Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er skynsamlegt að hækka hita í ofnum vegna mengunar frá eldgosinu eða vegna annarrar mengunar?

Ari Ólafsson

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Þessi ráðstöfun léttir pyngju húseiganda og gerir íbúum hússins mengunina þungbærari með óþægilegum hita.

Hugmyndin um að varna innstreymi útilofts í hýbýli okkar með hitun innilofts byggir á þeirri röngu forsendu að hús okkar verði sem næst loftþétt þegar við höfum lokað gluggum og útihurðum. Að við getum byggt upp yfirþrýsting innandyra með hitun.

Ef þessi forsenda um loftþétt hús væri rétt væru allar hitunaraðgerðir óþarfar, því engin loftskipti færu fram milli inni- og útilofts. Húsin okkar eru hinsvegar langt frá því að vera loftþétt. Þau eru byggð þannig af ásetningi. Þrýstingsmunur milli innilofts og útilofts jafnast út á tíma sem talinn er í sekúndum eða tugum sekúndna fyrir stærri byggingar. Fyrir þessu byggingarlagi eru margar ástæður en í þessu sambandi nægir að nefna að við viljum ekki þurfa að kalla til kraftlyftingamann til að opna útidyr í hvert sinn sem lægð fer hjá.

Ef húsin okkar væru loftþétt gætum við þurft að kalla til kraftlyftingamenn til að opna útidyr í hvert sinn sem lægðir færu hjá. Á myndinn sjást verðlaunahafar í ólympískum lyftingum árið 1980.

Kröftugar lægðir ná 50 mb (millibara) „dýpt“. Á útihurð sem héldi þrýsingsmun milli innilofts og útilofts leggst kraftur sem samsvarar þyngdarkrafti á 20 kg massa fyrir hvert mb.

Hvort loft streymir inn eða út úr húsi, þegar gluggar og dyr eru lokaðar og slökkt er á loftræstikerfi, ræðst því af hvort lægðin er að koma eða fara, hvort ytri þrýstingur fer hækkandi eða lækkandi. Hitastig á ofnum hefur hverfandi áhrif á þessa stöðu.

En hvað er þá til ráða? Getum við gert aðstæður betri innandyra en utan? Hér þarf að greina á milli hvort mengunin er aska eða súrt gas svo sem SO2. Askan sest fyrr innandyra þar sem loftið er á minni hreyfingu en utandyra. Fíngerða ösku má líka fanga með vatnsúða eða rökum ábreiðum. Til að lækka styrk SO2 innanhúss má beita svipuðum aðferðum og notaðar eru til að hreinsa reyk frá kolakyntum raforkuverum[1]. Ábreiður eru vættar í alkalískri upplausn svo sem NaOH eða matarsóda og innilofti blásið á flötinn með viftu.

Tilvísun:
  1. ^ Sulfur Dioxide Scrubbers -Duke Energy. (Skoðað 6.11.2014).

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvaða fræði eru bak við þær ráðleggingar að hækka í ofnum í heimahúsum þegar svifryksmengun er í hámarki. Þetta heyrist oft í fjölmiðlum þessa dagana.

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.11.2014

Spyrjandi

Hörður Smári Jóhannesson, Einar Einarsson

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Er skynsamlegt að hækka hita í ofnum vegna mengunar frá eldgosinu eða vegna annarrar mengunar?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68455.

Ari Ólafsson. (2014, 7. nóvember). Er skynsamlegt að hækka hita í ofnum vegna mengunar frá eldgosinu eða vegna annarrar mengunar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68455

Ari Ólafsson. „Er skynsamlegt að hækka hita í ofnum vegna mengunar frá eldgosinu eða vegna annarrar mengunar?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68455>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er skynsamlegt að hækka hita í ofnum vegna mengunar frá eldgosinu eða vegna annarrar mengunar?
Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Þessi ráðstöfun léttir pyngju húseiganda og gerir íbúum hússins mengunina þungbærari með óþægilegum hita.

Hugmyndin um að varna innstreymi útilofts í hýbýli okkar með hitun innilofts byggir á þeirri röngu forsendu að hús okkar verði sem næst loftþétt þegar við höfum lokað gluggum og útihurðum. Að við getum byggt upp yfirþrýsting innandyra með hitun.

Ef þessi forsenda um loftþétt hús væri rétt væru allar hitunaraðgerðir óþarfar, því engin loftskipti færu fram milli inni- og útilofts. Húsin okkar eru hinsvegar langt frá því að vera loftþétt. Þau eru byggð þannig af ásetningi. Þrýstingsmunur milli innilofts og útilofts jafnast út á tíma sem talinn er í sekúndum eða tugum sekúndna fyrir stærri byggingar. Fyrir þessu byggingarlagi eru margar ástæður en í þessu sambandi nægir að nefna að við viljum ekki þurfa að kalla til kraftlyftingamann til að opna útidyr í hvert sinn sem lægð fer hjá.

Ef húsin okkar væru loftþétt gætum við þurft að kalla til kraftlyftingamenn til að opna útidyr í hvert sinn sem lægðir færu hjá. Á myndinn sjást verðlaunahafar í ólympískum lyftingum árið 1980.

Kröftugar lægðir ná 50 mb (millibara) „dýpt“. Á útihurð sem héldi þrýsingsmun milli innilofts og útilofts leggst kraftur sem samsvarar þyngdarkrafti á 20 kg massa fyrir hvert mb.

Hvort loft streymir inn eða út úr húsi, þegar gluggar og dyr eru lokaðar og slökkt er á loftræstikerfi, ræðst því af hvort lægðin er að koma eða fara, hvort ytri þrýstingur fer hækkandi eða lækkandi. Hitastig á ofnum hefur hverfandi áhrif á þessa stöðu.

En hvað er þá til ráða? Getum við gert aðstæður betri innandyra en utan? Hér þarf að greina á milli hvort mengunin er aska eða súrt gas svo sem SO2. Askan sest fyrr innandyra þar sem loftið er á minni hreyfingu en utandyra. Fíngerða ösku má líka fanga með vatnsúða eða rökum ábreiðum. Til að lækka styrk SO2 innanhúss má beita svipuðum aðferðum og notaðar eru til að hreinsa reyk frá kolakyntum raforkuverum[1]. Ábreiður eru vættar í alkalískri upplausn svo sem NaOH eða matarsóda og innilofti blásið á flötinn með viftu.

Tilvísun:
  1. ^ Sulfur Dioxide Scrubbers -Duke Energy. (Skoðað 6.11.2014).

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvaða fræði eru bak við þær ráðleggingar að hækka í ofnum í heimahúsum þegar svifryksmengun er í hámarki. Þetta heyrist oft í fjölmiðlum þessa dagana.

...