Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver fann Jamaíku?

EDS

Jamaíka er eyríki í Karíbahafinu og tilheyrir Stóru-Antillaeyjum, rétt eins eins og Kúba, Hispaníóla (sem skiptist í ríkin Dóminíska lýðveldið og Haítí), Púertó Ríkó og Caymaneyjar.

Kristófer Kólumbus fær gjarnan heiðurinn af því að hafa fundið Jamaíku. Hann kom þangað, ásamt áhöfn sinni, í annarri Ameríkuferðinni árið 1494. Það var í fyrsta sinn sem Evrópumenn komu til Jamaíku.. En þótt Jamaíka hafi ekki verið þekkt í Evrópu fyrr en eftir ferðir Kólumbusar var eyjan ekki „týnd“ því þarna bjó fólk fyrir. Í þessu sambandi má benda á svar Þorsteins Vilhjálmssonar sem kemur inn á þessa spurningu um að „finna“ lönd í svari sínu við Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?

Kólumbus kom að Jamaíku í annarri Ameríkuferð sinni árið 1494.

Saga byggðar á Jamaíku fyrir komu Evrópumanna er lítt þekkt. Í þeim heimildum sem skoðaðar voru við gerð þessa svar er alltaf skautað mjög hratt yfir sögu landsins fyrir 1494. Auk þess ber heimildum ekki alveg saman um þá litlu forsögu sem þó er dregin fram. En þó er ljóst að þegar Kólumbus kom til Jamaíku bjó þar svonefnt Taino-fólk rétt eins og á fleiri eyjum Karíbahafsins á þessum tíma. Taino-fólkið lifði í þorpum víðs vegar um eyjuna og stundaði fiskveiðar og ræktun. Talið er að með búskaparháttum þessa tíma hafi eyjan borið allt að 60.000 manns.

Ósennilegt er að Taino-fólkið hafi „fundið“ Jamaíku upphaflega. Oft er talað um að Taino-fólkið hafi komið til Jamaíka á tímabilinu 600-900 e.Kr. og verið önnur, eða jafnvel þriðja bylgja fólks sem settist að á Antillaeyjum.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

11.3.2015

Spyrjandi

Jón Arnar Snæbjörnsson

Tilvísun

EDS. „Hver fann Jamaíku?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2015. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69409.

EDS. (2015, 11. mars). Hver fann Jamaíku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69409

EDS. „Hver fann Jamaíku?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2015. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69409>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann Jamaíku?
Jamaíka er eyríki í Karíbahafinu og tilheyrir Stóru-Antillaeyjum, rétt eins eins og Kúba, Hispaníóla (sem skiptist í ríkin Dóminíska lýðveldið og Haítí), Púertó Ríkó og Caymaneyjar.

Kristófer Kólumbus fær gjarnan heiðurinn af því að hafa fundið Jamaíku. Hann kom þangað, ásamt áhöfn sinni, í annarri Ameríkuferðinni árið 1494. Það var í fyrsta sinn sem Evrópumenn komu til Jamaíku.. En þótt Jamaíka hafi ekki verið þekkt í Evrópu fyrr en eftir ferðir Kólumbusar var eyjan ekki „týnd“ því þarna bjó fólk fyrir. Í þessu sambandi má benda á svar Þorsteins Vilhjálmssonar sem kemur inn á þessa spurningu um að „finna“ lönd í svari sínu við Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?

Kólumbus kom að Jamaíku í annarri Ameríkuferð sinni árið 1494.

Saga byggðar á Jamaíku fyrir komu Evrópumanna er lítt þekkt. Í þeim heimildum sem skoðaðar voru við gerð þessa svar er alltaf skautað mjög hratt yfir sögu landsins fyrir 1494. Auk þess ber heimildum ekki alveg saman um þá litlu forsögu sem þó er dregin fram. En þó er ljóst að þegar Kólumbus kom til Jamaíku bjó þar svonefnt Taino-fólk rétt eins og á fleiri eyjum Karíbahafsins á þessum tíma. Taino-fólkið lifði í þorpum víðs vegar um eyjuna og stundaði fiskveiðar og ræktun. Talið er að með búskaparháttum þessa tíma hafi eyjan borið allt að 60.000 manns.

Ósennilegt er að Taino-fólkið hafi „fundið“ Jamaíku upphaflega. Oft er talað um að Taino-fólkið hafi komið til Jamaíka á tímabilinu 600-900 e.Kr. og verið önnur, eða jafnvel þriðja bylgja fólks sem settist að á Antillaeyjum.

Heimildir:

...