Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?

Bjarni E. Guðleifsson (1942-2019)

Hér er einnig að finna svör við spurningunum:

Af hverju hefur ekki verið sett salt á klakann á grasinu, skemmir það grasið? (Árni Gíslason). Hvað má klaki liggja lengi á golfvelli án þess að kal myndist? (Hannes Sveinsson).

Kalskemmdir eru skemmdir sem beint eða óbeint má rekja til kulda. Bein áhrif kuldans eru þegar plöntur frjósa í hel. Óbein áhrif kulda eru til dæmis þegar plöntur drepast undir svelli. Kuldinn myndar svell sem síðan drepa plönturnar.

Skautar eða fótbolti? Laugardalsvöllur í lok janúar 2014.

Kalskemmdir geta verið af ýmsum toga. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hver tíðni mismunandi kalskemmda er á grösum og trjágróðri á Íslandi.

Álag (e. stress) Streita (e. strain) Skemmd (e. injury)
Hlutdeild í íslenskum túnum, %
Hlutdeild í íslenskum skógum, %
Holklaki Þornun Klakakal
1
8
Þurrkur Þornun Þurrkal
2
5
Frost Frysting Frostkal
5
85
Forðaskortur Orkuþurrð Horkal
+
?
Flóð Köfnun Flóðkal
+
?
Svell Köfnun Svellkal
90
-
Sveppir Rotnun Rotkal
2
?
Bakteríur Frysting Gerlakal
?
2

Klakakal myndast þegar holklaki lyftir plöntunum upp úr jarðveginum og rætur slitna. Þurrkal er helst þegar þurrir vindar blása og plantan missir vökva, en allt vatn í umhverfinu er frosið. Frostkal verður ef frostið fer niður fyrir frostþol plöntunnar. Holkal er þegar orkuforðinn sem plantan safnaði við hörðnun að hausti þrýtur. Flóðkal er ef plantan drukknar í langvarandi bleytu og svellkal ef hún drepst vegna langærra svella. Rotkali valda nokkrar tegundir myglusveppa, sem helst þrífast við lágt hitastig undir snjó á ófrosinni jörð. Þá geta ákveðnar bakteríutegundir valdið því að plantan gegnumfrýs á svipstundu.

Augljóst er í töflunni að í túnum er svellkal ríkjandi, en í trjágróðri er frostkal aðalskaðvaldurinn. Þessi munur er vegna þess að brum trjánna (sem þurfa að lifa af veturinn) eru óvarin í loftinu og ef frostið verður mikið geta þau frosið í hel. Vaxtarbroddur grasanna (sem þarf að lifa yfir veturinn) er hins vegar varinn gegn frosti af snjó, sinu og jarðvegi, og hann verður því sjaldan fyrir miklu frosti. Hins vegar steðjar önnur hætta að grösunum, svellkal.

Allar fjölærar plöntur þurfa að anda yfir veturinn, að vísu er öndunin mjög hæg vegna lágs hita. Öndun fer stöðugt fram og plantan brýtur niður orkuforðann sem hún safnaði í sig við hörðnun um haustið. Svellkal verður þegar þétt svell leggjast yfir gróðurlendi, plönturnar ná ekki súrefni til öndunar og öndunin breytist í svonefnda loftfirrða öndun. Við loftfirrða öndun myndast önnur úrgangsefni en myndast við venjulega öndun. Vegna ógegndræpra svella getur plantan ekki losað sig við þau og liggi svellin lengi geta þessi efni safnast fyrir að eitrunarmörkum og drepið frumurnar í vaxtarbroddinum og þar með plöntuna. Efnin sem myndast eru meðal annars koltvísýringur, etanól, mjólkursýra, eplasýra, ediksýra og smjörsýra. Þegar langvarandi svell rofna og öndunarefnin sleppa út finnst oft súrsæt lykt sem bendir til þess að plönturnar hafi ekki getað andað eðlilega lengi.

Lifun og efnasöfnun hjá vallarfoxgrasi eftir mislangan tíma undir svelli.

Svell myndast að vetri þegar vatn og krapi frýs í eina þétta íshellu. Þetta gerist helst í lægðum, og þar liggja svellin líka lengst. Þumalfingurreglan er sú að íslensk túngrös þoli um þriggja mánaða svell en reikna má með að grös í golf- og íþróttavöllum þoli ekki meira en tveggja mánaða svell, aðallega vegna þess að þar eru óþolnari grastegundir og svo dregur sísláttur og traðk úr þoli grasanna.

Segja má að svellamyndun á gróðurlendi séu einskonar náttúruhamfarir. Er þá eitthvað hægt að gera til að forðast kal? Fyrirbyggjandi aðgerðir eru einungis að nota þolnar grastegundir og móta jarðvegsyfirborðið þannig að vatn renni auðveldlega burt í hlákum. Þegar svell hafa myndast er lítið hægt að gera annað en að reyna að rjúfa svellin. Til þess hafa verið notaðar stórvirkar vinnuvélar en gæta verður þess að skemma þá ekki gróðursvörðinn. Tæki sem notuð eru til götunar á jarðvegi hafa gagnast vel til að gera göt á svell. Menn hafa líka látið sér detta í hug að bera natrínklóríð (NaCl, salt) á svellin til að rjúfa þau, en þá þarf að nota mikið salt sem er gróðrinum óhagstætt. Því hefur líka verið reynt að nota kalsínklóríð sem er hættuminna, en það þarf líka í miklu magni. Ef mönnum tekst að rjúfa svellin fá grösin aftur aðgang að súrefni og geta losað sig við eiturefnin. Annars verður bara að bíða og sjá hvort náttúran, veðurfarið, leysir vandann í tæka tíð.

Heimildir og myndir:
  • Bjarni E. Guðleifsson, 1997. Öndun grasa undir svellum. Ráðunautafundur 1997, 143-151.
  • Bjarni E. Guðleifsson, 1997. Líf og dauði plantna að vetri. Freyr 93(9), 356-359.
  • Bjarni E. Guðleifsson, 1997. Survival and metabolite accumultion by seedlings and mature plants of timothy grass during ice encasement. Annals of Botany 79 (supplement A) 93-96.
  • Bjarni E. Gudleifsson, 2013. Climatic and physiological background of ice encasement damage of herbage plants. Í: Plant and microbe adaptations to cold in a changing world. R. Imai o.fl. (ritstj.) 63-72.
  • Mynd frá Laugardalsvelli: Myndasafn SÍGÍ. Höfundur myndar: Jóhann G. Kristinsson. (Sótt 13. 02. 2014).
  • Graf: Bjarni E. Guðleifsson.

Höfundur

Bjarni E. Guðleifsson (1942-2019)

prófessor emeritus Landbúnaðarháskóla Íslands

Útgáfudagur

27.2.2014

Spyrjandi

Árni Gíslason, Hannes Sveinsson

Tilvísun

Bjarni E. Guðleifsson (1942-2019). „Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66962.

Bjarni E. Guðleifsson (1942-2019). (2014, 27. febrúar). Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66962

Bjarni E. Guðleifsson (1942-2019). „Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66962>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum:

Af hverju hefur ekki verið sett salt á klakann á grasinu, skemmir það grasið? (Árni Gíslason). Hvað má klaki liggja lengi á golfvelli án þess að kal myndist? (Hannes Sveinsson).

Kalskemmdir eru skemmdir sem beint eða óbeint má rekja til kulda. Bein áhrif kuldans eru þegar plöntur frjósa í hel. Óbein áhrif kulda eru til dæmis þegar plöntur drepast undir svelli. Kuldinn myndar svell sem síðan drepa plönturnar.

Skautar eða fótbolti? Laugardalsvöllur í lok janúar 2014.

Kalskemmdir geta verið af ýmsum toga. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hver tíðni mismunandi kalskemmda er á grösum og trjágróðri á Íslandi.

Álag (e. stress) Streita (e. strain) Skemmd (e. injury)
Hlutdeild í íslenskum túnum, %
Hlutdeild í íslenskum skógum, %
Holklaki Þornun Klakakal
1
8
Þurrkur Þornun Þurrkal
2
5
Frost Frysting Frostkal
5
85
Forðaskortur Orkuþurrð Horkal
+
?
Flóð Köfnun Flóðkal
+
?
Svell Köfnun Svellkal
90
-
Sveppir Rotnun Rotkal
2
?
Bakteríur Frysting Gerlakal
?
2

Klakakal myndast þegar holklaki lyftir plöntunum upp úr jarðveginum og rætur slitna. Þurrkal er helst þegar þurrir vindar blása og plantan missir vökva, en allt vatn í umhverfinu er frosið. Frostkal verður ef frostið fer niður fyrir frostþol plöntunnar. Holkal er þegar orkuforðinn sem plantan safnaði við hörðnun að hausti þrýtur. Flóðkal er ef plantan drukknar í langvarandi bleytu og svellkal ef hún drepst vegna langærra svella. Rotkali valda nokkrar tegundir myglusveppa, sem helst þrífast við lágt hitastig undir snjó á ófrosinni jörð. Þá geta ákveðnar bakteríutegundir valdið því að plantan gegnumfrýs á svipstundu.

Augljóst er í töflunni að í túnum er svellkal ríkjandi, en í trjágróðri er frostkal aðalskaðvaldurinn. Þessi munur er vegna þess að brum trjánna (sem þurfa að lifa af veturinn) eru óvarin í loftinu og ef frostið verður mikið geta þau frosið í hel. Vaxtarbroddur grasanna (sem þarf að lifa yfir veturinn) er hins vegar varinn gegn frosti af snjó, sinu og jarðvegi, og hann verður því sjaldan fyrir miklu frosti. Hins vegar steðjar önnur hætta að grösunum, svellkal.

Allar fjölærar plöntur þurfa að anda yfir veturinn, að vísu er öndunin mjög hæg vegna lágs hita. Öndun fer stöðugt fram og plantan brýtur niður orkuforðann sem hún safnaði í sig við hörðnun um haustið. Svellkal verður þegar þétt svell leggjast yfir gróðurlendi, plönturnar ná ekki súrefni til öndunar og öndunin breytist í svonefnda loftfirrða öndun. Við loftfirrða öndun myndast önnur úrgangsefni en myndast við venjulega öndun. Vegna ógegndræpra svella getur plantan ekki losað sig við þau og liggi svellin lengi geta þessi efni safnast fyrir að eitrunarmörkum og drepið frumurnar í vaxtarbroddinum og þar með plöntuna. Efnin sem myndast eru meðal annars koltvísýringur, etanól, mjólkursýra, eplasýra, ediksýra og smjörsýra. Þegar langvarandi svell rofna og öndunarefnin sleppa út finnst oft súrsæt lykt sem bendir til þess að plönturnar hafi ekki getað andað eðlilega lengi.

Lifun og efnasöfnun hjá vallarfoxgrasi eftir mislangan tíma undir svelli.

Svell myndast að vetri þegar vatn og krapi frýs í eina þétta íshellu. Þetta gerist helst í lægðum, og þar liggja svellin líka lengst. Þumalfingurreglan er sú að íslensk túngrös þoli um þriggja mánaða svell en reikna má með að grös í golf- og íþróttavöllum þoli ekki meira en tveggja mánaða svell, aðallega vegna þess að þar eru óþolnari grastegundir og svo dregur sísláttur og traðk úr þoli grasanna.

Segja má að svellamyndun á gróðurlendi séu einskonar náttúruhamfarir. Er þá eitthvað hægt að gera til að forðast kal? Fyrirbyggjandi aðgerðir eru einungis að nota þolnar grastegundir og móta jarðvegsyfirborðið þannig að vatn renni auðveldlega burt í hlákum. Þegar svell hafa myndast er lítið hægt að gera annað en að reyna að rjúfa svellin. Til þess hafa verið notaðar stórvirkar vinnuvélar en gæta verður þess að skemma þá ekki gróðursvörðinn. Tæki sem notuð eru til götunar á jarðvegi hafa gagnast vel til að gera göt á svell. Menn hafa líka látið sér detta í hug að bera natrínklóríð (NaCl, salt) á svellin til að rjúfa þau, en þá þarf að nota mikið salt sem er gróðrinum óhagstætt. Því hefur líka verið reynt að nota kalsínklóríð sem er hættuminna, en það þarf líka í miklu magni. Ef mönnum tekst að rjúfa svellin fá grösin aftur aðgang að súrefni og geta losað sig við eiturefnin. Annars verður bara að bíða og sjá hvort náttúran, veðurfarið, leysir vandann í tæka tíð.

Heimildir og myndir:
  • Bjarni E. Guðleifsson, 1997. Öndun grasa undir svellum. Ráðunautafundur 1997, 143-151.
  • Bjarni E. Guðleifsson, 1997. Líf og dauði plantna að vetri. Freyr 93(9), 356-359.
  • Bjarni E. Guðleifsson, 1997. Survival and metabolite accumultion by seedlings and mature plants of timothy grass during ice encasement. Annals of Botany 79 (supplement A) 93-96.
  • Bjarni E. Gudleifsson, 2013. Climatic and physiological background of ice encasement damage of herbage plants. Í: Plant and microbe adaptations to cold in a changing world. R. Imai o.fl. (ritstj.) 63-72.
  • Mynd frá Laugardalsvelli: Myndasafn SÍGÍ. Höfundur myndar: Jóhann G. Kristinsson. (Sótt 13. 02. 2014).
  • Graf: Bjarni E. Guðleifsson.

...