Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers vegna koma krullur á borða þegar maður strýkur honum eftir skærum?

Halldór Svavarsson

Flestir kannast við að hafa séð skrautlega plastborða með krullaða (upprúllaða) enda bundna utan um ýmsar gjafar. Krullurnar má framkalla með því að klemma borðann nokkuð fast milli þumalfingurs annarrar handar og skæriseggjar og grípa með hinni hendinni utan um borðann nokkru framar (sjá mynd 1). Síðan eru hendurnar færðar í sundur þannig að borðinn renni þétt eftir skærisegginni.

Mynd 1: Skrautborði sem verið er að krulla.

Borðinn er gerður úr löngum keðjum af kolefnisatómum sem kallast fjölliður. Fjölliðurnar hlykkjast utan um hverja aðra og krækjast saman. Ef borðinn er teygður í sundur með nægjanlegu afli færast fjölliðurnar frá hverri annarri og festast í nýrri stöðu. Borðinn hefur þá aflagast varanlega og það er einmitt það sem gerist þegar borðinn er teygður til að búa til krullur.

Mynd 2: Upprúllaður skrautborði.

Þumallinn er mjúkur og því þrýstist skæriseggin ásamt borðanum ofan í hann. Borðinn hefur ákveðna þykkt og það yfirborð borðans sem snýr að þumlinum teygist meira en hitt yfirborðið sem snýr að skærisegginni þegar teygt er á borðanum. Til einföldunar skulum við ímynda okkur að borðinn sé búinn til úr tveimur lögum af plasti sem liggi samsíða. Þá er auðvelt að sjá fyrir sér að ef efra lagið teygist meira en neðra lagið þá krullast borðinn. Mynd 3 sýnir riss sem skýrir þetta.

Mynd 3: Þverskurðarrissmynd af skrautborða sem gerður er úr tveimur lögum (efra og neðra lagi). Í A) eru lögin ótengd og efra lagið teygist án þess að neðra lagið fylgi með. Í B) eru lögin föst saman og þegar efra lagið teygist meira en neðra lagið svignar (krullast) borðinn.

Myndir:

Höfundur

Halldór Svavarsson

dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík

Útgáfudagur

6.6.2016

Spyrjandi

Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Jóhanna Kristín Andrésdóttir

Tilvísun

Halldór Svavarsson. „Hvers vegna koma krullur á borða þegar maður strýkur honum eftir skærum?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67557.

Halldór Svavarsson. (2016, 6. júní). Hvers vegna koma krullur á borða þegar maður strýkur honum eftir skærum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67557

Halldór Svavarsson. „Hvers vegna koma krullur á borða þegar maður strýkur honum eftir skærum?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67557>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna koma krullur á borða þegar maður strýkur honum eftir skærum?
Flestir kannast við að hafa séð skrautlega plastborða með krullaða (upprúllaða) enda bundna utan um ýmsar gjafar. Krullurnar má framkalla með því að klemma borðann nokkuð fast milli þumalfingurs annarrar handar og skæriseggjar og grípa með hinni hendinni utan um borðann nokkru framar (sjá mynd 1). Síðan eru hendurnar færðar í sundur þannig að borðinn renni þétt eftir skærisegginni.

Mynd 1: Skrautborði sem verið er að krulla.

Borðinn er gerður úr löngum keðjum af kolefnisatómum sem kallast fjölliður. Fjölliðurnar hlykkjast utan um hverja aðra og krækjast saman. Ef borðinn er teygður í sundur með nægjanlegu afli færast fjölliðurnar frá hverri annarri og festast í nýrri stöðu. Borðinn hefur þá aflagast varanlega og það er einmitt það sem gerist þegar borðinn er teygður til að búa til krullur.

Mynd 2: Upprúllaður skrautborði.

Þumallinn er mjúkur og því þrýstist skæriseggin ásamt borðanum ofan í hann. Borðinn hefur ákveðna þykkt og það yfirborð borðans sem snýr að þumlinum teygist meira en hitt yfirborðið sem snýr að skærisegginni þegar teygt er á borðanum. Til einföldunar skulum við ímynda okkur að borðinn sé búinn til úr tveimur lögum af plasti sem liggi samsíða. Þá er auðvelt að sjá fyrir sér að ef efra lagið teygist meira en neðra lagið þá krullast borðinn. Mynd 3 sýnir riss sem skýrir þetta.

Mynd 3: Þverskurðarrissmynd af skrautborða sem gerður er úr tveimur lögum (efra og neðra lagi). Í A) eru lögin ótengd og efra lagið teygist án þess að neðra lagið fylgi með. Í B) eru lögin föst saman og þegar efra lagið teygist meira en neðra lagið svignar (krullast) borðinn.

Myndir:

...