Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig ala sniglar upp afkvæmi sín?

Jón Már Halldórsson

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Sniglar ala afkvæmi sín ekki upp á nokkurn hátt.

Æxlun snigla fer yfirleitt fram inni í kvendýrinu, það er innvortis frjóvgun eggfrumanna. Það þekkist þó meðal frumstæðra hópa fortálkna (sjá umfjöllun um undirhópa snigla í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um snigla?) að kynfrumum sé dælt út í sjóinn og frjóvgun verði þar. Það nefnist útvortis frjóvgun. Eftir að frjóvgun hefur átt sér stað í eggfrumunum, þroskast eggin í dálítinn tíma áður en snigillinn dælir þeim út, en oftast kemur hann þeim fyrir á einhverju undirlagi í vatni.

Sniglar skipta sér ekki af ungviði sínu og því er ekki um neitt uppeldi að ræða.

Við klak losna út lirfur sem geta synt um vatnið. Þar éta þær ýmsar lífrænar agnir sem er að finna í vatninu. Lirfur snigla ganga í gegnum ýmis þroskunarstig. Meðal þeirra fyrstu eru svokölluð trochopora-stig en þá syndir lirfan um vatnsmassann með hjálp bifhára. Næsta stig í þroskun sniglalirfa nefnist veliger en þá verður umtalsverð útlitsbreyting á lirfunum.. Þær halda þó uppteknum hætti og svífa um vatnsmassann í leit að fæðu. Að lokum þroskast lirfan í smávaxinn snigill sem er þó frábrugðinn fullorðnum snigli að því leyti að skelin er mjúk (hjá tegundum sem eru með skeljar) og æxlunarfæri eru ekki þroskuð enda tilheyra þau fullorðinsstigi.

Rannsóknir hafa ekki sýnt að sniglar, hvorki kvendýr né karldýr, reyni með nokkrum hætti að vernda egg eða lirfur og því er ekki hægt að segja að sniglar komi að ummönnun eða verndum ungviðis síns.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.3.2014

Spyrjandi

Þórunn Ósk Jóhannesdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig ala sniglar upp afkvæmi sín?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2014. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66350.

Jón Már Halldórsson. (2014, 12. mars). Hvernig ala sniglar upp afkvæmi sín? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66350

Jón Már Halldórsson. „Hvernig ala sniglar upp afkvæmi sín?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2014. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66350>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig ala sniglar upp afkvæmi sín?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Sniglar ala afkvæmi sín ekki upp á nokkurn hátt.

Æxlun snigla fer yfirleitt fram inni í kvendýrinu, það er innvortis frjóvgun eggfrumanna. Það þekkist þó meðal frumstæðra hópa fortálkna (sjá umfjöllun um undirhópa snigla í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um snigla?) að kynfrumum sé dælt út í sjóinn og frjóvgun verði þar. Það nefnist útvortis frjóvgun. Eftir að frjóvgun hefur átt sér stað í eggfrumunum, þroskast eggin í dálítinn tíma áður en snigillinn dælir þeim út, en oftast kemur hann þeim fyrir á einhverju undirlagi í vatni.

Sniglar skipta sér ekki af ungviði sínu og því er ekki um neitt uppeldi að ræða.

Við klak losna út lirfur sem geta synt um vatnið. Þar éta þær ýmsar lífrænar agnir sem er að finna í vatninu. Lirfur snigla ganga í gegnum ýmis þroskunarstig. Meðal þeirra fyrstu eru svokölluð trochopora-stig en þá syndir lirfan um vatnsmassann með hjálp bifhára. Næsta stig í þroskun sniglalirfa nefnist veliger en þá verður umtalsverð útlitsbreyting á lirfunum.. Þær halda þó uppteknum hætti og svífa um vatnsmassann í leit að fæðu. Að lokum þroskast lirfan í smávaxinn snigill sem er þó frábrugðinn fullorðnum snigli að því leyti að skelin er mjúk (hjá tegundum sem eru með skeljar) og æxlunarfæri eru ekki þroskuð enda tilheyra þau fullorðinsstigi.

Rannsóknir hafa ekki sýnt að sniglar, hvorki kvendýr né karldýr, reyni með nokkrum hætti að vernda egg eða lirfur og því er ekki hægt að segja að sniglar komi að ummönnun eða verndum ungviðis síns.

Mynd:

...