Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Gætu mörgæsir lifað á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Mörgæsir (Sphenisciformes) finnast einungis á suðurhveli jarðar; á Suðurskautslandinu og fjölda eyja í Suðurhöfum en einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum).

Það sem einkennir heimkynni mörgæsa er aðgengi að ríkulegum fiskistofnum á hafsvæðum með mikla framleiðni. Slíkar aðstæður finnst einnig víða á hafsvæðum í norðanverðu Atlantshafi og Kyrrahafi og því ekki óeðlilegt að velta fyrir sér af hverju mörgæsir finnast ekki þar. Það eru sjálfsagt ýmsir samverkandi þættir sem hafa komið í veg fyrir að mörgæsir hafi numið land á heimskautasvæðunum í norðri. Eitt af því sem gerir aðstæður vænlegri á suðurhvelinu er að á þeim svæðum þar sem mörgæsir hafa þróast og lifað hafa stór landrándýr ekki verið til staðar, líkt og á norðurhjaranum þar sem hvítabirnir (Ursus maritimus) og úlfar (Canis lupus) lifa.

Látramörgæsir (Eudyptes schlegeli) á Macquarieeyju.

En gætu mörgæsir þrifist í vistkerfinu á Íslandi? Vissulega eru aðstæður hér á landi að nokkru leyti sambærilegar við þær sem þekkjast víða á útbreiðslusvæði mörgæsa á suðurhvelinu, meðal annars ríkulegt hafsvæði með ofgnótt fiskjar. Ólíkt ýmsum öðrum svæðum á norðurhjaranum eru hér ekki stór landrándýr þótt bæði bæði minkur og refur gæti mögulega haft sitt að segja. Loks má nefna að fyrr á öldum lifði hér við land ófleyg svartfuglstegund sem minnir um margt á mörgæsir suðurhafanna, það er að segja geirfuglinn. Hann hvarf af sjónarsviðinu fyrir miðja 19. öld, aðallega af mannavöldum. Það er því vissulega vel mögulegt að mörgæsir gætu dafnað hér á landi en við getum að ekki svarað þessari spurningu með óyggjandi hætti nema með því að reyna það, en slíkt verður að sjálfsögðu ekki gert af ýmsum ástæðum.

Þess má geta að það hafa verið gerðar tilraunir til þess að koma upp mörgæsum á norðurhveli. Árið 1936 var níu mörgæsum sleppt í Gjesvær í Finnmörku og Røst á Lofoten og aftur í Røst árið 1938. Flestar þessara mörgæsa náðu varla að lifa árið en einhverjar urðu langlífari. Þær náðu þó ekki að festa sig í sessi í þessum nýju heimkynnum en síðast sást til mörgæsar í Noregi 2. júlí 1954.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.3.2015

Spyrjandi

Kristinn Snær Guðmundsson, Birta Rakel Óskarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gætu mörgæsir lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2015. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69314.

Jón Már Halldórsson. (2015, 10. mars). Gætu mörgæsir lifað á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69314

Jón Már Halldórsson. „Gætu mörgæsir lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2015. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69314>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gætu mörgæsir lifað á Íslandi?
Mörgæsir (Sphenisciformes) finnast einungis á suðurhveli jarðar; á Suðurskautslandinu og fjölda eyja í Suðurhöfum en einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum).

Það sem einkennir heimkynni mörgæsa er aðgengi að ríkulegum fiskistofnum á hafsvæðum með mikla framleiðni. Slíkar aðstæður finnst einnig víða á hafsvæðum í norðanverðu Atlantshafi og Kyrrahafi og því ekki óeðlilegt að velta fyrir sér af hverju mörgæsir finnast ekki þar. Það eru sjálfsagt ýmsir samverkandi þættir sem hafa komið í veg fyrir að mörgæsir hafi numið land á heimskautasvæðunum í norðri. Eitt af því sem gerir aðstæður vænlegri á suðurhvelinu er að á þeim svæðum þar sem mörgæsir hafa þróast og lifað hafa stór landrándýr ekki verið til staðar, líkt og á norðurhjaranum þar sem hvítabirnir (Ursus maritimus) og úlfar (Canis lupus) lifa.

Látramörgæsir (Eudyptes schlegeli) á Macquarieeyju.

En gætu mörgæsir þrifist í vistkerfinu á Íslandi? Vissulega eru aðstæður hér á landi að nokkru leyti sambærilegar við þær sem þekkjast víða á útbreiðslusvæði mörgæsa á suðurhvelinu, meðal annars ríkulegt hafsvæði með ofgnótt fiskjar. Ólíkt ýmsum öðrum svæðum á norðurhjaranum eru hér ekki stór landrándýr þótt bæði bæði minkur og refur gæti mögulega haft sitt að segja. Loks má nefna að fyrr á öldum lifði hér við land ófleyg svartfuglstegund sem minnir um margt á mörgæsir suðurhafanna, það er að segja geirfuglinn. Hann hvarf af sjónarsviðinu fyrir miðja 19. öld, aðallega af mannavöldum. Það er því vissulega vel mögulegt að mörgæsir gætu dafnað hér á landi en við getum að ekki svarað þessari spurningu með óyggjandi hætti nema með því að reyna það, en slíkt verður að sjálfsögðu ekki gert af ýmsum ástæðum.

Þess má geta að það hafa verið gerðar tilraunir til þess að koma upp mörgæsum á norðurhveli. Árið 1936 var níu mörgæsum sleppt í Gjesvær í Finnmörku og Røst á Lofoten og aftur í Røst árið 1938. Flestar þessara mörgæsa náðu varla að lifa árið en einhverjar urðu langlífari. Þær náðu þó ekki að festa sig í sessi í þessum nýju heimkynnum en síðast sást til mörgæsar í Noregi 2. júlí 1954.

Heimild og mynd:

...