Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er fæðukeðja og fæðupíramídi?

Jón Már Halldórsson

Fæðukeðja (e. food chain) sýnir ferðalag orkunnar um lífríkið, frá einni lífveru til annarrar. Fæðukeðjum lífríkisins má skipta í fjóra hluta

  1. Sólin – uppspretta orku lífríkisins.
  2. Frumframleiðendur - plöntur sem binda orku sólar í vistkerfið með ljóstillífun.
  3. Neytendur – lífverur sem fá orku með afráni á öðrum lífverum. Neytendur geta verið plöntuætur sem éta frumframleiðendur (kallast þá fyrsta stigs neytendur) eða nærst á dýrum og eru þá annars, þriðja eða fjórða stigs neytendur eftir því hvar í keðjunni þeir eru.
  4. Sundrendur – lokastig keðjunnar, sveppir og bakteríur sem brjóta niður lífverur og skila næringarefnum aftur í umferð sem til dæmis frumframleiðendur geta þá nýtt að nýju.

Reyndar er uppsprettu orkunnar gjarnan sleppt í svona keðju, enda er hún alltaf sólin. Einnig eru sundrendur ekki alltaf hafðir með í keðjunni. Dæmi um fæðukeðju getur verið: Sólarorka -> gras -> sebrahestur -> ljón -> sundrendur.

Tvær fæðukeðjur, önnur á landi og hin í sjó.

Fæðukeðjur sýna á mjög einfaldan hátt tengsl lífvera. Í sérhverju visterfi sem er í jafnvægi framleiða grænar plöntur eigin fæðu til vaxtar, plöntuætur éta plönturnar og afræningjar éta plöntuætur eða hverja aðra. Úrgangsefni og dauðir líkamar allra plantna og allra dýra endurnýja úthafið eða jarðveginn og allt þetta, ásamt orku sólar og næringarefnum úr jarðveginum eða hafinu, gefur nýjum plöntum færi á að vaxa.

Í hverju vistkerfi eru margar fæðukeðjur, reyndar er hver tegund lífvera yfirleitt hluti af mörgum fæðukeðjum. Ljónið í dæminu hér á undan er einnig hluti af fæðukeðjunni gras -> gasella -> ljón og gasellan er líka hluti keðjunnar gras -> gasella -> hýena. Tengdar fæðukeðjur í sama vistkerfi mynda fæðuvef (e. food web) sem er þá tilraun til að sýna flæði orku um vistkerfið, ekki bara hvernig orkan fer frá einu stigi yfir á annað eins og fæðukeðjan gerir.

Fæðuvefur eru margar fæðukeðjur sem skarast.

Þriðja hugtakið er svo fæðu- eða orkupíramídi (e. pyramids of energy) en hann sýnir hvernig orkan breytist eftir þrepum í fæðukeðjunni. Hann er hugsaður þannig að hver fæðuhlekkur (tegund) í fæðukeðjunni er settur upp á mynd þannig að breidd hlekksins endurspeglar orkuna sem í honum býr. Eftir því sem ofar dregur minnka hlekkirnir, eitt kg af lifandi plöntuvef verður ekki að einu kg af lifandi dýravef, og þannig kemur fram einhvers konar píramídalögun. Gjarnan er miðað við að um 10% orkunnar fari á milli þrepa í píramídanum, afgangurinn tapast meðal annars við öndun, sem hiti, við hreyfingu, sem saur og svo framvegis.

Í stuttu máli þá má lýsa þessum þremur hugtökum svona:

  • Fæðukeðja – sýnir hvernig ein lífvera nærist á annarri (línuleg tengsl)
  • Fæðuvefur – samanstendur af mörgum fæðukeðjum í sama vistkerfi
  • Fæðupíramídi – sýnir hvernig orkan breytist eftir þrepum í fæðukeðjunni

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.3.2016

Spyrjandi

Hjördís Lilja Róbertsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er fæðukeðja og fæðupíramídi?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71232.

Jón Már Halldórsson. (2016, 10. mars). Hvað er fæðukeðja og fæðupíramídi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71232

Jón Már Halldórsson. „Hvað er fæðukeðja og fæðupíramídi?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71232>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er fæðukeðja og fæðupíramídi?
Fæðukeðja (e. food chain) sýnir ferðalag orkunnar um lífríkið, frá einni lífveru til annarrar. Fæðukeðjum lífríkisins má skipta í fjóra hluta

  1. Sólin – uppspretta orku lífríkisins.
  2. Frumframleiðendur - plöntur sem binda orku sólar í vistkerfið með ljóstillífun.
  3. Neytendur – lífverur sem fá orku með afráni á öðrum lífverum. Neytendur geta verið plöntuætur sem éta frumframleiðendur (kallast þá fyrsta stigs neytendur) eða nærst á dýrum og eru þá annars, þriðja eða fjórða stigs neytendur eftir því hvar í keðjunni þeir eru.
  4. Sundrendur – lokastig keðjunnar, sveppir og bakteríur sem brjóta niður lífverur og skila næringarefnum aftur í umferð sem til dæmis frumframleiðendur geta þá nýtt að nýju.

Reyndar er uppsprettu orkunnar gjarnan sleppt í svona keðju, enda er hún alltaf sólin. Einnig eru sundrendur ekki alltaf hafðir með í keðjunni. Dæmi um fæðukeðju getur verið: Sólarorka -> gras -> sebrahestur -> ljón -> sundrendur.

Tvær fæðukeðjur, önnur á landi og hin í sjó.

Fæðukeðjur sýna á mjög einfaldan hátt tengsl lífvera. Í sérhverju visterfi sem er í jafnvægi framleiða grænar plöntur eigin fæðu til vaxtar, plöntuætur éta plönturnar og afræningjar éta plöntuætur eða hverja aðra. Úrgangsefni og dauðir líkamar allra plantna og allra dýra endurnýja úthafið eða jarðveginn og allt þetta, ásamt orku sólar og næringarefnum úr jarðveginum eða hafinu, gefur nýjum plöntum færi á að vaxa.

Í hverju vistkerfi eru margar fæðukeðjur, reyndar er hver tegund lífvera yfirleitt hluti af mörgum fæðukeðjum. Ljónið í dæminu hér á undan er einnig hluti af fæðukeðjunni gras -> gasella -> ljón og gasellan er líka hluti keðjunnar gras -> gasella -> hýena. Tengdar fæðukeðjur í sama vistkerfi mynda fæðuvef (e. food web) sem er þá tilraun til að sýna flæði orku um vistkerfið, ekki bara hvernig orkan fer frá einu stigi yfir á annað eins og fæðukeðjan gerir.

Fæðuvefur eru margar fæðukeðjur sem skarast.

Þriðja hugtakið er svo fæðu- eða orkupíramídi (e. pyramids of energy) en hann sýnir hvernig orkan breytist eftir þrepum í fæðukeðjunni. Hann er hugsaður þannig að hver fæðuhlekkur (tegund) í fæðukeðjunni er settur upp á mynd þannig að breidd hlekksins endurspeglar orkuna sem í honum býr. Eftir því sem ofar dregur minnka hlekkirnir, eitt kg af lifandi plöntuvef verður ekki að einu kg af lifandi dýravef, og þannig kemur fram einhvers konar píramídalögun. Gjarnan er miðað við að um 10% orkunnar fari á milli þrepa í píramídanum, afgangurinn tapast meðal annars við öndun, sem hiti, við hreyfingu, sem saur og svo framvegis.

Í stuttu máli þá má lýsa þessum þremur hugtökum svona:

  • Fæðukeðja – sýnir hvernig ein lífvera nærist á annarri (línuleg tengsl)
  • Fæðuvefur – samanstendur af mörgum fæðukeðjum í sama vistkerfi
  • Fæðupíramídi – sýnir hvernig orkan breytist eftir þrepum í fæðukeðjunni

Myndir:

...