Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?

Snæbjörn Guðmundsson

Upprunlega spurningin var:
Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði?

Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur til húshitunar og í sundlaug.

Saga staðarins nær þó ekki langt aftur en fyrst kveður að Reykjanesi þegar þar hófst saltsuða á síðari hluta 18. aldar. Saltframleiðslan var að frumkvæði Danakonungs, sem vildi efla iðnaðarstarfsemi á Íslandi. Jarðhitinn á nesinu var nýttur við saltvinnsluna þannig að sjór var leiddur að hverum þar sem hann sauð og gufaði upp. Eftir sat sjávarsalt og var það meðal annars nýtt við fisksöltun. Saltvinnslan sjálf gekk ágætlega en gaf lítið af sér miðað við tilkostnað og stóð hún ekki nema í um tvo áratugi þar til hún lognaðist út af. Saltvinnslan var líklegast fyrsta dæmi um nýtingu íslensks jarðhita til iðnaðarstarfsemi.

Á 19. öld hófst sundkennsla á nesinu og má enn sjá gömlu sundlaugina sem steypt var undir aldamótin 1900. Árið 1934 var þar stofnaður héraðsskóli fyrir börn við innanvert Ísafjarðardjúp og í samræmi við sögu staðarins mun sundkennsla hafa vegið töluvert þungt í námi barnanna við skólann.

Töluverðan jarðhita er að finna á Reykjanesi við innanvert Ísafjarðardjúp. Jarðhitinn er bæði nýttur til húshitunar og í sundlaug.

Reykjanes hefur þannig stöðu sem nokkurs konar hjarta jarðhitans og nýtingar hans á Vestfjörðum, þótt margir aðrir staðir víða í landshlutanum komi þar einnig við sögu. En hvernig stendur á jarðhitanum á Vestfjörðum? Vestfirðir hafa alla tíð verið taldir „kaldir“ í þeirri merkingu orðsins að þar hefur enginn átt von á eldsumbrotum eða miklum jarðskjálftum. Það var gamall sannleikur, að Vestfirðingar hefðu fengið sinn skammt af náttúruhamförum, en þó blessunarlega sloppið við eldsumbrot. Allt landslag ber það líka með sér að þar hefur engin eldvirkni verið í langan tíma, en áður fyrr vissu menn þó ekki hve lengi það ástand hefði varað.

Með aldursmælingum á hraunlögum Vestfjarða hefur komið í ljós að vestasti hluti þeirra er elstur, um 16 milljón ára gamall, og er það jafnframt elsta berg landsins. Eftir því sem farið er austar yngjast hraunlögin og berg í botni Gilsfjarðar er um 8-9 milljón ára gamalt. Það gefur því augaleið að ekki hefur gosið á Vestfjörðum í yfir átta milljón ár, sem er langur tími á mælikvarða íslenskrar jarðsögu. En þrátt fyrir þetta eru Vestfirðir hreint ekki „kaldir“ þegar kemur að hita í jörðu. Sem fyrr segir er jarðhita víða að finna, þótt hann sé mismikill eftir svæðum. Bæði á Reykjanesi við Djúp og á Reykhólum á sunnanverðum fjörðunum kemur upp nálægt 100°C heitt vatn.

Jarðhitinn á Vestfjörðum hefur því löngum valdið fræðimönnum töluverðum heilabrotum. Jarðhiti á Íslandi hefur löngum verið tengdur við eldvirkni landsins og mesti hitinn finnst ávallt í kjörnum megineldstöðva á miðbiki landsins, en þau svæði eru flokkuð sem háhitasvæði. En hvernig stendur þá á því að svo mikinn jarðhita er að finna á landsvæði, sem þó hefur ekki upplifað nein eldsumbrot í margar milljónir ára? Svarið er alls ekki ljóst en ýmislegt bendir til þess að mögulega sé þörf á að endurskoða að einhverju leyti hugmyndir okkar um hina „köldu“ Vestfirði.

Jarðhitinn á Vestfjörðum hefur verið kortlagður af starfsmönnum Orkustofnunar, ÍSOR og annarra aðila á sviði jarðhita. Jarðhitinn hefur yfirleitt verið tengdur við umfangsmikla ganga og misgengi á jarðhitasvæðunum. Það er skiljanlegt að jarðhitinn komi fram á slíkum sprungusvæðum í ljósi þess að berggrunnur Vestfjarða er mjög þéttur og grunnvatn flæðir illa í gegnum jarðlög landshlutans. Gangar og misgengi þjóna því hlutverki sem nokkurs konar tilfærsluæðar jarðahitavatnsins, grunnvatn rennur niður í sprungurnar, hitnar þar og flæðir svo aftur upp til yfirborðsins meðfram þessum fornu berggöngum.

Jarðhitinn á Vestfjörðum hefur löngum valdið fræðimönnum töluverðum heilabrotum.

En þetta útskýrir þó ekki hvernig grunnvatnið hitnar upp djúpt í jörðu. Efnasamsetning jarðhitavatnsins getur hins vegar sagt til um það, því uppleyst efni í vatninu gefa vísbendingar um uppruna þess. Eitt af því sem kannað hefur verið í því sambandi er gastegundin helín, en hún finnst uppleyst í jarðhitavatni. Svokallað samsætuhlutfall helíns er mjög breytilegt á milli annars vegar andrúmslofts jarðar og hins vegar kviku djúpt í jörðu.

Þetta hlutfall hefur verið mælt í jarðhitavatni á Vestfjörðum og benda mælingarnar til þess að helínið í jarðhitavatninu eigi að miklu leyti uppruna sinn í kviku, að það hafi losnað frá kviku eða nýstorknuðum innskotum grunnt í jarðskorpunni. Með öðrum orðum, jarðhitavatnið hlýtur að hafa komist í tæri við kólnandi kviku djúpt í jörðu undir Vestfjörðum. Grunnvatn berst hins vegar ekki niður á nema ákveðið dýpi og því hlýtur að vera grynnra niður á kviku undir Vestfjörðum en áður hefur verið talið.

Á síðustu árum hefur Haukur Jóhannesson jarðfræðingur komið fram með nýjar hugmyndir um uppruna jarðhitans út frá þessum atriðum. Haukur hefur meðal annars bent á að þau sprungukerfi, sem jarðhitinn á Vestfjörðum hefur verið tengdur við, hljóti að vera tiltölulega ung miðað við aldur Íslands. Einkenni virkra sprungukerfa er að misgengi í landslaginu eru fersk en misgengi myndast við jarðskjálftahreyfingar. Haukur telur að sumir misgengisstallanna, sem finnist á jarðhitasvæðum Vestfjarða, geti vart verið mjög gamlir því þá væru þeir útmáðir eftir jökla ísaldar. Haukur hefur tengt þessi ungu og virku sprungukerfi við gömul sprungukerfi frá þeim tíma þegar rekbelti Vestfjarðakjálkans voru virk.

Ef það reynist rétt er jarðhitinn á Vestfjörðum nokkurs konar leifar forns jarðhita, sem lifði góðu lífi fyrir milljónum ára þegar svæðið var eldvirkt. Það er ekki ósvipað og jarðhitinn í Borgarfirði, sem liggur á fornu þverbrotabelti á milli vestara gosbeltisins og hins forna Snæfellsnes-Húnafjarðargosbeltis. En myndin sem Haukur dregur upp er þó forvitnileg að því leyti að svo virðist sem jarðhitinn lifi miklu lengur á þessum fornu þverbrotabeltum en áður var talið og það megi rekja til kviku grunnt í jarðskorpunni. Enn fremur virðist jarðhitinn halda lífi í þessum fornu sprungukerfum Vestfjarða þannig að þau eru enn þá að hreyfast.

Jarðskjálftavirkni á Vestfjörðum hefur lengi verið þekkt en hún er þó lítil miðað við stóru jarðskjálftasvæðin sunnan- og norðanlands. Ef farið verður að líta á sprungukerfi Vestfjarða sem virk svæði þarf hins vegar mögulega að endurskoða jarðskjálftahættu í leiðinni. Það er því full ástæða til að rannsaka aldur misgengja og skoða betur jarðhitann á Vestfjörðum, bæði vegna nýtingar hans en einnig vegna þeirrar þekkingar á jarðsögu landsins sem hægt er að afla við rannsóknirnar. Jarðhitinn við innanvert Ísafjarðardjúp gæti verið góður upphafsstaður fyrir slíkar rannsóknir.

Heimildir:
  • Haukur Jóhannesson. 2006. Jarðfræðilegar aðstæður við Hvalá. Íslenskar orkurannsóknir, Reykjavík.
  • Haukur Jóhannesson. 2009. Jarðhiti á Vestjörðum – Dreifing og uppruni. Haustráðstefna JFÍ 2009, ágrip erinda. Jarðfræðafélag Íslands, bls. 41-43.
  • Helgi Torfason. 2003. Jarðhitakort af Íslandi og gagnasafn um jarðhita. Orkustofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík.
  • Jón Benjamínsson. 1979. Jarðhiti í Ísafjarðarsýslum og Árneshreppi fyrir norðan Dranga. Orkustofnun, Reykjavík.
  • Kristján Sæmundsson og Gísli Karel Halldórsson. 1979. Jarðhitaleit á Vestfjörðum vegna húshitunar. Orkustofnun, Reykjavík.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands og er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Höfundur

Snæbjörn Guðmundsson

jarðfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands

Útgáfudagur

6.8.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Snæbjörn Guðmundsson. „Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2015. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70356.

Snæbjörn Guðmundsson. (2015, 6. ágúst). Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70356

Snæbjörn Guðmundsson. „Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2015. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70356>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?
Upprunlega spurningin var:

Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði?

Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur til húshitunar og í sundlaug.

Saga staðarins nær þó ekki langt aftur en fyrst kveður að Reykjanesi þegar þar hófst saltsuða á síðari hluta 18. aldar. Saltframleiðslan var að frumkvæði Danakonungs, sem vildi efla iðnaðarstarfsemi á Íslandi. Jarðhitinn á nesinu var nýttur við saltvinnsluna þannig að sjór var leiddur að hverum þar sem hann sauð og gufaði upp. Eftir sat sjávarsalt og var það meðal annars nýtt við fisksöltun. Saltvinnslan sjálf gekk ágætlega en gaf lítið af sér miðað við tilkostnað og stóð hún ekki nema í um tvo áratugi þar til hún lognaðist út af. Saltvinnslan var líklegast fyrsta dæmi um nýtingu íslensks jarðhita til iðnaðarstarfsemi.

Á 19. öld hófst sundkennsla á nesinu og má enn sjá gömlu sundlaugina sem steypt var undir aldamótin 1900. Árið 1934 var þar stofnaður héraðsskóli fyrir börn við innanvert Ísafjarðardjúp og í samræmi við sögu staðarins mun sundkennsla hafa vegið töluvert þungt í námi barnanna við skólann.

Töluverðan jarðhita er að finna á Reykjanesi við innanvert Ísafjarðardjúp. Jarðhitinn er bæði nýttur til húshitunar og í sundlaug.

Reykjanes hefur þannig stöðu sem nokkurs konar hjarta jarðhitans og nýtingar hans á Vestfjörðum, þótt margir aðrir staðir víða í landshlutanum komi þar einnig við sögu. En hvernig stendur á jarðhitanum á Vestfjörðum? Vestfirðir hafa alla tíð verið taldir „kaldir“ í þeirri merkingu orðsins að þar hefur enginn átt von á eldsumbrotum eða miklum jarðskjálftum. Það var gamall sannleikur, að Vestfirðingar hefðu fengið sinn skammt af náttúruhamförum, en þó blessunarlega sloppið við eldsumbrot. Allt landslag ber það líka með sér að þar hefur engin eldvirkni verið í langan tíma, en áður fyrr vissu menn þó ekki hve lengi það ástand hefði varað.

Með aldursmælingum á hraunlögum Vestfjarða hefur komið í ljós að vestasti hluti þeirra er elstur, um 16 milljón ára gamall, og er það jafnframt elsta berg landsins. Eftir því sem farið er austar yngjast hraunlögin og berg í botni Gilsfjarðar er um 8-9 milljón ára gamalt. Það gefur því augaleið að ekki hefur gosið á Vestfjörðum í yfir átta milljón ár, sem er langur tími á mælikvarða íslenskrar jarðsögu. En þrátt fyrir þetta eru Vestfirðir hreint ekki „kaldir“ þegar kemur að hita í jörðu. Sem fyrr segir er jarðhita víða að finna, þótt hann sé mismikill eftir svæðum. Bæði á Reykjanesi við Djúp og á Reykhólum á sunnanverðum fjörðunum kemur upp nálægt 100°C heitt vatn.

Jarðhitinn á Vestfjörðum hefur því löngum valdið fræðimönnum töluverðum heilabrotum. Jarðhiti á Íslandi hefur löngum verið tengdur við eldvirkni landsins og mesti hitinn finnst ávallt í kjörnum megineldstöðva á miðbiki landsins, en þau svæði eru flokkuð sem háhitasvæði. En hvernig stendur þá á því að svo mikinn jarðhita er að finna á landsvæði, sem þó hefur ekki upplifað nein eldsumbrot í margar milljónir ára? Svarið er alls ekki ljóst en ýmislegt bendir til þess að mögulega sé þörf á að endurskoða að einhverju leyti hugmyndir okkar um hina „köldu“ Vestfirði.

Jarðhitinn á Vestfjörðum hefur verið kortlagður af starfsmönnum Orkustofnunar, ÍSOR og annarra aðila á sviði jarðhita. Jarðhitinn hefur yfirleitt verið tengdur við umfangsmikla ganga og misgengi á jarðhitasvæðunum. Það er skiljanlegt að jarðhitinn komi fram á slíkum sprungusvæðum í ljósi þess að berggrunnur Vestfjarða er mjög þéttur og grunnvatn flæðir illa í gegnum jarðlög landshlutans. Gangar og misgengi þjóna því hlutverki sem nokkurs konar tilfærsluæðar jarðahitavatnsins, grunnvatn rennur niður í sprungurnar, hitnar þar og flæðir svo aftur upp til yfirborðsins meðfram þessum fornu berggöngum.

Jarðhitinn á Vestfjörðum hefur löngum valdið fræðimönnum töluverðum heilabrotum.

En þetta útskýrir þó ekki hvernig grunnvatnið hitnar upp djúpt í jörðu. Efnasamsetning jarðhitavatnsins getur hins vegar sagt til um það, því uppleyst efni í vatninu gefa vísbendingar um uppruna þess. Eitt af því sem kannað hefur verið í því sambandi er gastegundin helín, en hún finnst uppleyst í jarðhitavatni. Svokallað samsætuhlutfall helíns er mjög breytilegt á milli annars vegar andrúmslofts jarðar og hins vegar kviku djúpt í jörðu.

Þetta hlutfall hefur verið mælt í jarðhitavatni á Vestfjörðum og benda mælingarnar til þess að helínið í jarðhitavatninu eigi að miklu leyti uppruna sinn í kviku, að það hafi losnað frá kviku eða nýstorknuðum innskotum grunnt í jarðskorpunni. Með öðrum orðum, jarðhitavatnið hlýtur að hafa komist í tæri við kólnandi kviku djúpt í jörðu undir Vestfjörðum. Grunnvatn berst hins vegar ekki niður á nema ákveðið dýpi og því hlýtur að vera grynnra niður á kviku undir Vestfjörðum en áður hefur verið talið.

Á síðustu árum hefur Haukur Jóhannesson jarðfræðingur komið fram með nýjar hugmyndir um uppruna jarðhitans út frá þessum atriðum. Haukur hefur meðal annars bent á að þau sprungukerfi, sem jarðhitinn á Vestfjörðum hefur verið tengdur við, hljóti að vera tiltölulega ung miðað við aldur Íslands. Einkenni virkra sprungukerfa er að misgengi í landslaginu eru fersk en misgengi myndast við jarðskjálftahreyfingar. Haukur telur að sumir misgengisstallanna, sem finnist á jarðhitasvæðum Vestfjarða, geti vart verið mjög gamlir því þá væru þeir útmáðir eftir jökla ísaldar. Haukur hefur tengt þessi ungu og virku sprungukerfi við gömul sprungukerfi frá þeim tíma þegar rekbelti Vestfjarðakjálkans voru virk.

Ef það reynist rétt er jarðhitinn á Vestfjörðum nokkurs konar leifar forns jarðhita, sem lifði góðu lífi fyrir milljónum ára þegar svæðið var eldvirkt. Það er ekki ósvipað og jarðhitinn í Borgarfirði, sem liggur á fornu þverbrotabelti á milli vestara gosbeltisins og hins forna Snæfellsnes-Húnafjarðargosbeltis. En myndin sem Haukur dregur upp er þó forvitnileg að því leyti að svo virðist sem jarðhitinn lifi miklu lengur á þessum fornu þverbrotabeltum en áður var talið og það megi rekja til kviku grunnt í jarðskorpunni. Enn fremur virðist jarðhitinn halda lífi í þessum fornu sprungukerfum Vestfjarða þannig að þau eru enn þá að hreyfast.

Jarðskjálftavirkni á Vestfjörðum hefur lengi verið þekkt en hún er þó lítil miðað við stóru jarðskjálftasvæðin sunnan- og norðanlands. Ef farið verður að líta á sprungukerfi Vestfjarða sem virk svæði þarf hins vegar mögulega að endurskoða jarðskjálftahættu í leiðinni. Það er því full ástæða til að rannsaka aldur misgengja og skoða betur jarðhitann á Vestfjörðum, bæði vegna nýtingar hans en einnig vegna þeirrar þekkingar á jarðsögu landsins sem hægt er að afla við rannsóknirnar. Jarðhitinn við innanvert Ísafjarðardjúp gæti verið góður upphafsstaður fyrir slíkar rannsóknir.

Heimildir:
  • Haukur Jóhannesson. 2006. Jarðfræðilegar aðstæður við Hvalá. Íslenskar orkurannsóknir, Reykjavík.
  • Haukur Jóhannesson. 2009. Jarðhiti á Vestjörðum – Dreifing og uppruni. Haustráðstefna JFÍ 2009, ágrip erinda. Jarðfræðafélag Íslands, bls. 41-43.
  • Helgi Torfason. 2003. Jarðhitakort af Íslandi og gagnasafn um jarðhita. Orkustofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík.
  • Jón Benjamínsson. 1979. Jarðhiti í Ísafjarðarsýslum og Árneshreppi fyrir norðan Dranga. Orkustofnun, Reykjavík.
  • Kristján Sæmundsson og Gísli Karel Halldórsson. 1979. Jarðhitaleit á Vestfjörðum vegna húshitunar. Orkustofnun, Reykjavík.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands og er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda....