Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað eru hvalbök og hvernig myndast þau?

Sigurður Steinþórsson

Um hvalbök og myndun þeirra skrifar Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni:

Jökulrákaðar klappir eru eitt af aðaleinkennum svæða sem skriðjöklar hafa farið yfir... Jökulsorfnir klapparhólar hafa oft sérkennilega lögun. Á þeirri hliðinni sem vísar móti skriðstefnunni, slithliðinni, en þar mæddi jökulþunginn mest á, eru þeir fremur sléttir og aflíðandi og oft fagurlega rákaðir eða rispaðir. Hliðin, sem vissi undan straumi, varhliðin, er hins vegar stöllótt og brött og oft með þverhnípt stál, enda hefur jökullinn plokkað þar úr berginu. Jökulsorfnar klappir af þessari gerð nefnast hvalbök. Þau eru mjög algeng hér á landi og setja stundum svip á landslag, svo sem á Mýrum, í Borgarfirði, Eyjafirði og á Fljótsdalshéraði. Í Reykjavík og nágrenni eru hvalbök algeng, t.d. efst í Ártúnsbrekku, á Valhúsahæð og víðar. Hvalbök gefa ásamt jökulrákum skriðstefnu jökla mjög vel og áreiðanlega til kynna og veita vitneskjum um stærð og skriðstefnu ísaldarjökla.

Nafnið sjálft vísar að sjálfsögðu til þess hve líkir jökulsorfnir klapparhólar geta verið baki stórhvelis sem rekur kryppuna upp úr sjónum.

Snið gegnum hvalbak sýnir aflíðandi slithlið (móti ísstraumi) og stöflótta varhlið (undan ísstraumi).

Hvalbak í Nant Ffrancon dalnum í Wales.

Heimild og myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

30.5.2016

Spyrjandi

Margrét Árnadóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru hvalbök og hvernig myndast þau?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2016. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71846.

Sigurður Steinþórsson. (2016, 30. maí). Hvað eru hvalbök og hvernig myndast þau? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71846

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru hvalbök og hvernig myndast þau?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2016. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71846>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hvalbök og hvernig myndast þau?
Um hvalbök og myndun þeirra skrifar Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni:

Jökulrákaðar klappir eru eitt af aðaleinkennum svæða sem skriðjöklar hafa farið yfir... Jökulsorfnir klapparhólar hafa oft sérkennilega lögun. Á þeirri hliðinni sem vísar móti skriðstefnunni, slithliðinni, en þar mæddi jökulþunginn mest á, eru þeir fremur sléttir og aflíðandi og oft fagurlega rákaðir eða rispaðir. Hliðin, sem vissi undan straumi, varhliðin, er hins vegar stöllótt og brött og oft með þverhnípt stál, enda hefur jökullinn plokkað þar úr berginu. Jökulsorfnar klappir af þessari gerð nefnast hvalbök. Þau eru mjög algeng hér á landi og setja stundum svip á landslag, svo sem á Mýrum, í Borgarfirði, Eyjafirði og á Fljótsdalshéraði. Í Reykjavík og nágrenni eru hvalbök algeng, t.d. efst í Ártúnsbrekku, á Valhúsahæð og víðar. Hvalbök gefa ásamt jökulrákum skriðstefnu jökla mjög vel og áreiðanlega til kynna og veita vitneskjum um stærð og skriðstefnu ísaldarjökla.

Nafnið sjálft vísar að sjálfsögðu til þess hve líkir jökulsorfnir klapparhólar geta verið baki stórhvelis sem rekur kryppuna upp úr sjónum.

Snið gegnum hvalbak sýnir aflíðandi slithlið (móti ísstraumi) og stöflótta varhlið (undan ísstraumi).

Hvalbak í Nant Ffrancon dalnum í Wales.

Heimild og myndir:

...