Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Úr hverju er ló sem myndast og kemur í þurrkara?

EDS

Fötin okkar, eins og öll textílefni, eru gerð úr fínum þráðum eða trefjum. Þegar flík er notuð (eða handklæðin, rúmfötin eða hvað það nú er sem um ræðir) þá losna alltaf einhverjir þræðir vegna ýmiskonar núnings. Við þetta slitnar flíkin. Það er misjafnt eftir efnum hversu mikið af þráðum losna, í bómull, lérefti og ull losna til dæmis meira af þráðum en í ýmsum gerviefnum. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að bómullarhandklæði geta orðið næfurþunn með tímanum.

Þessir fínu þræðir sitja gjarnan á yfirborði efnisins. Þegar flíkin er þvegin í þvottavél verður enn frekari núningur og fleiri þræðir losna. Þræðirnir loða þó að mestu áfram við þvottinn á meðan hann er blautur. Ef flíkin fer síðan í þurrkara þá hefur hitinn, blásturinn og hreyfingin í þurrkaranum þau áhrif að þræðirnir losna auðveldlega frá þvottinum. Þurrkarar eru hannaðir þannig að þessir þræðir (og annað fíngert efni sem kann að hafa borist með þvottinum) safnast saman í svonefnda lósíu.

Lóin sem safnast í lósíuna í þurrkaranum er aðallega fínir efnisþræðir sem losnað hafa frá tauinu.

Sumir hafa reynt að meta hversu mikð af lónni myndast við notkun og hversu mikið myndast við þvottameðferð. Í einni heimild er tiltekið að allt að 70% af ló sem kemur fram í þurrkurum verður til vegna núnings þegar flík er notuð, 20% myndast við núninginn í þvottavélinni og um 10% myndast við núninginn í þurrkaranum. Þessar tölur eru hafðar hér með til gamans án þess að taka afstöðu til þess hversu áreiðanlegar þær eru.

Ló verður sem sagt ekki til í þurrkaranum (nema að mjög litlu leyti) en við verðum meira vör við hana þar heldur en þegar þvotturinn er hengdur á snúru til þerris. Þræðirnir losna ekki alveg eins greiðlega frá þvottinum á þvottasnúrunni og það sem losnar fýkur í burtu eða dreifist og verður því ekki eins áberandi og það sem safnast í síuna í þurrkaranum.

Þess ber að geta að mikilvægt er að hreinsa alla ló reglulega úr þurrkaranum því hún er mjög eldfim og gæti valdið hættu á bruna. Flestir henda lónni væntanlega í ruslið en á Netinu má finna ýmsar uppástungur um hvernig hægt er að endurnýta þessa efnisþræði. Sem dæmi þá má nota hana sem tróð inn í púða, tuskudýr eða annað slíkt, nota í pappírsgerð, sem uppkveikjuefni eða setja hana í safnhauginn.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

12.10.2018

Spyrjandi

Jón H. Karlsson

Tilvísun

EDS. „Úr hverju er ló sem myndast og kemur í þurrkara?“ Vísindavefurinn, 12. október 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71615.

EDS. (2018, 12. október). Úr hverju er ló sem myndast og kemur í þurrkara? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71615

EDS. „Úr hverju er ló sem myndast og kemur í þurrkara?“ Vísindavefurinn. 12. okt. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71615>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Úr hverju er ló sem myndast og kemur í þurrkara?
Fötin okkar, eins og öll textílefni, eru gerð úr fínum þráðum eða trefjum. Þegar flík er notuð (eða handklæðin, rúmfötin eða hvað það nú er sem um ræðir) þá losna alltaf einhverjir þræðir vegna ýmiskonar núnings. Við þetta slitnar flíkin. Það er misjafnt eftir efnum hversu mikið af þráðum losna, í bómull, lérefti og ull losna til dæmis meira af þráðum en í ýmsum gerviefnum. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að bómullarhandklæði geta orðið næfurþunn með tímanum.

Þessir fínu þræðir sitja gjarnan á yfirborði efnisins. Þegar flíkin er þvegin í þvottavél verður enn frekari núningur og fleiri þræðir losna. Þræðirnir loða þó að mestu áfram við þvottinn á meðan hann er blautur. Ef flíkin fer síðan í þurrkara þá hefur hitinn, blásturinn og hreyfingin í þurrkaranum þau áhrif að þræðirnir losna auðveldlega frá þvottinum. Þurrkarar eru hannaðir þannig að þessir þræðir (og annað fíngert efni sem kann að hafa borist með þvottinum) safnast saman í svonefnda lósíu.

Lóin sem safnast í lósíuna í þurrkaranum er aðallega fínir efnisþræðir sem losnað hafa frá tauinu.

Sumir hafa reynt að meta hversu mikð af lónni myndast við notkun og hversu mikið myndast við þvottameðferð. Í einni heimild er tiltekið að allt að 70% af ló sem kemur fram í þurrkurum verður til vegna núnings þegar flík er notuð, 20% myndast við núninginn í þvottavélinni og um 10% myndast við núninginn í þurrkaranum. Þessar tölur eru hafðar hér með til gamans án þess að taka afstöðu til þess hversu áreiðanlegar þær eru.

Ló verður sem sagt ekki til í þurrkaranum (nema að mjög litlu leyti) en við verðum meira vör við hana þar heldur en þegar þvotturinn er hengdur á snúru til þerris. Þræðirnir losna ekki alveg eins greiðlega frá þvottinum á þvottasnúrunni og það sem losnar fýkur í burtu eða dreifist og verður því ekki eins áberandi og það sem safnast í síuna í þurrkaranum.

Þess ber að geta að mikilvægt er að hreinsa alla ló reglulega úr þurrkaranum því hún er mjög eldfim og gæti valdið hættu á bruna. Flestir henda lónni væntanlega í ruslið en á Netinu má finna ýmsar uppástungur um hvernig hægt er að endurnýta þessa efnisþræði. Sem dæmi þá má nota hana sem tróð inn í púða, tuskudýr eða annað slíkt, nota í pappírsgerð, sem uppkveikjuefni eða setja hana í safnhauginn.

Heimildir og mynd:

...