Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað eru margir kosningabærir Íslendingar í dag?

EDS

Allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi eiga rétt á að kjósa í kosningum til Alþingis og í forsetakosningum. Íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa til útlanda halda þessum rétti í átta ár frá því að þeir flytja lögheimili af landinu og lengur ef sótt er um slíkt til Þjóðskrár Íslands.

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili á viðmiðunardegi fimm vikum fyrir kjördag. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Kjörskrár á að leggja fram ekki síðar en tíu dögum fyrir kjördag. Þá gefst kostur á að gera athugasemdir og eiga sveitarstjórnir strax að taka til meðferðar þær athugasemdir sem kunna að berast og gera viðeigandi leiðréttingar, ef við á. Slíka leiðréttingu má gera fram á kjördag.

Árið 2016 eru kosningabærir Íslendingar um það bil 245.000.

Af þessu leiðir að hárnákvæmur fjöldi á kjörskrá liggur í raun ekki fyrir fyrr en að kosningum kemur. Endanleg tala kjósenda á kjörskrá er birt að kosningum loknum í skýrslu um kosningarnar og er þar búið að taka tillit til tölu látinna og þeirra sem fá nýtt ríkisfang eftir að kjörskrárstofnar voru unnir, svo og breytinga sem verða á kjörskrá vegna leiðréttinga.

Þegar þetta svar er skrifað eru næstu kosningar til Alþingis þann 29. október 2016. Eðli málsins samkvæmt liggja nú ekki fyrir upplýsingar um hversu margir eiga rétt á að kjósa þá. En ef þetta svar er lesið eftir kosningarnar má benda á að Þjóðskrá heldur utan um talnaefni varðandi liðnar kosningar, þar á meðal fjölda á kjörskrá.

Íslendingar kusu sér forseta 25. júní 2016. Þá voru 245.004 á kjörskrá en rétt er að taka fram að ekki er komin út skýrsla um kosningarnar þar sem búið er að taka tillit til breytinga sem kunna að hafa orðið eftir að kjörskrá var lögð fram. Þessi kjörskrá gefur þó góða mynd af því hversu margir hafa rétt á að kjósa í alþingiskosningum haustið 2016, breytingarnar á þremur mánuðum eru varla mjög afgerandi.

Til samanburðar má nefna að þegar síðast var kosið til Alþingis, 27. apríl 2013 voru alls 237.807 á kjörskrá og af þeim greiddu 193.828 atkvæði eða 81,5% kjósenda.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.10.2016

Spyrjandi

Páll Kristjánsson

Tilvísun

EDS. „Hvað eru margir kosningabærir Íslendingar í dag?“ Vísindavefurinn, 10. október 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71703.

EDS. (2016, 10. október). Hvað eru margir kosningabærir Íslendingar í dag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71703

EDS. „Hvað eru margir kosningabærir Íslendingar í dag?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71703>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir kosningabærir Íslendingar í dag?
Allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi eiga rétt á að kjósa í kosningum til Alþingis og í forsetakosningum. Íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa til útlanda halda þessum rétti í átta ár frá því að þeir flytja lögheimili af landinu og lengur ef sótt er um slíkt til Þjóðskrár Íslands.

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili á viðmiðunardegi fimm vikum fyrir kjördag. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Kjörskrár á að leggja fram ekki síðar en tíu dögum fyrir kjördag. Þá gefst kostur á að gera athugasemdir og eiga sveitarstjórnir strax að taka til meðferðar þær athugasemdir sem kunna að berast og gera viðeigandi leiðréttingar, ef við á. Slíka leiðréttingu má gera fram á kjördag.

Árið 2016 eru kosningabærir Íslendingar um það bil 245.000.

Af þessu leiðir að hárnákvæmur fjöldi á kjörskrá liggur í raun ekki fyrir fyrr en að kosningum kemur. Endanleg tala kjósenda á kjörskrá er birt að kosningum loknum í skýrslu um kosningarnar og er þar búið að taka tillit til tölu látinna og þeirra sem fá nýtt ríkisfang eftir að kjörskrárstofnar voru unnir, svo og breytinga sem verða á kjörskrá vegna leiðréttinga.

Þegar þetta svar er skrifað eru næstu kosningar til Alþingis þann 29. október 2016. Eðli málsins samkvæmt liggja nú ekki fyrir upplýsingar um hversu margir eiga rétt á að kjósa þá. En ef þetta svar er lesið eftir kosningarnar má benda á að Þjóðskrá heldur utan um talnaefni varðandi liðnar kosningar, þar á meðal fjölda á kjörskrá.

Íslendingar kusu sér forseta 25. júní 2016. Þá voru 245.004 á kjörskrá en rétt er að taka fram að ekki er komin út skýrsla um kosningarnar þar sem búið er að taka tillit til breytinga sem kunna að hafa orðið eftir að kjörskrá var lögð fram. Þessi kjörskrá gefur þó góða mynd af því hversu margir hafa rétt á að kjósa í alþingiskosningum haustið 2016, breytingarnar á þremur mánuðum eru varla mjög afgerandi.

Til samanburðar má nefna að þegar síðast var kosið til Alþingis, 27. apríl 2013 voru alls 237.807 á kjörskrá og af þeim greiddu 193.828 atkvæði eða 81,5% kjósenda.

Heimildir og mynd:

...