Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvaða frumefni inniheldur demantur?

Björn Thor Stefánsson, Tryggvi Ásmundur Briem og Ívar Daði Þorvaldsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvaða frumefni inniheldur demantur og af hverju er hann svona harðgerður og verðmætur?

Demantur er hreint kolefni en kolefni er frumefni sem hefur efnatáknið C og er númer 6 í lotukerfinu. Kolefni telst til málmleysingja og getur bundist saman á nokkra mismunandi vegu og myndað til dæmis grafít og demanta. Grafít er mýksta efnið en demantur það harðasta. Hinn svokallaði Mohs-kvarði er notaður til að meta hörku efna á skalanum 1 til 10. Grafít hefur þar hörku á milli 1 og 2 en demantur hefur hörkuna 10.

The Hope Diamond er einn stærsti blái demanturinn sem til er.

Skýringuna á því af hverju demantur er svo harðgerður en grafít svo mjúkt er að finna í uppröðun og tengi kolefnisfrumeindanna en í svari EÖÞ við spurningunni: Hvað er líkt og ólíkt með kolamola og demanti? kemur eftirfarandi fram:
Kolefnisatómin í grafíti raða sér saman í þynnur þannig að hvert þeirra tengist þremur öðrum. Þynnurnar raðast svo hver ofan á aðra og mynda veik tengi sín á milli. Hvert atóm í demöntum tengist hins vegar fjórum öðrum og myndar þannig mjög sterka grind. Í raun er uppbygging demants ekki mjög frábrugðin grafíti því ef grafítþynnur eru hitaðar undir miklum þrýstingi myndast tengi milli þynnanna og demantur getur myndast.

Fyrirtækið De Beers sem er leiðandi á demantamarkaðnum hefur lengi haldið demantaverði háu með því að minnka framboð á þeim og ýta undir eftirspurn. Það getur hins vegar verið snúið að meta raunvirði demanta og sú staðreynd að það sé jafnhátt og raun ber vitni hefur varla með stefnu fyrirtækisins De Beers að gera eins og lesa má í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni: Heldur fyrirtækið De Beers verði demanta langt yfir raunvirði þeirra?
Það er hins vegar vart hægt að kenna De Beers um að verði demanta sé haldið langt yfir raunvirði. Raunvirði demanta er einfaldlega það verð sem fólk er reiðubúið að borga fyrir þá. Demantar eru um margt sérstök vara því að notagildi demanta sem notaðir eru í skrautmuni felst að miklu leyti í verðmæti þeirra. Af því að verðið er hátt þykir fínt að skreyta sig með demöntum. Það hafa ekki allir efni á því og þeir sem geta það njóta þess að geta flíkað því sem aðrir geta ekki. Það er því alls ekki slæmt fyrir kaupendur demanta að verðið sé hátt, ólíkt því sem gildir um venjulegar vörur.

Skýringuna á því af hverju demantur er svo harðgerður en grafít svo mjúkt er að finna í uppröðun og tengi kolefnisfrumeindanna.

Til þess að demantar myndist í náttúrunni þarf hiti og þrýstingur að vera réttur en slíkar aðstæður finnast einungis á fáum stöðum í heiminum eins og lesa má nánar um í svari Alexöndru Sigfúsdóttur og Guðlaugu Önnu Gunnarsdóttur við spurningunni: Hvernig verða demantar til í náttúrunni?

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.6.2017

Spyrjandi

Garðar Friðrik Harðarson

Tilvísun

Björn Thor Stefánsson, Tryggvi Ásmundur Briem og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvaða frumefni inniheldur demantur?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2017. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68685.

Björn Thor Stefánsson, Tryggvi Ásmundur Briem og Ívar Daði Þorvaldsson. (2017, 29. júní). Hvaða frumefni inniheldur demantur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68685

Björn Thor Stefánsson, Tryggvi Ásmundur Briem og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvaða frumefni inniheldur demantur?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2017. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68685>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða frumefni inniheldur demantur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Hvaða frumefni inniheldur demantur og af hverju er hann svona harðgerður og verðmætur?

Demantur er hreint kolefni en kolefni er frumefni sem hefur efnatáknið C og er númer 6 í lotukerfinu. Kolefni telst til málmleysingja og getur bundist saman á nokkra mismunandi vegu og myndað til dæmis grafít og demanta. Grafít er mýksta efnið en demantur það harðasta. Hinn svokallaði Mohs-kvarði er notaður til að meta hörku efna á skalanum 1 til 10. Grafít hefur þar hörku á milli 1 og 2 en demantur hefur hörkuna 10.

The Hope Diamond er einn stærsti blái demanturinn sem til er.

Skýringuna á því af hverju demantur er svo harðgerður en grafít svo mjúkt er að finna í uppröðun og tengi kolefnisfrumeindanna en í svari EÖÞ við spurningunni: Hvað er líkt og ólíkt með kolamola og demanti? kemur eftirfarandi fram:
Kolefnisatómin í grafíti raða sér saman í þynnur þannig að hvert þeirra tengist þremur öðrum. Þynnurnar raðast svo hver ofan á aðra og mynda veik tengi sín á milli. Hvert atóm í demöntum tengist hins vegar fjórum öðrum og myndar þannig mjög sterka grind. Í raun er uppbygging demants ekki mjög frábrugðin grafíti því ef grafítþynnur eru hitaðar undir miklum þrýstingi myndast tengi milli þynnanna og demantur getur myndast.

Fyrirtækið De Beers sem er leiðandi á demantamarkaðnum hefur lengi haldið demantaverði háu með því að minnka framboð á þeim og ýta undir eftirspurn. Það getur hins vegar verið snúið að meta raunvirði demanta og sú staðreynd að það sé jafnhátt og raun ber vitni hefur varla með stefnu fyrirtækisins De Beers að gera eins og lesa má í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni: Heldur fyrirtækið De Beers verði demanta langt yfir raunvirði þeirra?
Það er hins vegar vart hægt að kenna De Beers um að verði demanta sé haldið langt yfir raunvirði. Raunvirði demanta er einfaldlega það verð sem fólk er reiðubúið að borga fyrir þá. Demantar eru um margt sérstök vara því að notagildi demanta sem notaðir eru í skrautmuni felst að miklu leyti í verðmæti þeirra. Af því að verðið er hátt þykir fínt að skreyta sig með demöntum. Það hafa ekki allir efni á því og þeir sem geta það njóta þess að geta flíkað því sem aðrir geta ekki. Það er því alls ekki slæmt fyrir kaupendur demanta að verðið sé hátt, ólíkt því sem gildir um venjulegar vörur.

Skýringuna á því af hverju demantur er svo harðgerður en grafít svo mjúkt er að finna í uppröðun og tengi kolefnisfrumeindanna.

Til þess að demantar myndist í náttúrunni þarf hiti og þrýstingur að vera réttur en slíkar aðstæður finnast einungis á fáum stöðum í heiminum eins og lesa má nánar um í svari Alexöndru Sigfúsdóttur og Guðlaugu Önnu Gunnarsdóttur við spurningunni: Hvernig verða demantar til í náttúrunni?

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017....