Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvenær mynduðust jöklarnir sem nú eru á Íslandi?

Helgi Björnsson

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona:
Hvenær mynduðust jöklarnir sem nú eru á Íslandi? Eru þeir leifar af stóra jökulskildinum sem náði yfir allt landið?

Talið er að fyrir sex þúsund árum hafi nær allir jöklar frá síðasta kuldaskeiði verið horfnir af Íslandi. Í meira en þúsund ár hafði verið 2-3 °C hlýrra en nú er. Þá breiddist birki yfir stóran hluta landsins. Fyrir um fjögur þúsund árum kólnaði nokkuð og enn meira fyrir tvö þúsund og fimm hundruð árum, og þá tóku jöklar að myndast aftur á hæstu fjöllum. Svo uxu þessir jöklar og til urðu allir meginjöklar landsins. Birkikjarr lét undan síga á láglendi og heiðum en mýrlendi stækkaði. Á kuldaskeiði frá um 1300 til 1900 uxu jöklarnir enn frekar og um 1890 náði einn skriðjökla Vatnajökuls (Breiðamerkurjökull) næstum í sjó fram. Síðan hafa jöklarnir rýrnað, einkum síðustu tuttugu ár.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

31.3.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvenær mynduðust jöklarnir sem nú eru á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71454.

Helgi Björnsson. (2016, 31. mars). Hvenær mynduðust jöklarnir sem nú eru á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71454

Helgi Björnsson. „Hvenær mynduðust jöklarnir sem nú eru á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71454>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær mynduðust jöklarnir sem nú eru á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona:

Hvenær mynduðust jöklarnir sem nú eru á Íslandi? Eru þeir leifar af stóra jökulskildinum sem náði yfir allt landið?

Talið er að fyrir sex þúsund árum hafi nær allir jöklar frá síðasta kuldaskeiði verið horfnir af Íslandi. Í meira en þúsund ár hafði verið 2-3 °C hlýrra en nú er. Þá breiddist birki yfir stóran hluta landsins. Fyrir um fjögur þúsund árum kólnaði nokkuð og enn meira fyrir tvö þúsund og fimm hundruð árum, og þá tóku jöklar að myndast aftur á hæstu fjöllum. Svo uxu þessir jöklar og til urðu allir meginjöklar landsins. Birkikjarr lét undan síga á láglendi og heiðum en mýrlendi stækkaði. Á kuldaskeiði frá um 1300 til 1900 uxu jöklarnir enn frekar og um 1890 náði einn skriðjökla Vatnajökuls (Breiðamerkurjökull) næstum í sjó fram. Síðan hafa jöklarnir rýrnað, einkum síðustu tuttugu ár.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

...