Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Hengil?

Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson

Hengilskerfið nær utan úr Selvogi norðaustur fyrir Þingvallavatn. Það er fimm til tíu kílómetra breitt, breiðast um Þingvallavatn, en mjókkar til suðvesturs. Lengd þess er 50-60 kílómetrar. Mjög dregur úr gosvirkni þegar kemur norður í vatnið, en misgengi og gjár halda áfram um það bil tíu kílómetra inn af innstu gosstöð (Arnarfelli). Þar nær kerfið inn í Vesturgosbeltið sem einkennst hefur öðru fremur af dyngjugosum frá því seint á ísöld. Í Hengilskerfinu eru bæði dyngjur og gossprungur.

Megineldstöðin er í Henglafjöllum. Þar er þyrping af stöpum og grágrýtisdyngjum. Elsta berg í þeim er ríólít og ísúrt berg vestan við Innstadal. Yngstir eru hvassir og tindóttir móbergshryggir og gossprungur eftirjökultímans í miðri aðalsprungurein kerfisins. Háhitasvæði nær yfir Henglafjöll og allt suður í Hverahlíð.

Í Hengilskerfinu eru tvær gosreinar, sjá mynd 1. Aðalreinin liggur yfir Hengil, en hún er um fjögurra kílómetra breið og nær enda á milli með gjám og misgengjum. Suðvestast eru dyngjur einráðar, gossprungur ná ekki suður fyrir Meitiltagl. Misgengjum fækkar þegar sunnar dregur og þau verða jafnframt minni. Til norðausturs breikkar reinin hins vegar og misgengin stækka, samanber gjárnar á Þingvallasvæðinu. Skýringin kann að liggja í því að sunnan Henglafjalla deilist gliðnunin á fleiri sprungusveima.

Mynd 1: Hengilskerfi, eldstöðvar og hraun.

Eystri gosreinin, Hrómundartindsrein, er austan megin í Hengilskerfinu. Kjarninn í henni, kringum Ölkelduháls, er í jaðrinum á eldri megineldstöð ofan við Hveragerði sem enn er ekki kulnuð.[1] Suðurgrein Hrómundartindsreinarinnar er mjóslegin, nánast einföld röð hryggja sem liggur til suðurs frá Ölkelduhálsi inn á áhrifsvæði skjálftabeltisins á Suðurlandi. Norð-suðlæg stefna þar hefur ráðist af spennusviði þess.

Norðurgrein reinarinnar hefur hina venjulegu norðaustur-suðvestur stefnu. Á henni er fjöldi samsíða hryggja. Einn þeirra er úr basaltandesíti. Mikið hverasvæði er milli Hverakjálka og Hrómundartinds. Fátt er um misgengi í Hrómundartindsreininni önnur en skjálftasprungur sem sjást sveigja í norðaustur-suðvestur stefnu á móts við Klambragil eins og hryggirnir.

Í Hrómundartindsreininni hefur gosið einu sinni skömmu eftir að þarna varð íslaust. Hraun kom upp í Tjarnarhnúk á háhálsinum sunnan við Hrómundartind þar sem landhæð er um 500 metrar. Það flæddi aðallega vestur af hálsinum og niður með Ölfusvatnsá. Aldur þess er ekki þekktur. Það hvílir beint á berri klöpp eða framburði, en afstaða til fornra vatnshjalla bendir til að það hafi runnið skömmu eftir ísaldarlok.[2] Hraunið er sérstakt fyrir urmul gabbróhnyðlinga.

Í Hengilsreininni hafa orðið fjögur sprungugos eftir ísöld, á mjóu belti suðvestan og norðaustan Hengils. Elsta gossprungan er sunnan Hengils. Hraunið úr henni nefndi Trausti Einarsson[3] Hellisheiðarhraun a. Lífrænar leifar hafa fundist undir því. Þær reyndust um 10.000 ára.[4] Stærsti flákinn sem nú sést af þessu hrauni, er í Bæjaþorpsheiði í Ölfusi, og annar allstór á Hellisheiði norðan við Hverahlíð. Annars finnast einungis smáskæklar af þessu hrauni. Nyrsti gígurinn er Gígahnúkur, austur af Reykjafelli, en sá syðsti er austan í flatanum milli Meitla, sprengigígur sem ekki hefur veitt upp hrauni. Þar á milli eru fimm kílómetrar.[5]

Næst að aldri er sprunguhraun í Uppgrafningi, kallað Stangarhálshraun. Gígaröðin er vestan í hálsinum, um fimm kílómetra löng, milli Köldulaugagils í suðri og Rauðhóls í norðaustri. Lítið sést af hrauninu nema smáskikar næst gígunum. Illa hefur gengið að finna samsvörun þess hrauns sunnan Hengils. Vestari gossprungan af tveimur í Innstadal hefur lengi legið undir grun, og styrktist hann þegar gosspruga fannst austan í Reykjafelli fyrir fáum árum. Hún er nokkur hundruð metrar á lengd, en af hrauninu frá henni eru einungis nokkrir hektarar sýnilegir. Það hefur runnið niður Hellisskarð, en ekkert sást af því neðan við skarðið, fyrr en grafið var fyrir stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar. Aldur þessara hrauna er á að giska 8000 ár.

Mynd 2: Upptakagígar Hellisheiðarhrauns d (um 1900 ára gamalt) ofan við Hveradali. Þessir gígar urðu gjallnámi að bráð (myndin er tekin árið 1964).

Þriðja í röðinni er Hagavíkurhraun norðan Hengils og Hellisheiðarhraun b/c sunnan Hengils, samtímamyndanir eftir þykkt jarðvegs á þeim að dæma. Hraun þau sem Trausti Einarsson aðgreindi sem b og c, reyndust vera hrauntungur frá sama gosi. Fjórar aldursgreiningar liggja fyrir, allar á Hellisheiðarhrauninu. Þær gefa sama aldur innan skekkjumarka, um 5700-5800 ár.[6]

Gossprungan er 15 kílómetrar að lengd, en slitnar um Hengil á fimm kílómetra kafla. Hún liggur hæst á Skarðsmýrarfjalli í 480 metra hæð. Stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar stendur á þessu hrauni. Upptök þess norðan Hengils eru austan í Kýrdalsbrúnum, beint upp af Nesjavallavirkjun, í vestari gígaröðinni af tveimur. Flatarmál Hagavíkurhrauns er um 3,5 ferkílómetrar, en Hellisheiðarhrauns b/c að minnsta kosti 30 ferkílómetrar. Hraunið hefur runnið vestur af Hveradalabrekkum og gæti hafa náð langt vestur á flatlendið, en þar hylja yngri hraun.

Fjórða og yngst í röðinni er Nesjahraun og Hellisheiðarhraun d. Aldursmunur á þeim er lítill, og þau má telja til sömu „elda“. Gossprungan sem fæddi þessi hraun er um 30 kílómetra löng, sjá mynd 2, en slitin sundur um Skarðsmýrarfjall og Hengil á sjö kílómetra kafla, og svo aftur milli Nesjahraunsgíganna og Sandeyjar í Þingvallavatni.

Sandey er öskugígur (gjóskukeila) af hverfellsgerð. Aska frá honum barst einkum austur um Lyngdalsheiði, en sama og ekkert til suðurs og vesturs.[7] Í sjö til átta kílómetra fjarlægð frá gígnum er þykkt öskulagsins einn sentimetri í stefnu meginöskufallsins, sjá mynd 3. Hraunin eru samanlag um 43,5 ferkílómetrar og þar af er Nesjahraun um 10. Hellisheiðarhraun d nær niður í Þrengsli. Aðeins Svínahraunsbruni (Kristnitökuhraun) hefur runnið yfir það vestast.

Aldursgreining á koluðum kvistum undan gjalli í Nesjahraunsgígnum[8] og tvær aldursgreiningar á koluðum gróðurleifum undan Hellisheiðarhrauni d sunnan við Efri-Hveradalabrekku[9] sýndu aldur um 1900 ár, en aldursgreining á koluðum gróðurleifum undan gjalli syðst í Meitiltagli hins vegar 140 árum hærri aldur.[10] Hér verður miðað við að aldur þessara hrauna allra sé um 1900 ár.

Mynd 3: Útbreiðsla þriggja gjóskulaga með upptök í sjó við Reykjanes. Einnig er sýnd útbreiðsla gjóskunnar frá Sandey í Þingvallavatni.

Hengilskerfið sýnist bæta sér upp fæð gosa með kvikuhlaupum án eldgosa. Þingvallasigið 1789 var af þeim toga. Það nam um 2,5 metrum[11] og gjár gliðnuðu. Sprunguhreyfinga hefur hins vegar ekki gætt að marki á suðurgrein sprungusveimsins, það er sunnan Skarðsmýrarfjalls, því að engin örugg merki sjást um hreyfingar í yngsta Hellisheiðarhrauninu, ólíkt Nesjahrauni. Lýsing á áhrifum skjálfta í Selvogi samtímis Þingvallasiginu á sennilega við hnik á jarðskjálftasprungum.

Samtímalýsing Páls Þorkelssonar prests á Þingvöllum á þessum atburðum ber með sér að þá hafi átt sér stað kvikuhlaup.[12] „Eftir fyrsta jarðskjálftakippinn,“ segir Páll „held ég að aldrei hafi liðið ein heil klukkustund á milli þeirra, hvorki dag né nótt í 10 daga.“ Ef gjárnar hafa ekki stækkað í álíka færslum og 1789, þyrfti tvö kvikuhlaup á hverjum 1200 árum til að ná rúmlega 40 m heildarsigi í 10.000 ára gömlu hrauni í Þingvallalægðinni. Jarðhnik og gosvirkni í gosbeltunum sunnan jökla virðist hafa fylgst að að minnsta kosti síðustu 3000-4000 árin.

Dyngjuþyrping er syðst í Hengilskerfinu með þremur dyngjum frá eftirjökultíma. Tvær af þeim eru smádyngjur úr pikríti, Dimmadalshæð og Búrfell. Sú þriðja, Selvogsheiði, er stærst, um 60 ferkílómetrar, það sem af henni sést. Allar eru þessar dyngjur frá því snemma á eftirjökultíma.[13] Það sýnir hraunið úr Heiðinni há, sem er yngra en þær allar, en það rann þegar sjávarstaða var um 10 metrum lægri en nú, svo sem boranir í Þorlákshöfn hafa sýnt.

Langur tími hefur liðið á milli gosa í Hengilskerfinu. Nesjahraun og yngsta Hellisheiðarhraunið fylgdu næstsíðasta gosskeiði á Reykjanesskaga.

Tilvísanir:
  1. ^ Kristján Sæmundsson og Guðmundur Ómar Friðleifsson, 1992. Hveragerðiseldstöð. Jarðfræðilýsing. OS-92063/JHD-35 B. Orkustofnun, Reykjavík.
  2. ^ Kristján Sæmundsson, 1992. Geology of the Thingvallavatn area. Ecology of oligotrophic, subarctic Thingvallavatn (Pétur M. Jónasson ritstjóri). Oikos, Copenhagen, 40-68.
  3. ^ Trausti Einarsson, 1951. Yfirlit yfir jarðfræði Hengilsvæðisins. Tímarit Verkfræðingafélags Íslands, 36, 49-60.
  4. ^ Jón Jónsson, 1989. Hveragerði og nágrenni. Jarðfræðilegt yfirlit. Rannsóknastofnunin Neðri Ás, Hveragerði.
  5. ^ Kristján Sæmundsson, 1995a. Hengill. Jarðfræðikort (berggrunnur) 1:50.000. Orkustofnun, Hitaveita Reykjavíkur, Landmælingar Íslands, Reykjavík.
  6. ^ Jón Jónsson, 1977a. Reykjafellsgígir og Skarðsmýrarhraun. Náttúrufræðingurinn, 47, 17-26.
    Sinton og fleiri, 2005. Postglacial eruptive history of the Western Volcanic Zone, Iceland. Geochemistry, Geophysics, Geosystems, 6, Q12009; doi: 10.1029/2005GC001021.
  7. ^ Kristján Sæmundsson, 1992. Geology of the Thingvallavatn area. Ecology of oligotrophic, subarctic Thingvallavatn (Pétur M. Jónasson ritstjóri). Oikos, Copenhagen, 40-68.
  8. ^ Kristján Sæmundsson, 1962. Das Alter der Nesja-Lava (Südwest-Island). Neues Jahrbuch für Geologie und Paläontologie. Monatshefte, 12, 650.
  9. ^ Jón Jónsson, 1975. Nokkrar aldursákvarðanir. Náttúrufræðingurinn, 45, 27-30.
  10. ^ Jón Jónsson, 1983a. Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Náttúrufræðingurinn, 52, 127-139.
  11. ^ Kristján Sæmundsson, 1992. Geology of the Thingvallavatn area. Ecology of oligotrophic, subarctic Thingvallavatn (Pétur M. Jónasson ritstjóri). Oikos, Copenhagen, 40-68.
  12. ^ Lesbók Morgunblaðsins, 1950, 25. árgangur, bls. 514-515.
  13. ^ Jón Jónsson, 1978b. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga (1:25 000). OS-JHD-7831. Orkustofnun, Reykjavík.


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Reykjanesskaga í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Myndir eru fengnar úr sama riti, bls. 384-387 og bls. 401.

Höfundar

Kristján Sæmundsson

jarðfræðingur og fyrrverandi deildarstjóri á Orkustofnun

Útgáfudagur

19.5.2017

Spyrjandi

Kolbrá Brynjarsdóttir

Tilvísun

Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson. „Hvað getið þið sagt mér um Hengil?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2017. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65698.

Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson. (2017, 19. maí). Hvað getið þið sagt mér um Hengil? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65698

Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson. „Hvað getið þið sagt mér um Hengil?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2017. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65698>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Hengil?
Hengilskerfið nær utan úr Selvogi norðaustur fyrir Þingvallavatn. Það er fimm til tíu kílómetra breitt, breiðast um Þingvallavatn, en mjókkar til suðvesturs. Lengd þess er 50-60 kílómetrar. Mjög dregur úr gosvirkni þegar kemur norður í vatnið, en misgengi og gjár halda áfram um það bil tíu kílómetra inn af innstu gosstöð (Arnarfelli). Þar nær kerfið inn í Vesturgosbeltið sem einkennst hefur öðru fremur af dyngjugosum frá því seint á ísöld. Í Hengilskerfinu eru bæði dyngjur og gossprungur.

Megineldstöðin er í Henglafjöllum. Þar er þyrping af stöpum og grágrýtisdyngjum. Elsta berg í þeim er ríólít og ísúrt berg vestan við Innstadal. Yngstir eru hvassir og tindóttir móbergshryggir og gossprungur eftirjökultímans í miðri aðalsprungurein kerfisins. Háhitasvæði nær yfir Henglafjöll og allt suður í Hverahlíð.

Í Hengilskerfinu eru tvær gosreinar, sjá mynd 1. Aðalreinin liggur yfir Hengil, en hún er um fjögurra kílómetra breið og nær enda á milli með gjám og misgengjum. Suðvestast eru dyngjur einráðar, gossprungur ná ekki suður fyrir Meitiltagl. Misgengjum fækkar þegar sunnar dregur og þau verða jafnframt minni. Til norðausturs breikkar reinin hins vegar og misgengin stækka, samanber gjárnar á Þingvallasvæðinu. Skýringin kann að liggja í því að sunnan Henglafjalla deilist gliðnunin á fleiri sprungusveima.

Mynd 1: Hengilskerfi, eldstöðvar og hraun.

Eystri gosreinin, Hrómundartindsrein, er austan megin í Hengilskerfinu. Kjarninn í henni, kringum Ölkelduháls, er í jaðrinum á eldri megineldstöð ofan við Hveragerði sem enn er ekki kulnuð.[1] Suðurgrein Hrómundartindsreinarinnar er mjóslegin, nánast einföld röð hryggja sem liggur til suðurs frá Ölkelduhálsi inn á áhrifsvæði skjálftabeltisins á Suðurlandi. Norð-suðlæg stefna þar hefur ráðist af spennusviði þess.

Norðurgrein reinarinnar hefur hina venjulegu norðaustur-suðvestur stefnu. Á henni er fjöldi samsíða hryggja. Einn þeirra er úr basaltandesíti. Mikið hverasvæði er milli Hverakjálka og Hrómundartinds. Fátt er um misgengi í Hrómundartindsreininni önnur en skjálftasprungur sem sjást sveigja í norðaustur-suðvestur stefnu á móts við Klambragil eins og hryggirnir.

Í Hrómundartindsreininni hefur gosið einu sinni skömmu eftir að þarna varð íslaust. Hraun kom upp í Tjarnarhnúk á háhálsinum sunnan við Hrómundartind þar sem landhæð er um 500 metrar. Það flæddi aðallega vestur af hálsinum og niður með Ölfusvatnsá. Aldur þess er ekki þekktur. Það hvílir beint á berri klöpp eða framburði, en afstaða til fornra vatnshjalla bendir til að það hafi runnið skömmu eftir ísaldarlok.[2] Hraunið er sérstakt fyrir urmul gabbróhnyðlinga.

Í Hengilsreininni hafa orðið fjögur sprungugos eftir ísöld, á mjóu belti suðvestan og norðaustan Hengils. Elsta gossprungan er sunnan Hengils. Hraunið úr henni nefndi Trausti Einarsson[3] Hellisheiðarhraun a. Lífrænar leifar hafa fundist undir því. Þær reyndust um 10.000 ára.[4] Stærsti flákinn sem nú sést af þessu hrauni, er í Bæjaþorpsheiði í Ölfusi, og annar allstór á Hellisheiði norðan við Hverahlíð. Annars finnast einungis smáskæklar af þessu hrauni. Nyrsti gígurinn er Gígahnúkur, austur af Reykjafelli, en sá syðsti er austan í flatanum milli Meitla, sprengigígur sem ekki hefur veitt upp hrauni. Þar á milli eru fimm kílómetrar.[5]

Næst að aldri er sprunguhraun í Uppgrafningi, kallað Stangarhálshraun. Gígaröðin er vestan í hálsinum, um fimm kílómetra löng, milli Köldulaugagils í suðri og Rauðhóls í norðaustri. Lítið sést af hrauninu nema smáskikar næst gígunum. Illa hefur gengið að finna samsvörun þess hrauns sunnan Hengils. Vestari gossprungan af tveimur í Innstadal hefur lengi legið undir grun, og styrktist hann þegar gosspruga fannst austan í Reykjafelli fyrir fáum árum. Hún er nokkur hundruð metrar á lengd, en af hrauninu frá henni eru einungis nokkrir hektarar sýnilegir. Það hefur runnið niður Hellisskarð, en ekkert sást af því neðan við skarðið, fyrr en grafið var fyrir stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar. Aldur þessara hrauna er á að giska 8000 ár.

Mynd 2: Upptakagígar Hellisheiðarhrauns d (um 1900 ára gamalt) ofan við Hveradali. Þessir gígar urðu gjallnámi að bráð (myndin er tekin árið 1964).

Þriðja í röðinni er Hagavíkurhraun norðan Hengils og Hellisheiðarhraun b/c sunnan Hengils, samtímamyndanir eftir þykkt jarðvegs á þeim að dæma. Hraun þau sem Trausti Einarsson aðgreindi sem b og c, reyndust vera hrauntungur frá sama gosi. Fjórar aldursgreiningar liggja fyrir, allar á Hellisheiðarhrauninu. Þær gefa sama aldur innan skekkjumarka, um 5700-5800 ár.[6]

Gossprungan er 15 kílómetrar að lengd, en slitnar um Hengil á fimm kílómetra kafla. Hún liggur hæst á Skarðsmýrarfjalli í 480 metra hæð. Stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar stendur á þessu hrauni. Upptök þess norðan Hengils eru austan í Kýrdalsbrúnum, beint upp af Nesjavallavirkjun, í vestari gígaröðinni af tveimur. Flatarmál Hagavíkurhrauns er um 3,5 ferkílómetrar, en Hellisheiðarhrauns b/c að minnsta kosti 30 ferkílómetrar. Hraunið hefur runnið vestur af Hveradalabrekkum og gæti hafa náð langt vestur á flatlendið, en þar hylja yngri hraun.

Fjórða og yngst í röðinni er Nesjahraun og Hellisheiðarhraun d. Aldursmunur á þeim er lítill, og þau má telja til sömu „elda“. Gossprungan sem fæddi þessi hraun er um 30 kílómetra löng, sjá mynd 2, en slitin sundur um Skarðsmýrarfjall og Hengil á sjö kílómetra kafla, og svo aftur milli Nesjahraunsgíganna og Sandeyjar í Þingvallavatni.

Sandey er öskugígur (gjóskukeila) af hverfellsgerð. Aska frá honum barst einkum austur um Lyngdalsheiði, en sama og ekkert til suðurs og vesturs.[7] Í sjö til átta kílómetra fjarlægð frá gígnum er þykkt öskulagsins einn sentimetri í stefnu meginöskufallsins, sjá mynd 3. Hraunin eru samanlag um 43,5 ferkílómetrar og þar af er Nesjahraun um 10. Hellisheiðarhraun d nær niður í Þrengsli. Aðeins Svínahraunsbruni (Kristnitökuhraun) hefur runnið yfir það vestast.

Aldursgreining á koluðum kvistum undan gjalli í Nesjahraunsgígnum[8] og tvær aldursgreiningar á koluðum gróðurleifum undan Hellisheiðarhrauni d sunnan við Efri-Hveradalabrekku[9] sýndu aldur um 1900 ár, en aldursgreining á koluðum gróðurleifum undan gjalli syðst í Meitiltagli hins vegar 140 árum hærri aldur.[10] Hér verður miðað við að aldur þessara hrauna allra sé um 1900 ár.

Mynd 3: Útbreiðsla þriggja gjóskulaga með upptök í sjó við Reykjanes. Einnig er sýnd útbreiðsla gjóskunnar frá Sandey í Þingvallavatni.

Hengilskerfið sýnist bæta sér upp fæð gosa með kvikuhlaupum án eldgosa. Þingvallasigið 1789 var af þeim toga. Það nam um 2,5 metrum[11] og gjár gliðnuðu. Sprunguhreyfinga hefur hins vegar ekki gætt að marki á suðurgrein sprungusveimsins, það er sunnan Skarðsmýrarfjalls, því að engin örugg merki sjást um hreyfingar í yngsta Hellisheiðarhrauninu, ólíkt Nesjahrauni. Lýsing á áhrifum skjálfta í Selvogi samtímis Þingvallasiginu á sennilega við hnik á jarðskjálftasprungum.

Samtímalýsing Páls Þorkelssonar prests á Þingvöllum á þessum atburðum ber með sér að þá hafi átt sér stað kvikuhlaup.[12] „Eftir fyrsta jarðskjálftakippinn,“ segir Páll „held ég að aldrei hafi liðið ein heil klukkustund á milli þeirra, hvorki dag né nótt í 10 daga.“ Ef gjárnar hafa ekki stækkað í álíka færslum og 1789, þyrfti tvö kvikuhlaup á hverjum 1200 árum til að ná rúmlega 40 m heildarsigi í 10.000 ára gömlu hrauni í Þingvallalægðinni. Jarðhnik og gosvirkni í gosbeltunum sunnan jökla virðist hafa fylgst að að minnsta kosti síðustu 3000-4000 árin.

Dyngjuþyrping er syðst í Hengilskerfinu með þremur dyngjum frá eftirjökultíma. Tvær af þeim eru smádyngjur úr pikríti, Dimmadalshæð og Búrfell. Sú þriðja, Selvogsheiði, er stærst, um 60 ferkílómetrar, það sem af henni sést. Allar eru þessar dyngjur frá því snemma á eftirjökultíma.[13] Það sýnir hraunið úr Heiðinni há, sem er yngra en þær allar, en það rann þegar sjávarstaða var um 10 metrum lægri en nú, svo sem boranir í Þorlákshöfn hafa sýnt.

Langur tími hefur liðið á milli gosa í Hengilskerfinu. Nesjahraun og yngsta Hellisheiðarhraunið fylgdu næstsíðasta gosskeiði á Reykjanesskaga.

Tilvísanir:
  1. ^ Kristján Sæmundsson og Guðmundur Ómar Friðleifsson, 1992. Hveragerðiseldstöð. Jarðfræðilýsing. OS-92063/JHD-35 B. Orkustofnun, Reykjavík.
  2. ^ Kristján Sæmundsson, 1992. Geology of the Thingvallavatn area. Ecology of oligotrophic, subarctic Thingvallavatn (Pétur M. Jónasson ritstjóri). Oikos, Copenhagen, 40-68.
  3. ^ Trausti Einarsson, 1951. Yfirlit yfir jarðfræði Hengilsvæðisins. Tímarit Verkfræðingafélags Íslands, 36, 49-60.
  4. ^ Jón Jónsson, 1989. Hveragerði og nágrenni. Jarðfræðilegt yfirlit. Rannsóknastofnunin Neðri Ás, Hveragerði.
  5. ^ Kristján Sæmundsson, 1995a. Hengill. Jarðfræðikort (berggrunnur) 1:50.000. Orkustofnun, Hitaveita Reykjavíkur, Landmælingar Íslands, Reykjavík.
  6. ^ Jón Jónsson, 1977a. Reykjafellsgígir og Skarðsmýrarhraun. Náttúrufræðingurinn, 47, 17-26.
    Sinton og fleiri, 2005. Postglacial eruptive history of the Western Volcanic Zone, Iceland. Geochemistry, Geophysics, Geosystems, 6, Q12009; doi: 10.1029/2005GC001021.
  7. ^ Kristján Sæmundsson, 1992. Geology of the Thingvallavatn area. Ecology of oligotrophic, subarctic Thingvallavatn (Pétur M. Jónasson ritstjóri). Oikos, Copenhagen, 40-68.
  8. ^ Kristján Sæmundsson, 1962. Das Alter der Nesja-Lava (Südwest-Island). Neues Jahrbuch für Geologie und Paläontologie. Monatshefte, 12, 650.
  9. ^ Jón Jónsson, 1975. Nokkrar aldursákvarðanir. Náttúrufræðingurinn, 45, 27-30.
  10. ^ Jón Jónsson, 1983a. Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Náttúrufræðingurinn, 52, 127-139.
  11. ^ Kristján Sæmundsson, 1992. Geology of the Thingvallavatn area. Ecology of oligotrophic, subarctic Thingvallavatn (Pétur M. Jónasson ritstjóri). Oikos, Copenhagen, 40-68.
  12. ^ Lesbók Morgunblaðsins, 1950, 25. árgangur, bls. 514-515.
  13. ^ Jón Jónsson, 1978b. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga (1:25 000). OS-JHD-7831. Orkustofnun, Reykjavík.


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Reykjanesskaga í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Myndir eru fengnar úr sama riti, bls. 384-387 og bls. 401....