Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig smitast zíkaveira?

Landlæknisembættið

Zíkaveira telst til svokallaðra flaviveira (Flaviviridae) en meðal þeirra eru beinbrunaveira (e. dengue virus) og guluveira (e. yellow fever virus).

Zíkaveiran berst í menn með stungum moskítóflugna. Hún uppgötvaðist fyrst í Mið-Afríku á fimmta áratug síðustu aldar og dregur nafn sitt af Zíkafrumskóginum í Úganda. Sýking af völdum veirunnar var talin sjaldgæf og bundin við Afríku og Asíu. Vorið 2015 varð vart við mikla útbreiðslu zíkaveiru í Brasilíu. Samtímis því varð vart við aukningu á fósturskaða sem leiddi til vanþroska á heila barnsins (e. microcephaly).

Talið er líklegt zíkaveiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist með smáheila (e. microcephaly). Heilinn og höfuðið er þá minna en eðlilegt getur talist með ýmis konar afleiðingum. Til vinstri, barn með smáheila, til hægri barn með eðlilega höfuðstærð

Þann 1. febrúar 2016 kom yfirlýsing frá aðalframkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) að aukning á höfuðsmæð og vansköpunum í miðtaugakerfi barna í Brasilíu og Frönsku Polynesíu sé bráð ógn við lýðheilsu sem varðar þjóðir heims. Bráðanefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnar (WHO) var kölluð saman vegna þessa og í áliti hennar kemur fram að sterkt samband sé á milli zíkaveirusýkingar á meðgöngu og höfuðsmæðar þó ekki sé búið að sýna óyggjandi fram á orsakasamband.

Talið er að um 80% þeirra sem smitast af zíkaveiru fái engin einkenni en hjá þeim 20% sem veikjast þá eru algengustu einkennin hiti, útbrot, liðverkir og hvarmabólga. Einkennin vara frá nokkrum dögum upp í viku en leiða sjaldan til sjúkrahúsvistar. Í mjög sjaldgæfum tilvikum er talið að veiran geti valdið heilkenni bráðrar fjöltaugabólgu (e. Gullain-Barré syndrome).

Zíkaveiran berst helst í menn með biti moskítóflugna. Við dvöl á svæðum í Mið-og Suður-Ameríku þar sem zíkaveiran er útbreidd er ráðlagt að nota moskítófælandi áburð og klæðast síðerma skyrtum og síðbuxum. Einnig er mikilvægt að nota moskítónet með eða án flugnafælandi efni. Sýkingin getur einnig borist frá móður til fósturs og hugsanlegt er að sýkingin geti borist með blóðgjöf.

Zíkaveiran berst helst í menn við bit moskítóflugna af tegundinni Aedes aegypti. Moskítóflugur þrífast ekki á Íslandi og því er harla ólíklegt að veiran valdi usla hér á landi.

Greint hefur verið frá örfáum tilvikum þar sem smit með kynmökum gæti hafa orðið og veiran hefur greinst í sæði í allt að 4 vikur eftir veikindi. Vegna skorts á þekkingu á smiti zíkaveiru með kynmökum er karlmönnum ráðlagt að gæta ýtrustu varúðar þar til meiri þekking er til staðar. Karlmenn sem stunda kynlíf og hafa ferðast á svæðum í Mið-og Suður-Ameríku er ráðlagt að nota smokka í allt að fjórar vikur eftir heimkomu.

Á vefnum Gen.is er hægt að lesa um smáheila eða microcephaly.

Myndir:


Þetta svar er fengið úr Leiðbeiningum vegna ferða barnshafandi kvenna til svæða í Mið- og Suður-Ameríku þar sem Zíkaveira er landlæg sem Landlæknisembættið gaf út 5. febrúar 2016 og finna má á vef embættisins. Svarið er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Landlæknisembættið

embætti landlæknis

Útgáfudagur

9.2.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Landlæknisembættið. „Hvernig smitast zíkaveira?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2016. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71622.

Landlæknisembættið. (2016, 9. febrúar). Hvernig smitast zíkaveira? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71622

Landlæknisembættið. „Hvernig smitast zíkaveira?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2016. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71622>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig smitast zíkaveira?
Zíkaveira telst til svokallaðra flaviveira (Flaviviridae) en meðal þeirra eru beinbrunaveira (e. dengue virus) og guluveira (e. yellow fever virus).

Zíkaveiran berst í menn með stungum moskítóflugna. Hún uppgötvaðist fyrst í Mið-Afríku á fimmta áratug síðustu aldar og dregur nafn sitt af Zíkafrumskóginum í Úganda. Sýking af völdum veirunnar var talin sjaldgæf og bundin við Afríku og Asíu. Vorið 2015 varð vart við mikla útbreiðslu zíkaveiru í Brasilíu. Samtímis því varð vart við aukningu á fósturskaða sem leiddi til vanþroska á heila barnsins (e. microcephaly).

Talið er líklegt zíkaveiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist með smáheila (e. microcephaly). Heilinn og höfuðið er þá minna en eðlilegt getur talist með ýmis konar afleiðingum. Til vinstri, barn með smáheila, til hægri barn með eðlilega höfuðstærð

Þann 1. febrúar 2016 kom yfirlýsing frá aðalframkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) að aukning á höfuðsmæð og vansköpunum í miðtaugakerfi barna í Brasilíu og Frönsku Polynesíu sé bráð ógn við lýðheilsu sem varðar þjóðir heims. Bráðanefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnar (WHO) var kölluð saman vegna þessa og í áliti hennar kemur fram að sterkt samband sé á milli zíkaveirusýkingar á meðgöngu og höfuðsmæðar þó ekki sé búið að sýna óyggjandi fram á orsakasamband.

Talið er að um 80% þeirra sem smitast af zíkaveiru fái engin einkenni en hjá þeim 20% sem veikjast þá eru algengustu einkennin hiti, útbrot, liðverkir og hvarmabólga. Einkennin vara frá nokkrum dögum upp í viku en leiða sjaldan til sjúkrahúsvistar. Í mjög sjaldgæfum tilvikum er talið að veiran geti valdið heilkenni bráðrar fjöltaugabólgu (e. Gullain-Barré syndrome).

Zíkaveiran berst helst í menn með biti moskítóflugna. Við dvöl á svæðum í Mið-og Suður-Ameríku þar sem zíkaveiran er útbreidd er ráðlagt að nota moskítófælandi áburð og klæðast síðerma skyrtum og síðbuxum. Einnig er mikilvægt að nota moskítónet með eða án flugnafælandi efni. Sýkingin getur einnig borist frá móður til fósturs og hugsanlegt er að sýkingin geti borist með blóðgjöf.

Zíkaveiran berst helst í menn við bit moskítóflugna af tegundinni Aedes aegypti. Moskítóflugur þrífast ekki á Íslandi og því er harla ólíklegt að veiran valdi usla hér á landi.

Greint hefur verið frá örfáum tilvikum þar sem smit með kynmökum gæti hafa orðið og veiran hefur greinst í sæði í allt að 4 vikur eftir veikindi. Vegna skorts á þekkingu á smiti zíkaveiru með kynmökum er karlmönnum ráðlagt að gæta ýtrustu varúðar þar til meiri þekking er til staðar. Karlmenn sem stunda kynlíf og hafa ferðast á svæðum í Mið-og Suður-Ameríku er ráðlagt að nota smokka í allt að fjórar vikur eftir heimkomu.

Á vefnum Gen.is er hægt að lesa um smáheila eða microcephaly.

Myndir:


Þetta svar er fengið úr Leiðbeiningum vegna ferða barnshafandi kvenna til svæða í Mið- og Suður-Ameríku þar sem Zíkaveira er landlæg sem Landlæknisembættið gaf út 5. febrúar 2016 og finna má á vef embættisins. Svarið er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...