Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað er Hreppafleki?

Snæbjörn Guðmundsson

Upprunalega spurningin var:

Hvers konar fleki er Hreppaflekinn sem mætir Norður-Ameríkuflekanum á Þingvöllum?

Hreppaflekinn er lítill jarðskorpufleki á Suðurlandi, nokkurs konar örfleki eða míkrófleki. Jarðskorpa jarðarinnar er samsett úr nokkrum gríðarstórum meginlandsflekum, eins og Norður-Ameríkuflekanum og Evrasíuflekanum en flekaskil þeirra liggja í gegnum Ísland.

Inn á milli stóru flekanna er fjöldi minni fleka og flekabúta og er Hreppaflekinn einn slíkur. Ef litið er á landakort þá afmarkast útlínur Hreppaflekans af Vesturgosbeltinu (frá Hellisheiði í gegnum Þingvelli upp í Langjökul), Mið-Íslandsgosbeltinu (frá Langjökli í gegnum Hofsjökul yfir í norðurhluta Vatnajökuls), Suðurlandsskjálftabeltinu (frá Hellisheiði austur um Suðurlandsundirlendið yfir að Heklu og Torfajökli) og Austurgosbeltinu (frá Torfajökli norður um Veiðivötn yfir í norðurhluta Vatnajökuls). Þetta má vel sjá á kortinu hér fyrir neðan, þar sem flekaskilin á Íslandi eru sýnd.

Yfirlitskort sem sýnir staðsetningu jarðskjálfta á Íslandi. Á kortið eru flekaskilin dregin inn með bláum lit. Þykkt línunnar sýnir hinn mismikla hraða gliðnunarinnar á flekaskilunum. Mesta gliðnunin á suðurhluta landsins er á austurgosbeltinu milli Torfajökuls og Vatnajökuls á meðan gliðnunin er miklu minni á vestugosbeltinu frá Hengli norður í Langjökul. Heiti jarðskorpuflekanna eru merkt inn á kortið auk örva sem gefa til kynna rekstefnu flekanna.

Tilvist þessa flekabrots, sem við nefnum Hreppaflekann, hefur lengi verið ljós. Áður töldu vísindamenn hins vegar að flekabrotið færðist með Norður-Ameríkuflekanum, og væri því ekki í raun sjálfstæður jarðskorpufleki. Á síðustu árum hefur þó komið í ljós að Hreppaflekinn hreyfist ekki alfarið með hinum stóru flekunum heldur hefur sjálfstæða hreyfingu, nokkurs konar snúningshreyfingu, og er sú hreyfing á Hreppaflekanum tilkomin vegna þess að jarðskorpurekið á Vestur- og Austurgosbeltunum er ójafnt. Hreppaflekinn er því nú talinn vera sjálfstæður jarðskorpufleki.

Kort:
  • Snæbjörn Guðmundsson.

Höfundur

Snæbjörn Guðmundsson

jarðfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands

Útgáfudagur

24.7.2015

Spyrjandi

Andrea Dögg Gylfadóttir

Tilvísun

Snæbjörn Guðmundsson. „Hvað er Hreppafleki?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2015. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70377.

Snæbjörn Guðmundsson. (2015, 24. júlí). Hvað er Hreppafleki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70377

Snæbjörn Guðmundsson. „Hvað er Hreppafleki?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2015. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70377>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er Hreppafleki?
Upprunalega spurningin var:

Hvers konar fleki er Hreppaflekinn sem mætir Norður-Ameríkuflekanum á Þingvöllum?

Hreppaflekinn er lítill jarðskorpufleki á Suðurlandi, nokkurs konar örfleki eða míkrófleki. Jarðskorpa jarðarinnar er samsett úr nokkrum gríðarstórum meginlandsflekum, eins og Norður-Ameríkuflekanum og Evrasíuflekanum en flekaskil þeirra liggja í gegnum Ísland.

Inn á milli stóru flekanna er fjöldi minni fleka og flekabúta og er Hreppaflekinn einn slíkur. Ef litið er á landakort þá afmarkast útlínur Hreppaflekans af Vesturgosbeltinu (frá Hellisheiði í gegnum Þingvelli upp í Langjökul), Mið-Íslandsgosbeltinu (frá Langjökli í gegnum Hofsjökul yfir í norðurhluta Vatnajökuls), Suðurlandsskjálftabeltinu (frá Hellisheiði austur um Suðurlandsundirlendið yfir að Heklu og Torfajökli) og Austurgosbeltinu (frá Torfajökli norður um Veiðivötn yfir í norðurhluta Vatnajökuls). Þetta má vel sjá á kortinu hér fyrir neðan, þar sem flekaskilin á Íslandi eru sýnd.

Yfirlitskort sem sýnir staðsetningu jarðskjálfta á Íslandi. Á kortið eru flekaskilin dregin inn með bláum lit. Þykkt línunnar sýnir hinn mismikla hraða gliðnunarinnar á flekaskilunum. Mesta gliðnunin á suðurhluta landsins er á austurgosbeltinu milli Torfajökuls og Vatnajökuls á meðan gliðnunin er miklu minni á vestugosbeltinu frá Hengli norður í Langjökul. Heiti jarðskorpuflekanna eru merkt inn á kortið auk örva sem gefa til kynna rekstefnu flekanna.

Tilvist þessa flekabrots, sem við nefnum Hreppaflekann, hefur lengi verið ljós. Áður töldu vísindamenn hins vegar að flekabrotið færðist með Norður-Ameríkuflekanum, og væri því ekki í raun sjálfstæður jarðskorpufleki. Á síðustu árum hefur þó komið í ljós að Hreppaflekinn hreyfist ekki alfarið með hinum stóru flekunum heldur hefur sjálfstæða hreyfingu, nokkurs konar snúningshreyfingu, og er sú hreyfing á Hreppaflekanum tilkomin vegna þess að jarðskorpurekið á Vestur- og Austurgosbeltunum er ójafnt. Hreppaflekinn er því nú talinn vera sjálfstæður jarðskorpufleki.

Kort:
  • Snæbjörn Guðmundsson.

...