Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni?

Guðrún Larsen, Magnús Tumi Guðmundsson, Páll Einarsson og Þorvaldur Þórðarson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni og hversu stór geta þau orðið. Er hamfarahlaupið í Jökulsá á fjöllum fyrir 2500-2800 árum þaðan?

Jökulhlaup vegna gosa í þeim hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis sem er undir jökli, hafa runnið til suðvesturs, vesturs og norðausturs – og ef til vill til suðausturs um Grímsvötn. Hlaupvatn hefur runnið um Tungnaá, til dæmis 1766, til Vonarskarðs í Skjálfandafljót, til dæmis 1902, og um Dyngjuháls í Jökulsá á Fjöllum á árunum 1711-1729 og 1902.[1] Hlaupvatn hefur runnið undan Sylgjujökli um farveg Sylgju og áfram til vesturs norðan Gjáfjalla, eins og Tröllahraun rann síðar,[2] einnig um farveg Köldukvíslar að Syðri-Hágöngu og þaðan til Þjórsár.[3] Ekki er ljóst hvort þessi hlaup voru vegna eldgosa undir jökli.

Gos í suðurhlíðum Bárðarbungu geta veitt hlaupvatni til Skaftárkatla og Grímsvatna[4] og valdið hlaupum í Skaftá og Skeiðará. Vel má vera að aukin merki um jarðhitavatn í Jökulsá á Fjöllum í Gjálpargosinu 1996 hafi verið ættuð úr öskju Bárðarbungu.[5]

Horft yfir Bárðarbungu til suðausturs þann 10. ágúst 2010. Hún er annað hæsta eldfjall landsins, 2000 m.y.s. Í kolli hennar er askja, um 11 km löng frá norðaustri til suðvesturs og um 8 km breið. Ísinn í öskjunni er um 850 metra þykkur. Nafnlaus skriðjökull (á miðri mynd) fellur til norðvesturs á milli Kistu (vinstra megin) og Systrafells (til hægri) og klofnar um Bárðartind (1417 m).

Ummerki um allmörg jökulhlaup í Jökulsá á Fjöllum eru þekkt frá forsögulegum tíma, en ekki vitað hvort þau voru öll af völdum eldgosa, né heldur hvort eldgosin voru á Bárðarbungu-Veiðivatnakerfi.[6] Tvö þessara hlaupa voru hamfarahlaup, það yngra með reiknuðu hámarksrennsli um eða yfir hálfri milljón rúmmetra á sekúndu og talið hafa komið að minnsta kosti að hluta undan Dyngjujökli fyrir um það bil 2500 árum. Óljóst er hvort orsökin var tæming jökulstíflaðs lóns eða eldgos.

Tilvísanir:
  1. ^ Sigurður Þórarinsson, 1950. Jökulhlaup og eldgos á jökulvatnasvæði Jökulsár á Fjöllum. Náttúrufræðingurinn, 20, 113-133. Sigurður Þórarinsson, 1974. Vötnin stríð. Saga Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
  2. ^ Elsa Vilmundardóttir og Guðrún Larson, óbirt gögn. Ingibjörg Kaldal og fleiri, 1990. Jarðgrunnskort: Botnafjöll, 1913 IV, 1:50.000. Landmælingar Íslands, Orkustofnun og Landsvirkjun, Reykjavík.
  3. ^ Sigmundur Freysteinsson , 1972. Jökulhlaup í Köldukvísl. Jökull, 22, 83-88.
  4. ^ Helgi Björnsson og fleiri, 1992. Vatnajökull, Norðvesturhluti, 1:100 000. Ísa- og vatnaskil. Raunvísindastofnun Háskólans og Landsvirkjun, Reykjavík.
  5. ^ Hrefna Kristmannsdóttir og fleiri, 1999. The impact of the 1996 subglacial volcanic eruption in Vatnajökull on the river Jökulsá á Fjöllum, North Iceland. Journal of Volcanology and Geothermal Research, 92, 359-372.
  6. ^ Sigurður Þórarinsson, 1959. Some geological problems involved in the hydroelectric development of the Jökulsá á Fjöllum. Rannsóknarskýrsla. Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík. Haukur Tómasson, 1973. Hamfarahlaup í Jökulsá á Fjöllum. Náttúrufræðingurinn, 62, 77-98. Kristján Sæmundsson, 1973. Straumrákaðar klappir í kringum Ásbyrgi. Náttúrufræðingurinn, 43, 52-60. Helgi Björnsson og Páll Einarsson, 1990. Volcanoes beneath Vatnajökull, Iceland. Evidence from radio echo-sounding, earthquatkes and jökulhlaups. Jökull, 40, 147-168. Waitt, R.B., 2002. Great Holocene floods along Jökulsá á Fjöllum, north Iceland. Flood and Megaflood Processes and Deposits: Recent and Ancient Examples. (P.I. Martini, V.R. Baker og G. Garzon ritstjórar). Special Publications of the International Association of Sedimentologists. Blackwell Science, Oxford, 37-51. Kirkbride, M.P. og fleiri, 2006. Radiocarbon dating of mid-Holocene megaflood deposits in the Jökulsá á Fjöllum, north Iceland. Holocene, 16, 605-609.

Mynd:
  • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar, bls. 252.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundar

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Magnús Tumi Guðmundsson

prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

1.9.2014

Spyrjandi

Sigurður Erlingsson

Tilvísun

Guðrún Larsen, Magnús Tumi Guðmundsson, Páll Einarsson og Þorvaldur Þórðarson. „Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni?“ Vísindavefurinn, 1. september 2014. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67908.

Guðrún Larsen, Magnús Tumi Guðmundsson, Páll Einarsson og Þorvaldur Þórðarson. (2014, 1. september). Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67908

Guðrún Larsen, Magnús Tumi Guðmundsson, Páll Einarsson og Þorvaldur Þórðarson. „Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2014. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67908>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni og hversu stór geta þau orðið. Er hamfarahlaupið í Jökulsá á fjöllum fyrir 2500-2800 árum þaðan?

Jökulhlaup vegna gosa í þeim hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis sem er undir jökli, hafa runnið til suðvesturs, vesturs og norðausturs – og ef til vill til suðausturs um Grímsvötn. Hlaupvatn hefur runnið um Tungnaá, til dæmis 1766, til Vonarskarðs í Skjálfandafljót, til dæmis 1902, og um Dyngjuháls í Jökulsá á Fjöllum á árunum 1711-1729 og 1902.[1] Hlaupvatn hefur runnið undan Sylgjujökli um farveg Sylgju og áfram til vesturs norðan Gjáfjalla, eins og Tröllahraun rann síðar,[2] einnig um farveg Köldukvíslar að Syðri-Hágöngu og þaðan til Þjórsár.[3] Ekki er ljóst hvort þessi hlaup voru vegna eldgosa undir jökli.

Gos í suðurhlíðum Bárðarbungu geta veitt hlaupvatni til Skaftárkatla og Grímsvatna[4] og valdið hlaupum í Skaftá og Skeiðará. Vel má vera að aukin merki um jarðhitavatn í Jökulsá á Fjöllum í Gjálpargosinu 1996 hafi verið ættuð úr öskju Bárðarbungu.[5]

Horft yfir Bárðarbungu til suðausturs þann 10. ágúst 2010. Hún er annað hæsta eldfjall landsins, 2000 m.y.s. Í kolli hennar er askja, um 11 km löng frá norðaustri til suðvesturs og um 8 km breið. Ísinn í öskjunni er um 850 metra þykkur. Nafnlaus skriðjökull (á miðri mynd) fellur til norðvesturs á milli Kistu (vinstra megin) og Systrafells (til hægri) og klofnar um Bárðartind (1417 m).

Ummerki um allmörg jökulhlaup í Jökulsá á Fjöllum eru þekkt frá forsögulegum tíma, en ekki vitað hvort þau voru öll af völdum eldgosa, né heldur hvort eldgosin voru á Bárðarbungu-Veiðivatnakerfi.[6] Tvö þessara hlaupa voru hamfarahlaup, það yngra með reiknuðu hámarksrennsli um eða yfir hálfri milljón rúmmetra á sekúndu og talið hafa komið að minnsta kosti að hluta undan Dyngjujökli fyrir um það bil 2500 árum. Óljóst er hvort orsökin var tæming jökulstíflaðs lóns eða eldgos.

Tilvísanir:
  1. ^ Sigurður Þórarinsson, 1950. Jökulhlaup og eldgos á jökulvatnasvæði Jökulsár á Fjöllum. Náttúrufræðingurinn, 20, 113-133. Sigurður Þórarinsson, 1974. Vötnin stríð. Saga Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
  2. ^ Elsa Vilmundardóttir og Guðrún Larson, óbirt gögn. Ingibjörg Kaldal og fleiri, 1990. Jarðgrunnskort: Botnafjöll, 1913 IV, 1:50.000. Landmælingar Íslands, Orkustofnun og Landsvirkjun, Reykjavík.
  3. ^ Sigmundur Freysteinsson , 1972. Jökulhlaup í Köldukvísl. Jökull, 22, 83-88.
  4. ^ Helgi Björnsson og fleiri, 1992. Vatnajökull, Norðvesturhluti, 1:100 000. Ísa- og vatnaskil. Raunvísindastofnun Háskólans og Landsvirkjun, Reykjavík.
  5. ^ Hrefna Kristmannsdóttir og fleiri, 1999. The impact of the 1996 subglacial volcanic eruption in Vatnajökull on the river Jökulsá á Fjöllum, North Iceland. Journal of Volcanology and Geothermal Research, 92, 359-372.
  6. ^ Sigurður Þórarinsson, 1959. Some geological problems involved in the hydroelectric development of the Jökulsá á Fjöllum. Rannsóknarskýrsla. Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík. Haukur Tómasson, 1973. Hamfarahlaup í Jökulsá á Fjöllum. Náttúrufræðingurinn, 62, 77-98. Kristján Sæmundsson, 1973. Straumrákaðar klappir í kringum Ásbyrgi. Náttúrufræðingurinn, 43, 52-60. Helgi Björnsson og Páll Einarsson, 1990. Volcanoes beneath Vatnajökull, Iceland. Evidence from radio echo-sounding, earthquatkes and jökulhlaups. Jökull, 40, 147-168. Waitt, R.B., 2002. Great Holocene floods along Jökulsá á Fjöllum, north Iceland. Flood and Megaflood Processes and Deposits: Recent and Ancient Examples. (P.I. Martini, V.R. Baker og G. Garzon ritstjórar). Special Publications of the International Association of Sedimentologists. Blackwell Science, Oxford, 37-51. Kirkbride, M.P. og fleiri, 2006. Radiocarbon dating of mid-Holocene megaflood deposits in the Jökulsá á Fjöllum, north Iceland. Holocene, 16, 605-609.

Mynd:
  • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar, bls. 252.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

...