Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað eru rafrettur og hvernig virka þær?

Lára G. Sigurðardóttir

Rafretta er rafhlöðuknúið úðatæki sem líkir eftir sígarettureykingum. Hún er í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvahylki og skammtahólfi. Vökvinn samanstendur af própýlen glýkóli og/eða glýseróli (sem eru þekkt aukaefni í matvörum) og bragðefnum, með eða án nikótíns sem hægt er að fá allt frá mjög veikum styrk upp í mjög háan (24-36 mg/ml). Í vökvunum hafa leynst skaðleg efni[1].

Ólíkt sígarettum þá verður enginn bruni þegar efnunum í rafrettu er andað að sér og þess vegna er venjulega talað um innöndunarefnin sem gufu en ekki reyk. Enskumælandi notendur reykja ekki rafrettur heldur nota sögnina „to vape“ dregið af orðinu vapour.

Þegar munnstykkið er sogið kviknar á hitaranum, sem leysir vökvann upp í örsmáar agnir (gufu) sem neytandinn sogar niður í lungun[2]. Ólíkt sígarettum þá verður enginn bruni þegar efnunum er andað að sér og þess vegna er venjulega talað um innöndunarefnin sem gufu en ekki reyk. Flestar rafrettur eru fjölnota og þá er fyllt á vökvahylkið en einnig hafa verið á markaðinum einnota rafrettur. Þar sem rafrettan líkir eftir sígarettureykingum telja sumir að þær séu líklegri en önnur nikótínlyf á markaðinum til að hjálpa reykingamönnum að hætta að reykja. Enn sem komið er hafa rannsóknir ekki stutt þá tilgátu og er árangurinn svipaður og með því að nota önnur nikótínlyf[3][4][5].

Lítið brot af þeim mikla fjölda tegunda rafretta sem eru á markaði.

Fyrstu rafretturnar komu á markað í Kína árið 2004 en þær voru fundnar upp ári áður af kínverska lyfjafræðingnum Hon Lik. Hon Lik keðjureykti en í viðleitni sinni til að hætta að reykja eftir að faðir hans dó úr reykingatengdu lungnakrabbameini, fékk hann hugmynd um hvernig hægt væri að einangra nikótín frá þeim sjötíu krabbameinsvaldandi efnum sem finnast í sígarettureyk[6]. Þrátt fyrir að rafretturnar eigi að vera lausar við krabbameinsvaldandi efni þá hafa þau fundist í rafrettuvökvanum[7][8].

Á markaðinum eru nú á fimmta hundrað mismunandi tegundir af rafrettum og tæplega átta þúsund bragðtegundir[9].

Tilvísanir:
  1. ^ WHO, 2014. Electronic nicotine delivery systems. Conference of the Parties to the WHO Framework Convention on Tobacco Control. FCTC/COP/6/10 Rev.1.
  2. ^ Hans Jakob Beck, 2015. Breytt vígstaða í stríðinu við reykingar. Lækanablaðið, 1 tbl. 101. árg.
  3. ^ Bullen, C. o.fl. 2013. Electronic cigarettes for smoking cessation: a randomised controlled trial. The Lancet, 382(9905): 1629–37.
  4. ^ Harrell PT. o.fl. 2014. Electronic nicotine delivery systems ("e-cigarettes"): review of safety and smoking cessation efficacy. Otolaryngology - Head and Neck Surgery.151(3):381-93.
  5. ^ Grana, R. o.fl. 2014. Contemporary Reviews in Cardiovascular Medicine . Circulation, 129: 1972-86.
  6. ^ Hon Lik - Wikipedia, the free encyclopedia.
  7. ^ Jensen, RP. o.fl. 2015. Hidden Formaldehyde in E-Cigarette Aerosols. The New England Journal of Medicine, 372:392-394
  8. ^ Cheng, T. 2014. Chemical evaluation of electronic cigarettes. Tobacco Control, 23:ii11-ii17.
  9. ^ Zhu SH. o.fl. 2014. Four hundred and sixty brands of e-cigarettes and counting: implications for product regulation. Tobacco Control, 23:iii3-iii9.

Myndir:

Höfundur

Lára G. Sigurðardóttir

læknir og doktor í lýðheilsuvísindum

Útgáfudagur

18.2.2016

Spyrjandi

Jónína Petra Úlfsdóttir

Tilvísun

Lára G. Sigurðardóttir. „Hvað eru rafrettur og hvernig virka þær?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2016. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69718.

Lára G. Sigurðardóttir. (2016, 18. febrúar). Hvað eru rafrettur og hvernig virka þær? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69718

Lára G. Sigurðardóttir. „Hvað eru rafrettur og hvernig virka þær?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2016. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69718>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru rafrettur og hvernig virka þær?
Rafretta er rafhlöðuknúið úðatæki sem líkir eftir sígarettureykingum. Hún er í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvahylki og skammtahólfi. Vökvinn samanstendur af própýlen glýkóli og/eða glýseróli (sem eru þekkt aukaefni í matvörum) og bragðefnum, með eða án nikótíns sem hægt er að fá allt frá mjög veikum styrk upp í mjög háan (24-36 mg/ml). Í vökvunum hafa leynst skaðleg efni[1].

Ólíkt sígarettum þá verður enginn bruni þegar efnunum í rafrettu er andað að sér og þess vegna er venjulega talað um innöndunarefnin sem gufu en ekki reyk. Enskumælandi notendur reykja ekki rafrettur heldur nota sögnina „to vape“ dregið af orðinu vapour.

Þegar munnstykkið er sogið kviknar á hitaranum, sem leysir vökvann upp í örsmáar agnir (gufu) sem neytandinn sogar niður í lungun[2]. Ólíkt sígarettum þá verður enginn bruni þegar efnunum er andað að sér og þess vegna er venjulega talað um innöndunarefnin sem gufu en ekki reyk. Flestar rafrettur eru fjölnota og þá er fyllt á vökvahylkið en einnig hafa verið á markaðinum einnota rafrettur. Þar sem rafrettan líkir eftir sígarettureykingum telja sumir að þær séu líklegri en önnur nikótínlyf á markaðinum til að hjálpa reykingamönnum að hætta að reykja. Enn sem komið er hafa rannsóknir ekki stutt þá tilgátu og er árangurinn svipaður og með því að nota önnur nikótínlyf[3][4][5].

Lítið brot af þeim mikla fjölda tegunda rafretta sem eru á markaði.

Fyrstu rafretturnar komu á markað í Kína árið 2004 en þær voru fundnar upp ári áður af kínverska lyfjafræðingnum Hon Lik. Hon Lik keðjureykti en í viðleitni sinni til að hætta að reykja eftir að faðir hans dó úr reykingatengdu lungnakrabbameini, fékk hann hugmynd um hvernig hægt væri að einangra nikótín frá þeim sjötíu krabbameinsvaldandi efnum sem finnast í sígarettureyk[6]. Þrátt fyrir að rafretturnar eigi að vera lausar við krabbameinsvaldandi efni þá hafa þau fundist í rafrettuvökvanum[7][8].

Á markaðinum eru nú á fimmta hundrað mismunandi tegundir af rafrettum og tæplega átta þúsund bragðtegundir[9].

Tilvísanir:
  1. ^ WHO, 2014. Electronic nicotine delivery systems. Conference of the Parties to the WHO Framework Convention on Tobacco Control. FCTC/COP/6/10 Rev.1.
  2. ^ Hans Jakob Beck, 2015. Breytt vígstaða í stríðinu við reykingar. Lækanablaðið, 1 tbl. 101. árg.
  3. ^ Bullen, C. o.fl. 2013. Electronic cigarettes for smoking cessation: a randomised controlled trial. The Lancet, 382(9905): 1629–37.
  4. ^ Harrell PT. o.fl. 2014. Electronic nicotine delivery systems ("e-cigarettes"): review of safety and smoking cessation efficacy. Otolaryngology - Head and Neck Surgery.151(3):381-93.
  5. ^ Grana, R. o.fl. 2014. Contemporary Reviews in Cardiovascular Medicine . Circulation, 129: 1972-86.
  6. ^ Hon Lik - Wikipedia, the free encyclopedia.
  7. ^ Jensen, RP. o.fl. 2015. Hidden Formaldehyde in E-Cigarette Aerosols. The New England Journal of Medicine, 372:392-394
  8. ^ Cheng, T. 2014. Chemical evaluation of electronic cigarettes. Tobacco Control, 23:ii11-ii17.
  9. ^ Zhu SH. o.fl. 2014. Four hundred and sixty brands of e-cigarettes and counting: implications for product regulation. Tobacco Control, 23:iii3-iii9.

Myndir:

...