Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað eru örverur?

Jón Már Halldórsson

Örverur (e. microbes, microorganism) eru ekki vel skilgreint líffræðilegt hugtak heldur safnheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum. Þetta geta verið einfrumungar, hvort sem er heilkjarna eða dreifkjarna, en einnig smásæir fjölfrumungar.

Fræðigreinin sem fjallar um þessar lífverur nefnist örverufræði (e. microbiology). Hollendingurinn Antonie van Leeuwenhoek (1632 – 1723) hefur verið kallaður faðir örverufræðinnar en hann smíðaði sínar eigin smásjár og var fyrstur manna til þess að lýsa örverum.

Örverur eru eins og nafnið gefur til kynna mjög smáar og sjást ekki með berum augum. Þessar E. coli-bakteríur hafa verið stækkaðar tíu þúsund sinnum.

Örverur eru afar fjölbreytilegur hópur og finnast í öllum ríkjum lífríkisins. Þær geta verið dreifkjörnungar; gerlar (bakteríur) og fornbakteríur eða arkaeur eða tilheyrt heilkjörnunum; frumdýr (protozoa), dýr (animalia), sveppir (fungus) eða plöntur (plantae). Sumir vísindamenn vilja setja veirur í þennan hóp en aðrir telja veirurnar vart vera í hóp lífvera miðað við þau viðmið sem gjarnan eru notuð til að skilgreina líf.

Það kann að koma einhverjum á óvart að örverur finnast meðal dýra enda tengja flestir hugtakið við einfruma lífverur. En til eru svo smávaxin liðdýr að við getum ekki greint þau með berum augum og þau geta því fallið í flokk örvera. Þar má nefna fjölda tegunda áttfætlumaura (mites), krabbadýr eins og árfætur (copepoda) og vatnabirni (Tartigrada).

Örverur hafa fundist við erfiðustu skilyrði sem líf finnst hér á jörðu, sem dæmi má nefna djúpt í jökulísnum á Suðurskautslandinu, við mikinn hita eða yfir 100 gráður og við pH gildi frá nánast núlli (mjög súrar aðstæður) upp í pH 11,5 sem er mjög basískt.

Mikilvægi örvera í vistkerfi jarðar er óumdeilanlegt. Þær brjóta niður lífræn efni og koma ýmsum frumefnum að nýju í hringrás lífsins. Örverur eru einnig lífsnauðsynlegar í líkamsstarfsemi „hærri“ dýra. Meðal annars hafa þær mikilvægu hlutverki að gegna í ofnæmiskerfi og í meltingu hjá okkur mönnunum. Við manneskjurnar erum í reynd flókið samspil okkar heilkjarna fruma og gríðarlegs magns dreifkjarna fruma. Til viðbótar leika gerlar svo viðamikið hlutverk í líkamsstarfsemi okkar, enda eru fleiri gerlar í mannslíkama en venjulegar heilkjarna frumur.

Fyrstu lífverur jarðar komu fram fyrir 3-4 milljörðum ára og voru það smásæjar einfruma lífverur sem við getum kallað örverur. Til að byrja með var þróun lífsins ákaflega hæg og fyrstu 2-3 milljarðana voru þessar smásæju lífverur eina líf jarðar eða þangað til fjölfrumu líf tók að þróast fyrir um milljarði ára. Það má því segja að örverur hafi verið einráðar í lífríki jarðar allt að 75% þess tíma sem líf hefur verið á jörðinni.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.1.2015

Spyrjandi

Maríus Þór Eysteinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru örverur? “ Vísindavefurinn, 8. janúar 2015. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68234.

Jón Már Halldórsson. (2015, 8. janúar). Hvað eru örverur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68234

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru örverur? “ Vísindavefurinn. 8. jan. 2015. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68234>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru örverur?
Örverur (e. microbes, microorganism) eru ekki vel skilgreint líffræðilegt hugtak heldur safnheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum. Þetta geta verið einfrumungar, hvort sem er heilkjarna eða dreifkjarna, en einnig smásæir fjölfrumungar.

Fræðigreinin sem fjallar um þessar lífverur nefnist örverufræði (e. microbiology). Hollendingurinn Antonie van Leeuwenhoek (1632 – 1723) hefur verið kallaður faðir örverufræðinnar en hann smíðaði sínar eigin smásjár og var fyrstur manna til þess að lýsa örverum.

Örverur eru eins og nafnið gefur til kynna mjög smáar og sjást ekki með berum augum. Þessar E. coli-bakteríur hafa verið stækkaðar tíu þúsund sinnum.

Örverur eru afar fjölbreytilegur hópur og finnast í öllum ríkjum lífríkisins. Þær geta verið dreifkjörnungar; gerlar (bakteríur) og fornbakteríur eða arkaeur eða tilheyrt heilkjörnunum; frumdýr (protozoa), dýr (animalia), sveppir (fungus) eða plöntur (plantae). Sumir vísindamenn vilja setja veirur í þennan hóp en aðrir telja veirurnar vart vera í hóp lífvera miðað við þau viðmið sem gjarnan eru notuð til að skilgreina líf.

Það kann að koma einhverjum á óvart að örverur finnast meðal dýra enda tengja flestir hugtakið við einfruma lífverur. En til eru svo smávaxin liðdýr að við getum ekki greint þau með berum augum og þau geta því fallið í flokk örvera. Þar má nefna fjölda tegunda áttfætlumaura (mites), krabbadýr eins og árfætur (copepoda) og vatnabirni (Tartigrada).

Örverur hafa fundist við erfiðustu skilyrði sem líf finnst hér á jörðu, sem dæmi má nefna djúpt í jökulísnum á Suðurskautslandinu, við mikinn hita eða yfir 100 gráður og við pH gildi frá nánast núlli (mjög súrar aðstæður) upp í pH 11,5 sem er mjög basískt.

Mikilvægi örvera í vistkerfi jarðar er óumdeilanlegt. Þær brjóta niður lífræn efni og koma ýmsum frumefnum að nýju í hringrás lífsins. Örverur eru einnig lífsnauðsynlegar í líkamsstarfsemi „hærri“ dýra. Meðal annars hafa þær mikilvægu hlutverki að gegna í ofnæmiskerfi og í meltingu hjá okkur mönnunum. Við manneskjurnar erum í reynd flókið samspil okkar heilkjarna fruma og gríðarlegs magns dreifkjarna fruma. Til viðbótar leika gerlar svo viðamikið hlutverk í líkamsstarfsemi okkar, enda eru fleiri gerlar í mannslíkama en venjulegar heilkjarna frumur.

Fyrstu lífverur jarðar komu fram fyrir 3-4 milljörðum ára og voru það smásæjar einfruma lífverur sem við getum kallað örverur. Til að byrja með var þróun lífsins ákaflega hæg og fyrstu 2-3 milljarðana voru þessar smásæju lífverur eina líf jarðar eða þangað til fjölfrumu líf tók að þróast fyrir um milljarði ára. Það má því segja að örverur hafi verið einráðar í lífríki jarðar allt að 75% þess tíma sem líf hefur verið á jörðinni.

Mynd:

...