Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er sýking í nýrum hættuleg?

Þórdís Kristinsdóttir

Sýking í nýrum er undirtegund þvagfærasýkinga sem kallast nýra- og skjóðubólga (e. pyelonephritis). Oftast á sýkingin uppruna sinn í þvagrás eða þvagblöðru og kemst þaðan upp í nýrun. Sýking í nýrum er nokkuð algengt vandamál, sérstaklega hjá ungum konum, líkt og almennt gildir um þvagfærasýkingar. Nauðsynlegt er að greina og meðhöndla sýkingu í nýrum hratt og örugglega. Ómeðhöndluð sýking getur valdið varanlegum skaða á nýrum, auk þess sem bakteríurnar sem sýkingunni valda geta komist yfir í blóð og valdið blóðsýkingu sem getur verið lífshættulegt ástand. Ef rétt meðferð er veitt eru horfur sjúklinga almennt góðar.

Undir eðlilegum kringumstæðum er þvag laust við sýkla en komist bakteríur í þvagið getur það leitt til þvagfærasýkingar. Oftast komast sýklar í þvag um þvagrásarop upp í þvagrás og þaðan geta þeir komist upp í þvagblöðru, þvagleiðara og jafnvel nýru. Konur eru með talsvert styttri þvagrás en karlar (um það bil 3-5 cm í konum samanborið við um 20 cm í körlum) og er það talið skýra að hluta hvers vegna þvagfærasýkingar eru tíðari í konum en körlum. Algengast er að bakterían E.coli valdi sýkingu í nýrum en einnig má nefna bakteríurnar Klebsiealla, Pseudomonas, Proteus, Enterococcus og Staphylococcus saphrophyticus.

Sýkt nýra.

Einkenni nýra- og skjóðubólgu eru hiti, ógleði og uppköst, verkur í síðu eða nára, kviðverkur, hrollur og almennur slappleiki, tíð þvaglát, sterk þvaglátsþörf, sviði við þvaglát og gröftur eða blóð í þvagi. Hjá eldra fólki geta komið fram alvarlegri einkenni svo sem svefnhöfgi (e. lethargy), rugl ástand, hraður hjartsláttur, lækkaður blóðþrýstingur og þurrkur. Ef meinvaldandi bakteríur komast í blóð getur það leitt til blóðsýkingarlosts (e. septic shock) sem einkennist af hraðri öndun, hröðum hjartslætti, blóðþrýstingsfalli, háum hita og jafnvel breytingu á meðvitund. Ungbörn, gamalt fólk, mikið veikt og ónæmisbælt fólk er í sérstakri hættu á að fá blóðsýkingu og blóðsýkingarlost í kjölfarið.

Greining þvagfærasýkingar felst í að taka sjúkrasögu, almennri líkamsskoðun og þvagrannsókn. Hvít blóðkorn og bakteríur sem greinast í þvagi eru sterk teikn um þvagfærasýkingu en einnig geta fundist rauð blóðkorn og nítrít. Ef grunur er um að bakteríur hafi komist í blóð skal einnig gera blóðræktun. Í flestum tilfellum er ekki þörf fyrir myndgreiningarrannsóknir.

Meðferð við nýra- og skjóðubólgu felst í því að ráða niðurlögum sýkingar og meðhöndla einkenni. Oftast er byrjað á að gefa sýklalyf sem vinna á þeim bakteríum sem líklegastar eru til þess að eiga hlut að máli. Þegar bakteríuræktanir úr þvagi, og blóði þegar það á við, liggja fyrir er sýklalyfjagjöf breytt í samræmi við niðurstöður. Oft þarf einnig að gera næmispróf á þeim bakteríum sem ræktast, þar sem ákveðnar bakteríur geta verið ónæmar fyrir vissum sýklalyfjum sem gagnast þá ekki. Sýklalyf í töfluformi, hvíld og næg vökvainntaka heima fyrir geta verið fullnægjandi meðferð. Ef alvarleg einkenni eru til staðar, svo sem ógleði og uppköst svo sjúklingur getur ekki tekið töflur, þarf að gefa sýklalyf og vökva í æð á spítala, auk þess að meðhöndla önnur einkenni sem eru til staðar hverju sinni. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma, eldra fólk og ófrískar konur skal einnig meðhöndla á spítala. Með réttri meðferð ættu einkenni að hverfa á 2-3 sólarhringum.

Ef sýking leiðir til blóðsýkingarlosts krefst það skjótvirkrar og markvissarar meðferðar undir nákvæmu eftirliti. Meðferð felst þá í því að greina orsök, ráða niðurlögum sýkingar, halda uppi blóðþrýstingi og tryggja öndun og súrefnismettun til þess að koma í veg fyrir líffæraskemmdir. Ef mikið blóðþrýstingsfall verður getur það valdið bráðanýrnaskaða (e. acute kidney injury) og jafnvel varanlegum nýrnaskaða. Aðrar afleiðingar blóðsýkingarlosts geta dregið fólk til dauða, jafnvel þótt rétt meðferð sé veitt, sérstaklega ef einstaklingar eru veikir fyrir.

Almennt hefur sýking í nýrum ekki alvarlegar afleiðingar sé hún greind skjótt og rétt meðferð gefin. Sýkingin getur þó orðið hættuleg sé ekkert að gert og þá sérstaklega hjá eldra fólki og þeim sem eru veikir fyrir vegna ónæmisbælingar eða alvarlegra sjúkdóma.

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

4.6.2014

Spyrjandi

Tómas Martin Bjargarson

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Er sýking í nýrum hættuleg?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2014. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65744.

Þórdís Kristinsdóttir. (2014, 4. júní). Er sýking í nýrum hættuleg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65744

Þórdís Kristinsdóttir. „Er sýking í nýrum hættuleg?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2014. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65744>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er sýking í nýrum hættuleg?
Sýking í nýrum er undirtegund þvagfærasýkinga sem kallast nýra- og skjóðubólga (e. pyelonephritis). Oftast á sýkingin uppruna sinn í þvagrás eða þvagblöðru og kemst þaðan upp í nýrun. Sýking í nýrum er nokkuð algengt vandamál, sérstaklega hjá ungum konum, líkt og almennt gildir um þvagfærasýkingar. Nauðsynlegt er að greina og meðhöndla sýkingu í nýrum hratt og örugglega. Ómeðhöndluð sýking getur valdið varanlegum skaða á nýrum, auk þess sem bakteríurnar sem sýkingunni valda geta komist yfir í blóð og valdið blóðsýkingu sem getur verið lífshættulegt ástand. Ef rétt meðferð er veitt eru horfur sjúklinga almennt góðar.

Undir eðlilegum kringumstæðum er þvag laust við sýkla en komist bakteríur í þvagið getur það leitt til þvagfærasýkingar. Oftast komast sýklar í þvag um þvagrásarop upp í þvagrás og þaðan geta þeir komist upp í þvagblöðru, þvagleiðara og jafnvel nýru. Konur eru með talsvert styttri þvagrás en karlar (um það bil 3-5 cm í konum samanborið við um 20 cm í körlum) og er það talið skýra að hluta hvers vegna þvagfærasýkingar eru tíðari í konum en körlum. Algengast er að bakterían E.coli valdi sýkingu í nýrum en einnig má nefna bakteríurnar Klebsiealla, Pseudomonas, Proteus, Enterococcus og Staphylococcus saphrophyticus.

Sýkt nýra.

Einkenni nýra- og skjóðubólgu eru hiti, ógleði og uppköst, verkur í síðu eða nára, kviðverkur, hrollur og almennur slappleiki, tíð þvaglát, sterk þvaglátsþörf, sviði við þvaglát og gröftur eða blóð í þvagi. Hjá eldra fólki geta komið fram alvarlegri einkenni svo sem svefnhöfgi (e. lethargy), rugl ástand, hraður hjartsláttur, lækkaður blóðþrýstingur og þurrkur. Ef meinvaldandi bakteríur komast í blóð getur það leitt til blóðsýkingarlosts (e. septic shock) sem einkennist af hraðri öndun, hröðum hjartslætti, blóðþrýstingsfalli, háum hita og jafnvel breytingu á meðvitund. Ungbörn, gamalt fólk, mikið veikt og ónæmisbælt fólk er í sérstakri hættu á að fá blóðsýkingu og blóðsýkingarlost í kjölfarið.

Greining þvagfærasýkingar felst í að taka sjúkrasögu, almennri líkamsskoðun og þvagrannsókn. Hvít blóðkorn og bakteríur sem greinast í þvagi eru sterk teikn um þvagfærasýkingu en einnig geta fundist rauð blóðkorn og nítrít. Ef grunur er um að bakteríur hafi komist í blóð skal einnig gera blóðræktun. Í flestum tilfellum er ekki þörf fyrir myndgreiningarrannsóknir.

Meðferð við nýra- og skjóðubólgu felst í því að ráða niðurlögum sýkingar og meðhöndla einkenni. Oftast er byrjað á að gefa sýklalyf sem vinna á þeim bakteríum sem líklegastar eru til þess að eiga hlut að máli. Þegar bakteríuræktanir úr þvagi, og blóði þegar það á við, liggja fyrir er sýklalyfjagjöf breytt í samræmi við niðurstöður. Oft þarf einnig að gera næmispróf á þeim bakteríum sem ræktast, þar sem ákveðnar bakteríur geta verið ónæmar fyrir vissum sýklalyfjum sem gagnast þá ekki. Sýklalyf í töfluformi, hvíld og næg vökvainntaka heima fyrir geta verið fullnægjandi meðferð. Ef alvarleg einkenni eru til staðar, svo sem ógleði og uppköst svo sjúklingur getur ekki tekið töflur, þarf að gefa sýklalyf og vökva í æð á spítala, auk þess að meðhöndla önnur einkenni sem eru til staðar hverju sinni. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma, eldra fólk og ófrískar konur skal einnig meðhöndla á spítala. Með réttri meðferð ættu einkenni að hverfa á 2-3 sólarhringum.

Ef sýking leiðir til blóðsýkingarlosts krefst það skjótvirkrar og markvissarar meðferðar undir nákvæmu eftirliti. Meðferð felst þá í því að greina orsök, ráða niðurlögum sýkingar, halda uppi blóðþrýstingi og tryggja öndun og súrefnismettun til þess að koma í veg fyrir líffæraskemmdir. Ef mikið blóðþrýstingsfall verður getur það valdið bráðanýrnaskaða (e. acute kidney injury) og jafnvel varanlegum nýrnaskaða. Aðrar afleiðingar blóðsýkingarlosts geta dregið fólk til dauða, jafnvel þótt rétt meðferð sé veitt, sérstaklega ef einstaklingar eru veikir fyrir.

Almennt hefur sýking í nýrum ekki alvarlegar afleiðingar sé hún greind skjótt og rétt meðferð gefin. Sýkingin getur þó orðið hættuleg sé ekkert að gert og þá sérstaklega hjá eldra fólki og þeim sem eru veikir fyrir vegna ónæmisbælingar eða alvarlegra sjúkdóma.

Mynd: