í útrýmingarhættu ef alþjóðlegri verslun með þær er ekki stjórnað.

Kjöt háhyrninga er ætt en það eru litlar líkur á að það fáist í kjötborði venjulegra verslana.

Alþjóðleg verslun með hvers kyns háhyrningaafurðir er heimiluð með því skilyrði að útflutningsleyfi sé fyrir hendi. Markaður fyrir kjöt eða aðrar afurðir háhyrninga er afar takmarkaður. Háhyrningar hafa meðal annars verið veiddir við Grænland, Japan, Rússland, Indónesíu og víða hjá þjóðum í Karíbahafinu. Það má til dæmis nefna að 43 háhyrningar voru veiddir árlega undan ströndum Japans árin 1946 til 1981 og sovésk hvalveiðiskip veiddu fáeina tugi dýra undan ströndum Suðurskautslandsins frá 1935 til 1981. Slíkar iðnaðarveiðar eru fyrir löngu aflagðar og nú eru háhyrningar aðeins veiddir örsjaldan.

Háhyrningar hafa misjafnt orð á sér meðal sjómanna. Á árum áður ollu þeir meðal annars reknetabátum umtalsverðum skaða þar sem þeir áttu það til að éta síld úr netunum og rífa net. Á 6. áratug síðustu aldar fengu Íslendingar hjálp frá varnarliðinu við að drepa háhyrninga sem ollu tjóni á reknetum suður af landinu. Einhver hundruð háhyrninga voru drepnir í þessari „herferð“. Ekki er undirrituðum kunnugt að dýrin hafi verið nýtt að einhverju leyti.

Engar rannsóknir hafa verið gerð á kjöti háhyrninga með tilliti til þungmálma en þar sem háhyrningar eru langlífar skepnur og éta fiskmeti og seli þá eru miklar líkur á því að þrávirk efnasambönd safnist upp í fituvef þeirra.

Mynd:

...