Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Eru bananar ræktaðir á Íslandi og seldir í stórum stíl til útlanda?

Guðríður Helgadóttir

Vísindavefurinn hefur fengið allnokkrar spurningar um banana og bananaræktun á Íslandi, meðal annars þessar:

Eru bananar ræktaðir og fluttir frá Íslandi í einhverju magni? Hversu margar bananaplöntur vaxa á Íslandi, geta bananar þroskast hér og hafa íslenskir bananar verið seldir í búðum? Eru bananar ræktaðir á Íslandi erfðabreyttir? Hversu mikið er ræktað af þeim hér? Eru þeir allir seldir erlendis?

Bananar hafa verið ræktað í Garðyrkjuskólanum á Reykjum (Landbúnaðarháskóla Íslands) í um 60 ár. Þeir bananar sem þar eru ræktaðir eru ekki erfðabreyttir heldur kynbættir með hefðbundnum kynbótaaðferðum, það er engu utanaðkomandi erfðaefni hefur verið komið fyrir í þessum plöntum.

Nýblómstraður bananaklasi í bananahúsinu á Reykjum.

Rót bananaplantna er fjölær jarðstöngull og upp af honum koma sprotar sem vaxa upp, blómstra og mynda bananaklasa einu sinni, svo deyr viðkomandi sproti og annar vex upp í staðinn. Oft eru nokkrir sprotar í einu á hverjum jarðstöngli en einungis einn þeirra blómstrar og myndar aldin í einu. Plönturnar fjölga sér eingöngu á kynlausan hátt, þannig að engin frjóvgun á sér stað og þessir bananar mynda ekki fræ. Þetta er svokölluð geldæxlun (e. parthenocarpy) þar sem aldin myndast án undangenginnar frjóvgunar.

Bananarnir í Garðyrkjuskólanum eru ræktaðir í 1100 m2 gróðurhúsi ásamt öðrum hitakærum plöntum, þar af eru bananarnir á um 6-700 m2. Uppskeran er um 100 bananaklasar á ári og getur hver klasi verið á bilinu 5-20 kg að þyngd. Þessir íslensku bananar eru ekki seldir heldur fá starfsfólk, nemendur, gestir og gangandi að smakka þá þegar þeir hafa þroskast.

Þroskaður bananaklasi í bananhúsinu á Reykjum.

Sú mýta hefur lengi loðað við bananaræktun á Íslandi að frá Garðyrkjuskólanum sé stundaður stórfelldur útflutningur banana en það er ekki rétt, skólinn hefur aldrei selt banana til útlanda. Þessi saga rataði reyndar í bækur í Evrópu kringum árið 1950 og hefur verið ansi lífseig en því miður ekki sönn.

Myndir:
  • Guðríður Helgadóttir.

Höfundur

Guðríður Helgadóttir

starfsmenntanámsstjóri LBHÍ

Útgáfudagur

22.1.2015

Spyrjandi

Sylvía, Stefán Már Melstað, Sigurjón Halldórsson

Tilvísun

Guðríður Helgadóttir. „Eru bananar ræktaðir á Íslandi og seldir í stórum stíl til útlanda?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2015. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67669.

Guðríður Helgadóttir. (2015, 22. janúar). Eru bananar ræktaðir á Íslandi og seldir í stórum stíl til útlanda? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67669

Guðríður Helgadóttir. „Eru bananar ræktaðir á Íslandi og seldir í stórum stíl til útlanda?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2015. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67669>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru bananar ræktaðir á Íslandi og seldir í stórum stíl til útlanda?
Vísindavefurinn hefur fengið allnokkrar spurningar um banana og bananaræktun á Íslandi, meðal annars þessar:

Eru bananar ræktaðir og fluttir frá Íslandi í einhverju magni? Hversu margar bananaplöntur vaxa á Íslandi, geta bananar þroskast hér og hafa íslenskir bananar verið seldir í búðum? Eru bananar ræktaðir á Íslandi erfðabreyttir? Hversu mikið er ræktað af þeim hér? Eru þeir allir seldir erlendis?

Bananar hafa verið ræktað í Garðyrkjuskólanum á Reykjum (Landbúnaðarháskóla Íslands) í um 60 ár. Þeir bananar sem þar eru ræktaðir eru ekki erfðabreyttir heldur kynbættir með hefðbundnum kynbótaaðferðum, það er engu utanaðkomandi erfðaefni hefur verið komið fyrir í þessum plöntum.

Nýblómstraður bananaklasi í bananahúsinu á Reykjum.

Rót bananaplantna er fjölær jarðstöngull og upp af honum koma sprotar sem vaxa upp, blómstra og mynda bananaklasa einu sinni, svo deyr viðkomandi sproti og annar vex upp í staðinn. Oft eru nokkrir sprotar í einu á hverjum jarðstöngli en einungis einn þeirra blómstrar og myndar aldin í einu. Plönturnar fjölga sér eingöngu á kynlausan hátt, þannig að engin frjóvgun á sér stað og þessir bananar mynda ekki fræ. Þetta er svokölluð geldæxlun (e. parthenocarpy) þar sem aldin myndast án undangenginnar frjóvgunar.

Bananarnir í Garðyrkjuskólanum eru ræktaðir í 1100 m2 gróðurhúsi ásamt öðrum hitakærum plöntum, þar af eru bananarnir á um 6-700 m2. Uppskeran er um 100 bananaklasar á ári og getur hver klasi verið á bilinu 5-20 kg að þyngd. Þessir íslensku bananar eru ekki seldir heldur fá starfsfólk, nemendur, gestir og gangandi að smakka þá þegar þeir hafa þroskast.

Þroskaður bananaklasi í bananhúsinu á Reykjum.

Sú mýta hefur lengi loðað við bananaræktun á Íslandi að frá Garðyrkjuskólanum sé stundaður stórfelldur útflutningur banana en það er ekki rétt, skólinn hefur aldrei selt banana til útlanda. Þessi saga rataði reyndar í bækur í Evrópu kringum árið 1950 og hefur verið ansi lífseig en því miður ekki sönn.

Myndir:
  • Guðríður Helgadóttir.

...