Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hæ Vísindavefur, getum við klárað allar íslenskar kennitölur?

JGÞ

Svarið við þessari spurningu er nei. Kennitölurnar klárast ekki, nema fæðingar á Íslandi verða fleiri en 79 á dag.

Kennitala er 10 stafa tala. Fyrstu sex tölurnar eru búnar til úr fæðingardeginum, það er dagur, mánuður og ár (stytt í tvo tölustafi.) Næst kemur raðtala sem er tveir tölustafir, úthlutað frá og með tölunni 20, þannig að þar eru 79 tölur mögulegar. Svo kemur svonefnd vartala sem hægt er að lesa meira um í svari við spurningunni Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til? Síðasta talan táknar svo öldina. Þeir sem fæðast á 21. öldinni fá töluna 0, hjá þeim sem fæddust á 20. öld er talan 9.

Kennitölur klárast ekki á Íslandi, enda þarf að meðaltali um 15 nýjar kennitölur daglega en völ á alls 79 tölum fyrir hvern dag, á hverju ári og hverri öld.

Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands eru fæðingar á Íslandi rétt um 5.000 á ári eða að meðaltali rétt undir 15 fæðingum á dag. Örugglega koma fyrir dagar þar sem fæðingar eru töluvert fleiri en þær ná þó alls ekki 79, en það er sá fjöldi sem er til umráða fyrir raðtölurnar, því þær ná frá og með 20 upp í 99.

Þess vegna er engin hætta á því að kennitölurnar klárist.

Heimild og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

18.9.2014

Spyrjandi

Lára Guðmundsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hæ Vísindavefur, getum við klárað allar íslenskar kennitölur?“ Vísindavefurinn, 18. september 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68055.

JGÞ. (2014, 18. september). Hæ Vísindavefur, getum við klárað allar íslenskar kennitölur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68055

JGÞ. „Hæ Vísindavefur, getum við klárað allar íslenskar kennitölur?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68055>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hæ Vísindavefur, getum við klárað allar íslenskar kennitölur?
Svarið við þessari spurningu er nei. Kennitölurnar klárast ekki, nema fæðingar á Íslandi verða fleiri en 79 á dag.

Kennitala er 10 stafa tala. Fyrstu sex tölurnar eru búnar til úr fæðingardeginum, það er dagur, mánuður og ár (stytt í tvo tölustafi.) Næst kemur raðtala sem er tveir tölustafir, úthlutað frá og með tölunni 20, þannig að þar eru 79 tölur mögulegar. Svo kemur svonefnd vartala sem hægt er að lesa meira um í svari við spurningunni Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til? Síðasta talan táknar svo öldina. Þeir sem fæðast á 21. öldinni fá töluna 0, hjá þeim sem fæddust á 20. öld er talan 9.

Kennitölur klárast ekki á Íslandi, enda þarf að meðaltali um 15 nýjar kennitölur daglega en völ á alls 79 tölum fyrir hvern dag, á hverju ári og hverri öld.

Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands eru fæðingar á Íslandi rétt um 5.000 á ári eða að meðaltali rétt undir 15 fæðingum á dag. Örugglega koma fyrir dagar þar sem fæðingar eru töluvert fleiri en þær ná þó alls ekki 79, en það er sá fjöldi sem er til umráða fyrir raðtölurnar, því þær ná frá og með 20 upp í 99.

Þess vegna er engin hætta á því að kennitölurnar klárist.

Heimild og mynd:

...