Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver fann upp plásturinn?

JGÞ og EDS

Plástur sem margir þekkja undir heitinu Band-Aid var fundinn upp árið 1920. Bandaríkjamennirnir Thomas Anderson og Earle Dickson þróuðu hann handa eiginkonu Dicksons. Hún átti það til að skera sig við eldamennsku og með plástrinum gat hún lokað litlum sárum án aðstoðar.

Dickson vann sem bómullarkaupmaður hjá bandaríska lyfjafyrirtækinu Johnson & Johnson en það hóf starfsemi sína árið 1885, með framleiðslu á sáraumbúðum. Sagt er að Robert Wood Johnson, einn af stofnendum Johnson & Johnson, hafi orðið uppnuminn eftir að hafa hlustað á ræðu breska skurðlæknisins Joseph Listers (1827–1912). Hann ákvað þá, ásamt bræðrum sínum, að stofna fyrirtæki sem sérhæfði sig í framleiðslu á sáraumbúðum. Lister var einn af brautryðjendum sótthreinsunar í skurðaðgerðum og tókst að fækka sýkingum og draga úr áhættu hjá sjúklingum með því að nota svonefnda karbólsýru til að hreinsa áhöld og sár.

Plástur var fundinn upp árið 1920.

Dickson sýndi yfirmönnum sínum hjá Johnson & Johnson plásturinn og ákveðið var að hefja framleiðslu á honum. Upphaflega var plásturinn handunninn og salan var dræm. Einingarnar voru lítt hentugar, plástrarnir voru 10 cm á breidd og 45 cm að lengd. Árið 1924 bjó fyrirtækið Johnson & Johnson til vél sem fjöldaframleiddi sótthreinsaða plástra. Þá var farið að framleiða plástra í fleiri og notendavænni stærðum. Plástrarnir voru mikið notaðir í seinni heimsstyrjöldinni og það jók mjög á vinsældir þeirra og útbreiðslu. Árið 1951 var farið að framleiða plástra með myndum af þekktum teiknimyndapersónum á borð við Mikka Mús og Ofurmenninu. Þessir plástrar áttu að höfða sérstaklega til barna.

Plástrar með þekktum teiknimyndapersónum hafa örugglega auðveldað einhverjum foreldrum lífið.

Heiti plástranna frá Johnson & Johnson var Band-Aid. Það hefur síðan orðið almennt heiti þeirra á ensku en þó þekkjast einnig hugtökin adhesive bandage, sticking plaster eða eingöngu plaster.

Heimildir og myndir:

Höfundar

Útgáfudagur

20.1.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

JGÞ og EDS. „Hver fann upp plásturinn?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2016. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71447.

JGÞ og EDS. (2016, 20. janúar). Hver fann upp plásturinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71447

JGÞ og EDS. „Hver fann upp plásturinn?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2016. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71447>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp plásturinn?
Plástur sem margir þekkja undir heitinu Band-Aid var fundinn upp árið 1920. Bandaríkjamennirnir Thomas Anderson og Earle Dickson þróuðu hann handa eiginkonu Dicksons. Hún átti það til að skera sig við eldamennsku og með plástrinum gat hún lokað litlum sárum án aðstoðar.

Dickson vann sem bómullarkaupmaður hjá bandaríska lyfjafyrirtækinu Johnson & Johnson en það hóf starfsemi sína árið 1885, með framleiðslu á sáraumbúðum. Sagt er að Robert Wood Johnson, einn af stofnendum Johnson & Johnson, hafi orðið uppnuminn eftir að hafa hlustað á ræðu breska skurðlæknisins Joseph Listers (1827–1912). Hann ákvað þá, ásamt bræðrum sínum, að stofna fyrirtæki sem sérhæfði sig í framleiðslu á sáraumbúðum. Lister var einn af brautryðjendum sótthreinsunar í skurðaðgerðum og tókst að fækka sýkingum og draga úr áhættu hjá sjúklingum með því að nota svonefnda karbólsýru til að hreinsa áhöld og sár.

Plástur var fundinn upp árið 1920.

Dickson sýndi yfirmönnum sínum hjá Johnson & Johnson plásturinn og ákveðið var að hefja framleiðslu á honum. Upphaflega var plásturinn handunninn og salan var dræm. Einingarnar voru lítt hentugar, plástrarnir voru 10 cm á breidd og 45 cm að lengd. Árið 1924 bjó fyrirtækið Johnson & Johnson til vél sem fjöldaframleiddi sótthreinsaða plástra. Þá var farið að framleiða plástra í fleiri og notendavænni stærðum. Plástrarnir voru mikið notaðir í seinni heimsstyrjöldinni og það jók mjög á vinsældir þeirra og útbreiðslu. Árið 1951 var farið að framleiða plástra með myndum af þekktum teiknimyndapersónum á borð við Mikka Mús og Ofurmenninu. Þessir plástrar áttu að höfða sérstaklega til barna.

Plástrar með þekktum teiknimyndapersónum hafa örugglega auðveldað einhverjum foreldrum lífið.

Heiti plástranna frá Johnson & Johnson var Band-Aid. Það hefur síðan orðið almennt heiti þeirra á ensku en þó þekkjast einnig hugtökin adhesive bandage, sticking plaster eða eingöngu plaster.

Heimildir og myndir:

...