Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers konar afhroð er hægt að gjalda?

Guðrún Kvaran

Orðið afhroð merkir 'tjón, skaði’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur það ummyndað úr afráð 'gjald, tjón’ vegna hugsanlegra tengsla við sögnina að hrjóða í merkingunni 'ryðja (burt), tæma’ og í fornu máli 'varpa burt, reka burt, ræna’ (Íslensk orðsifjabók 1989:4).

Orðasambandið að gjalda afhroð 'verða fyrir miklu tjóni’ var vel þekkt í fornu máli. Fræðimaðurinn A.M. Sturtevant taldi upprunalega mynd orðtaksins gjalda afráð, sem einnig er þekkt í fornu máli, og eru þeir Ásgeir því sammála um það. Halldór Halldórsson (1968:4) segir afráð merkja 'afgjald’ og að frummerking orðtaksins hafi verið 'greiða afgjald’.

Frummerking orðtaksins að 'gjalda afhroð' er talin vera að 'greiða afgjald', það er, greiða toll, landskuld eða annað.

Afhroð er einnig notað með sögnunum gera og bíða. Elst dæmi um að bíða afhroð í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er frá 1941:

hlaut bleikjustofninn að bíða ógurlegt afhroð við slíka rányrkju.

Dæmi um gera afhroð er:

Hitt er víst, að Plágan gerði mikið afhroð í mannfalli.

Hér er merkingin 'valda tjóni’.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.6.2015

Spyrjandi

Guðrún Hvönn Sveinsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar afhroð er hægt að gjalda?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2015. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70122.

Guðrún Kvaran. (2015, 11. júní). Hvers konar afhroð er hægt að gjalda? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70122

Guðrún Kvaran. „Hvers konar afhroð er hægt að gjalda?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2015. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70122>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar afhroð er hægt að gjalda?
Orðið afhroð merkir 'tjón, skaði’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur það ummyndað úr afráð 'gjald, tjón’ vegna hugsanlegra tengsla við sögnina að hrjóða í merkingunni 'ryðja (burt), tæma’ og í fornu máli 'varpa burt, reka burt, ræna’ (Íslensk orðsifjabók 1989:4).

Orðasambandið að gjalda afhroð 'verða fyrir miklu tjóni’ var vel þekkt í fornu máli. Fræðimaðurinn A.M. Sturtevant taldi upprunalega mynd orðtaksins gjalda afráð, sem einnig er þekkt í fornu máli, og eru þeir Ásgeir því sammála um það. Halldór Halldórsson (1968:4) segir afráð merkja 'afgjald’ og að frummerking orðtaksins hafi verið 'greiða afgjald’.

Frummerking orðtaksins að 'gjalda afhroð' er talin vera að 'greiða afgjald', það er, greiða toll, landskuld eða annað.

Afhroð er einnig notað með sögnunum gera og bíða. Elst dæmi um að bíða afhroð í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er frá 1941:

hlaut bleikjustofninn að bíða ógurlegt afhroð við slíka rányrkju.

Dæmi um gera afhroð er:

Hitt er víst, að Plágan gerði mikið afhroð í mannfalli.

Hér er merkingin 'valda tjóni’.

Mynd: