Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?

Ari Páll Kristinsson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Í svari á vefnum vefnum við spurningunni Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna? er ekkert getið hvers vegna. Sem sagt engin rök fyrir þessari ótrúlegu aðgerð, en hins vegar ýmislegt tínt til sem rökstyður það að hafa þá inni. Þess vegna er spurt: Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?

Eðlilegast er að líta svo á að með hugtakinu íslenska stafrófið sé átt við mengi stafa sem þarf til að rita íslensk orð eftir íslenskum stafsetningarreglum. Að minnsta kosti frá 1929 (auglýsing frá kennslumálaráðherra) hafa gilt reglur um frágang íslensks ritmáls án c q w og síðan 1974 (auglýsing frá menntamálaráðherra) hefur ekki heldur verið þörf á z til að rita íslensk orð rétt samkvæmt íslenskum ritreglum. Til þess þarf ekki nema 32 bókstafi á okkar tímum. Í öllu ritmáli í heiminum geta hins vegar auðvitað komið fyrir alls konar stafir og tákn við sérstakar aðstæður án þess að það tilheyri í sjálfu sér stafrófi viðkomandi ritmáls. Þegar Danir rita nafn Þórðar þurfa þeir Þ og ó og ð en engum dytti í hug að halda því fram að Þ og ó og ð séu stafir í danska stafrófinu.

Þegar Danir rita nafn Þórðar þurfa þeir Þ og ó og ð en engum dytti í hug að halda því fram að Þ og ó og ð séu stafir í danska stafrófinu. Á myndinni sést Þórður Tómasson safnvörður að Skógum undir Eyjafjöllum.

Svarið við spurningunni ræðst sem sagt af því hvaða merking er lögð í hugtakið íslenska stafrófið. Í íslenska staðlinum ÍST 130:2004 er sýnt „íslenskt nútímastafróf“ með 36 stöfum og svo fylgir eftirfarandi athugasemd: „Ofangreint stafróf er stundum nefnt íslenskt nútímastafróf með viðauka, þar sem viðaukinn er stafirnir c, q, w og z.“ Í raun og veru má segja að þetta þýði að íslenska stafrófið hafi geyma 32 aðalstafi en c q w z séu aukalegir stafir. Í Íslenskri orðabók (2002) eru stafirnir c q w z nefndir innan sviga og þess getið að þeir séu umframir. Í Stafsetningarorðabókinni (2006) eru prentaðar ritreglur sem sýna aðalstafina 32 en þess utan eru í bókinni sýnd erlend orð og skammstafanir með meðal annars bókstöfunum c q w z af því að þeir koma fyrir í ákveðnum erlendum orðum eða að erlendri fyrirmynd (til dæmis í C-dúr) og í nöfnum (til dæmis í Cayman-eyjar). Dæmin sýna að hafa skal bandstrik til að tengja við íslenskan eða íslenskaðan orðhluta.

Stafirnir c q w z tilheyra sem sagt strangt til tekið ekki endilega raunverulegu stafrófi íslensks nútímaritmáls heldur eru þeir á vissan hátt gamall arfur. Sumum er enn tamt að syngja stafrófsvísuna „A b c d...“ sem voru ortar á 18. öld. Um þær sagði Baldur Jónsson í Málfregnum (1992): „...þær fara rangt með íslenska stafrófið og eru því ótæk barnafræðsla.“ Þórarinn Eldjárn orti nýjar stafrófsvísur og birti í bókinni Óðflugu (1991): „A Á B D Ð E É...“.

Vissulega er stafanna c q w z þörf við ritun ýmissa erlendra orða, sem og nafna. Um nöfn gegnir raunar að sjálfsögðu sérstöku máli. Ekki er hægt að mæla fyrir um ritun þeirra eingöngu með bókstöfum úr íslenska stafrófinu í hinni þrengri merkingu þess hugtaks: Við þurfum w til að skrifa borgarheitið New York og við þurfum q til að skrifa mannsnafnið Enrique og við þurfum ä til að skrifa ættarnafnið Häsler.

Hafa verður í huga að ritun mannanafna og ættarnafna byggist á hefð sem er viðkvæmt að raska.

Fjölmargir fleiri erlendir stafir en c q w z eru notaðir við ritun erlendra orða sem og nafna sem Íslendingar geta borið, til dæmis ë (Zoëga), ø (Jørgensen), ä (Häsler), ñ (Muñoz ) og svo framvegis. Nú búa á Íslandi fjöldamargir Pólverjar. Í pólskunni eru meðal annars bókstafirnir ł ń ś ć ą ę ź og ż.

Marie Curie er ein frægasta vísindakona sögunnar. Hún fæddist í Póllandi og bar þá nafnið Maria Salomea Skłodowska. Til þess að skrifa það þarf bókstafinn ł. Myndin sýnir Marie Curie á tilraunastofu ásamt eiginmanninum Pierre Curie.

Meðan alþjóðleg tengsl Íslendinga voru helst við Skandinavíu og Vestur-Evrópu voru c q w z einna helstu erlendu stafir í rituðum textum hérlendis en nú orðið er það mengi orðið stærra en svo að hægt sé að ná utan um það á einfaldan hátt. Ef skilgreina ætti aukalegu stafina c q w z sem hluta íslenska stafrófsins er því vandséð hvers vegna fjölmargir aðrir stafir (til dæmis ë, ø, å, ä, ñ, č, õ, ł, ž, ç, ć o.s.frv. o.s.frv....) yrðu ekki líka hafðir með.

Myndir:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

1.4.2015

Spyrjandi

Skúli Víkingsson

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2015. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69528.

Ari Páll Kristinsson. (2015, 1. apríl). Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69528

Ari Páll Kristinsson. „Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2015. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69528>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Í svari á vefnum vefnum við spurningunni Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna? er ekkert getið hvers vegna. Sem sagt engin rök fyrir þessari ótrúlegu aðgerð, en hins vegar ýmislegt tínt til sem rökstyður það að hafa þá inni. Þess vegna er spurt: Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?

Eðlilegast er að líta svo á að með hugtakinu íslenska stafrófið sé átt við mengi stafa sem þarf til að rita íslensk orð eftir íslenskum stafsetningarreglum. Að minnsta kosti frá 1929 (auglýsing frá kennslumálaráðherra) hafa gilt reglur um frágang íslensks ritmáls án c q w og síðan 1974 (auglýsing frá menntamálaráðherra) hefur ekki heldur verið þörf á z til að rita íslensk orð rétt samkvæmt íslenskum ritreglum. Til þess þarf ekki nema 32 bókstafi á okkar tímum. Í öllu ritmáli í heiminum geta hins vegar auðvitað komið fyrir alls konar stafir og tákn við sérstakar aðstæður án þess að það tilheyri í sjálfu sér stafrófi viðkomandi ritmáls. Þegar Danir rita nafn Þórðar þurfa þeir Þ og ó og ð en engum dytti í hug að halda því fram að Þ og ó og ð séu stafir í danska stafrófinu.

Þegar Danir rita nafn Þórðar þurfa þeir Þ og ó og ð en engum dytti í hug að halda því fram að Þ og ó og ð séu stafir í danska stafrófinu. Á myndinni sést Þórður Tómasson safnvörður að Skógum undir Eyjafjöllum.

Svarið við spurningunni ræðst sem sagt af því hvaða merking er lögð í hugtakið íslenska stafrófið. Í íslenska staðlinum ÍST 130:2004 er sýnt „íslenskt nútímastafróf“ með 36 stöfum og svo fylgir eftirfarandi athugasemd: „Ofangreint stafróf er stundum nefnt íslenskt nútímastafróf með viðauka, þar sem viðaukinn er stafirnir c, q, w og z.“ Í raun og veru má segja að þetta þýði að íslenska stafrófið hafi geyma 32 aðalstafi en c q w z séu aukalegir stafir. Í Íslenskri orðabók (2002) eru stafirnir c q w z nefndir innan sviga og þess getið að þeir séu umframir. Í Stafsetningarorðabókinni (2006) eru prentaðar ritreglur sem sýna aðalstafina 32 en þess utan eru í bókinni sýnd erlend orð og skammstafanir með meðal annars bókstöfunum c q w z af því að þeir koma fyrir í ákveðnum erlendum orðum eða að erlendri fyrirmynd (til dæmis í C-dúr) og í nöfnum (til dæmis í Cayman-eyjar). Dæmin sýna að hafa skal bandstrik til að tengja við íslenskan eða íslenskaðan orðhluta.

Stafirnir c q w z tilheyra sem sagt strangt til tekið ekki endilega raunverulegu stafrófi íslensks nútímaritmáls heldur eru þeir á vissan hátt gamall arfur. Sumum er enn tamt að syngja stafrófsvísuna „A b c d...“ sem voru ortar á 18. öld. Um þær sagði Baldur Jónsson í Málfregnum (1992): „...þær fara rangt með íslenska stafrófið og eru því ótæk barnafræðsla.“ Þórarinn Eldjárn orti nýjar stafrófsvísur og birti í bókinni Óðflugu (1991): „A Á B D Ð E É...“.

Vissulega er stafanna c q w z þörf við ritun ýmissa erlendra orða, sem og nafna. Um nöfn gegnir raunar að sjálfsögðu sérstöku máli. Ekki er hægt að mæla fyrir um ritun þeirra eingöngu með bókstöfum úr íslenska stafrófinu í hinni þrengri merkingu þess hugtaks: Við þurfum w til að skrifa borgarheitið New York og við þurfum q til að skrifa mannsnafnið Enrique og við þurfum ä til að skrifa ættarnafnið Häsler.

Hafa verður í huga að ritun mannanafna og ættarnafna byggist á hefð sem er viðkvæmt að raska.

Fjölmargir fleiri erlendir stafir en c q w z eru notaðir við ritun erlendra orða sem og nafna sem Íslendingar geta borið, til dæmis ë (Zoëga), ø (Jørgensen), ä (Häsler), ñ (Muñoz ) og svo framvegis. Nú búa á Íslandi fjöldamargir Pólverjar. Í pólskunni eru meðal annars bókstafirnir ł ń ś ć ą ę ź og ż.

Marie Curie er ein frægasta vísindakona sögunnar. Hún fæddist í Póllandi og bar þá nafnið Maria Salomea Skłodowska. Til þess að skrifa það þarf bókstafinn ł. Myndin sýnir Marie Curie á tilraunastofu ásamt eiginmanninum Pierre Curie.

Meðan alþjóðleg tengsl Íslendinga voru helst við Skandinavíu og Vestur-Evrópu voru c q w z einna helstu erlendu stafir í rituðum textum hérlendis en nú orðið er það mengi orðið stærra en svo að hægt sé að ná utan um það á einfaldan hátt. Ef skilgreina ætti aukalegu stafina c q w z sem hluta íslenska stafrófsins er því vandséð hvers vegna fjölmargir aðrir stafir (til dæmis ë, ø, å, ä, ñ, č, õ, ł, ž, ç, ć o.s.frv. o.s.frv....) yrðu ekki líka hafðir með.

Myndir:

...