Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvar er hægt að jarðsetja duftker?

Þórsteinn Ragnarsson

Duftker eru kerílát sem aska látins manns er varðveitt í eða jarðsett í. Algengast er að duftker séu jarðsett í sérstökum duftgarði og skal stærð hvers leiðis vera um ½ fermetri og dýpt duftkersgrafar um 1 metri samkvæmt lögum nr. 36/1993 með síðari breytingum. Þar stendur einnig:

Nöfn þeirra sem duft er varðveitt af í kirkjugarði skal rita á legstaðaskrá og kerin og grafirnar tölusettar.

Einnig er hægt að jarðsetja duftker ofan á kistugrafir með leyfi rétthafa leiðis. Þannig er auðvelt að útbúa fjölskyldugrafreiti. Ekki er leyfilegt að geyma duftkerið á öðrum stað en í löggiltum kirkjugarði. Eftir bálför eru duftker geymd í Bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) í Fossvogskirkjugarði og skal grafa þau sem fyrst eftir bálför.

Tölvumynd af duftkirkjugarðinum Sóllandi. Aska látins manns er varðveitt og jarðsett í duftkeri. Duftker er jarðsett í duftgarði eða ofan á kistuleiði en einnig er leyfilegt að dreifa ösku innan kirkjugarðs eða yfir haf og óbyggðir.

Duftgarðurinn í Fossvogskirkjugarði var tekinn í notkun árið 1950 skömmu eftir vígslu Fossvogskirkju og er grafreiturinn 5.500 fermetrar að stærð. Árið 1991 var hafist handa við viðamikla endurgerð duftgarðsins. Öllum grafstæðum hefur verið úthlutað og er nú aðeins grafið í frátekin grafstæði.

Þegar um fósturlát er að ræða er bálför venja. Í Fossvogskirkjugarði er sérstakur 200 fermetra fósturreitur og var hann vígður 17. september 1994.

Árið 2001 fékk KGRP úthlutað þriggja hektara landi undir duftkirkjugarð á landsvæði austan við Öskjuhlíðina og vestan við Fossvogskirkju sem nefnt hefur verið Sólland. Garðurinn var vígður 2. október 2009 og frá þeim tíma fram til ágúst 2013 hafa 736 duftgrafir verið teknar sem er langt yfir áætlun. Vökumaður garðsins, það er fyrsti maðurinn sem jarðsettur er í garðinum, er Ásbjörn Björnsson, fyrrverandi forstjóri KGRP.

Á vegum KGRP eru fimm duftgarðar og eru þeir staðsettir í Fossvogskirkjugarði, Hólvallagarði, Gufuneskirkjugarði, Kópavogskirkjugarði og við Fossvogskirkjugarð (Sólland).

Columbarium er bygging með hillum eða einungis útihillur þar sem hægt er að geyma duftker og ganga að þeim.

Víða erlendis er til svokallað columbarium sem er bygging með hillum eða einungis útihillur þar sem hægt er að geyma duftker og ganga að þeim. Duftkerin eru geymd í slíkum hillum í misjafnlega langan tíma, oft 5-20 ár. Aðstandendur taka hilluna á leigu og setja duftkerið þar ásamt mynd af hinum látna og skreyta hilluna með blómum eða öðru skrauti. Að leigutíma loknum er öskunni að jafnaði dreift á þar til gerð svæði innan kirkjugarðsins. Columbarium er ekki til á Íslandi en hugmyndir gera ráð fyrir að columbarium verði reist á Sóllandi.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar birtist upphaflega á vefsetrinu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og birtist hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Þórsteinn Ragnarsson

forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma

Útgáfudagur

21.5.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þórsteinn Ragnarsson. „Hvar er hægt að jarðsetja duftker?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2014. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65656.

Þórsteinn Ragnarsson. (2014, 21. maí). Hvar er hægt að jarðsetja duftker? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65656

Þórsteinn Ragnarsson. „Hvar er hægt að jarðsetja duftker?“ Vísindavefurinn. 21. maí. 2014. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65656>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er hægt að jarðsetja duftker?
Duftker eru kerílát sem aska látins manns er varðveitt í eða jarðsett í. Algengast er að duftker séu jarðsett í sérstökum duftgarði og skal stærð hvers leiðis vera um ½ fermetri og dýpt duftkersgrafar um 1 metri samkvæmt lögum nr. 36/1993 með síðari breytingum. Þar stendur einnig:

Nöfn þeirra sem duft er varðveitt af í kirkjugarði skal rita á legstaðaskrá og kerin og grafirnar tölusettar.

Einnig er hægt að jarðsetja duftker ofan á kistugrafir með leyfi rétthafa leiðis. Þannig er auðvelt að útbúa fjölskyldugrafreiti. Ekki er leyfilegt að geyma duftkerið á öðrum stað en í löggiltum kirkjugarði. Eftir bálför eru duftker geymd í Bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) í Fossvogskirkjugarði og skal grafa þau sem fyrst eftir bálför.

Tölvumynd af duftkirkjugarðinum Sóllandi. Aska látins manns er varðveitt og jarðsett í duftkeri. Duftker er jarðsett í duftgarði eða ofan á kistuleiði en einnig er leyfilegt að dreifa ösku innan kirkjugarðs eða yfir haf og óbyggðir.

Duftgarðurinn í Fossvogskirkjugarði var tekinn í notkun árið 1950 skömmu eftir vígslu Fossvogskirkju og er grafreiturinn 5.500 fermetrar að stærð. Árið 1991 var hafist handa við viðamikla endurgerð duftgarðsins. Öllum grafstæðum hefur verið úthlutað og er nú aðeins grafið í frátekin grafstæði.

Þegar um fósturlát er að ræða er bálför venja. Í Fossvogskirkjugarði er sérstakur 200 fermetra fósturreitur og var hann vígður 17. september 1994.

Árið 2001 fékk KGRP úthlutað þriggja hektara landi undir duftkirkjugarð á landsvæði austan við Öskjuhlíðina og vestan við Fossvogskirkju sem nefnt hefur verið Sólland. Garðurinn var vígður 2. október 2009 og frá þeim tíma fram til ágúst 2013 hafa 736 duftgrafir verið teknar sem er langt yfir áætlun. Vökumaður garðsins, það er fyrsti maðurinn sem jarðsettur er í garðinum, er Ásbjörn Björnsson, fyrrverandi forstjóri KGRP.

Á vegum KGRP eru fimm duftgarðar og eru þeir staðsettir í Fossvogskirkjugarði, Hólvallagarði, Gufuneskirkjugarði, Kópavogskirkjugarði og við Fossvogskirkjugarð (Sólland).

Columbarium er bygging með hillum eða einungis útihillur þar sem hægt er að geyma duftker og ganga að þeim.

Víða erlendis er til svokallað columbarium sem er bygging með hillum eða einungis útihillur þar sem hægt er að geyma duftker og ganga að þeim. Duftkerin eru geymd í slíkum hillum í misjafnlega langan tíma, oft 5-20 ár. Aðstandendur taka hilluna á leigu og setja duftkerið þar ásamt mynd af hinum látna og skreyta hilluna með blómum eða öðru skrauti. Að leigutíma loknum er öskunni að jafnaði dreift á þar til gerð svæði innan kirkjugarðsins. Columbarium er ekki til á Íslandi en hugmyndir gera ráð fyrir að columbarium verði reist á Sóllandi.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar birtist upphaflega á vefsetrinu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og birtist hér með góðfúslegu leyfi.

...