Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er það rétt hjá Ögmundi Jónassyni að atkvæði háskólamenntaðs starfsmanns HÍ vegi meira en atkvæði starfsmanns án háskólamenntunar?

Ólafur Þ. Harðarson

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona:
Í grein í Morgunblaðinu 25. apríl s.l. heldur Ögmundur Jónasson því fram að við kjör á rektor Háskóla Íslands sé það svo að atkvæði háskólamenntaðs starfsmanns HÍ vegi meira en atkvæði starfsmanns HÍ sem ekki er með háskólamenntun. Er það rétt?

Fullyrðingin er röng. Í rektorskjöri 2015 var vægi gilds atkvæðis starfsmanns HÍ án háskólaprófs heldur meira en vægi gilds atkvæðis starfsmanns HÍ með háskólapróf, þó litlu munaði.

Kjósendur í rektorskjöri skiptast í þrjá meginhópa samkvæmt Reglum fyrir Háskóla Íslands (5. og 6. gr.).

  1. Starfsfólk HÍ með háskólapróf. Atkvæði þess vega 60% heildarúrslita. Starfsfólk í fullu starfi (75-100%) fer með heilt atkvæði, en starfsfólk í hlutastarfi (37-74%) með hálft atkvæði.
  2. Starfsfólk HÍ án háskólaprófs og starfsfólk háskólastofnana, sem starfa á grundvelli sérlaga og sérstaklega er kveðið á um í samstarfssamningi að eigi aðild að kosningu rektors, án tillits til þess hvort það hafi háskólapróf. Atkvæði þessa hóps vega 10% heildarúrslita. Starfsfólk í fullu starfi fer með heilt atkvæði, en starfsfólk í hlutastarfi með hálft atkvæði.
  3. Stúdentar. Atkvæði þeirra vega 30% heildarúrslita.

Í rektorskjöri 2015 var vægi gilds atkvæðis starfsmanns HÍ án háskólaprófs heldur meira en vægi gilds atkvæðis starfsmanns HÍ með háskólapróf, þó litlu munaði.

Í síðari umferð rektorskosninga 2015 var fjöldi gildra atkvæða í hópi 1 og 2 sem hér segir:
  • Í hópi 1 (háskólamenntaðra starfsmanna HÍ) voru gild (og vegin) atkvæði 1011,5. Hvert atkvæði í þessum hópi gilti þannig 0,059% af heildarniðurstöðu.
  • Í hópi 2 (m.a. starfmanna HÍ án háskólaprófs) voru gild (og vegin) atkvæði 156,5. Hvert atkvæði í þessum hópi gilti þannig 0,064% af heildarniðurstöðu.

Í síðari umferð rektorskjörs 2015 var vægi hvers gilds atkvæðis starfsmanns HÍ með háskólapróf mjög svipað (þó ívið minna) og starfsmanns HÍ sem ekki hafði háskólapróf.

Mynd:

Höfundur

Ólafur Þ. Harðarson

prófessor í stjórnmálafræði við HÍ

Útgáfudagur

6.5.2015

Spyrjandi

Þórólfur Matthíasson

Tilvísun

Ólafur Þ. Harðarson. „Er það rétt hjá Ögmundi Jónassyni að atkvæði háskólamenntaðs starfsmanns HÍ vegi meira en atkvæði starfsmanns án háskólamenntunar?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2015. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70095.

Ólafur Þ. Harðarson. (2015, 6. maí). Er það rétt hjá Ögmundi Jónassyni að atkvæði háskólamenntaðs starfsmanns HÍ vegi meira en atkvæði starfsmanns án háskólamenntunar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70095

Ólafur Þ. Harðarson. „Er það rétt hjá Ögmundi Jónassyni að atkvæði háskólamenntaðs starfsmanns HÍ vegi meira en atkvæði starfsmanns án háskólamenntunar?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2015. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70095>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt hjá Ögmundi Jónassyni að atkvæði háskólamenntaðs starfsmanns HÍ vegi meira en atkvæði starfsmanns án háskólamenntunar?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona:

Í grein í Morgunblaðinu 25. apríl s.l. heldur Ögmundur Jónasson því fram að við kjör á rektor Háskóla Íslands sé það svo að atkvæði háskólamenntaðs starfsmanns HÍ vegi meira en atkvæði starfsmanns HÍ sem ekki er með háskólamenntun. Er það rétt?

Fullyrðingin er röng. Í rektorskjöri 2015 var vægi gilds atkvæðis starfsmanns HÍ án háskólaprófs heldur meira en vægi gilds atkvæðis starfsmanns HÍ með háskólapróf, þó litlu munaði.

Kjósendur í rektorskjöri skiptast í þrjá meginhópa samkvæmt Reglum fyrir Háskóla Íslands (5. og 6. gr.).

  1. Starfsfólk HÍ með háskólapróf. Atkvæði þess vega 60% heildarúrslita. Starfsfólk í fullu starfi (75-100%) fer með heilt atkvæði, en starfsfólk í hlutastarfi (37-74%) með hálft atkvæði.
  2. Starfsfólk HÍ án háskólaprófs og starfsfólk háskólastofnana, sem starfa á grundvelli sérlaga og sérstaklega er kveðið á um í samstarfssamningi að eigi aðild að kosningu rektors, án tillits til þess hvort það hafi háskólapróf. Atkvæði þessa hóps vega 10% heildarúrslita. Starfsfólk í fullu starfi fer með heilt atkvæði, en starfsfólk í hlutastarfi með hálft atkvæði.
  3. Stúdentar. Atkvæði þeirra vega 30% heildarúrslita.

Í rektorskjöri 2015 var vægi gilds atkvæðis starfsmanns HÍ án háskólaprófs heldur meira en vægi gilds atkvæðis starfsmanns HÍ með háskólapróf, þó litlu munaði.

Í síðari umferð rektorskosninga 2015 var fjöldi gildra atkvæða í hópi 1 og 2 sem hér segir:
  • Í hópi 1 (háskólamenntaðra starfsmanna HÍ) voru gild (og vegin) atkvæði 1011,5. Hvert atkvæði í þessum hópi gilti þannig 0,059% af heildarniðurstöðu.
  • Í hópi 2 (m.a. starfmanna HÍ án háskólaprófs) voru gild (og vegin) atkvæði 156,5. Hvert atkvæði í þessum hópi gilti þannig 0,064% af heildarniðurstöðu.

Í síðari umferð rektorskjörs 2015 var vægi hvers gilds atkvæðis starfsmanns HÍ með háskólapróf mjög svipað (þó ívið minna) og starfsmanns HÍ sem ekki hafði háskólapróf.

Mynd:

...