Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er að hafa tögl og hagldir?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin frá Ragnari hljóðaði svona:
Nú er oft talað um að hafa töglin og hagldirnar í einhverju. Hvað er að hafa tögl og hagldir? Voru þetta verkfæri og ef svo er hvernig voru þau notuð hér áður fyrr?

Kvenkynsorðið högld var notað um horn- eða trélykkju sem reipi var dregið í gegnum þegar baggar voru bundnir. Ágæt skýringarmynd af högldum er á bls. 520 í Íslenskri orðabók Eddu frá 2002 (og síðar). Tagl í orðasambandinu merkir ‘reipi’ og orðasambandið í heild merkir ‘hafa öll ráð í höndum sér’. Það er úr heyskaparmáli.

Fjórar hagldir úr við. Hagldirnar eru varðveittar í Byggðasafni Árnesinga. Orðasambandið í heild merkir ‘hafa öll ráð í höndum sér’. Það er úr heyskaparmáli.

Jón Friðjónsson lýsir verklaginu vel í riti sínu Mergur málsins (2006:870). Lýsing hans er þessi: „Ef tveir unnu við heyband hélt annar um reipin (töglin) við hagldirnar (lá á bagganum) og gætti þess að reipið hlypi ekki til baka. Á honum hvíldi því ábyrgðin, hann stjórnaði verkinu, og sá sem hvort tveggja gerir ræður öllu, og ef einn batt hafði hann bæði tögl og hagldir.“ Góð skýringarmynd fylgir.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.7.2016

Spyrjandi

Ragnar Ingi Danner, Stína

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er að hafa tögl og hagldir? “ Vísindavefurinn, 18. júlí 2016. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71973.

Guðrún Kvaran. (2016, 18. júlí). Hvað er að hafa tögl og hagldir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71973

Guðrún Kvaran. „Hvað er að hafa tögl og hagldir? “ Vísindavefurinn. 18. júl. 2016. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71973>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er að hafa tögl og hagldir?
Upprunalega spurningin frá Ragnari hljóðaði svona:

Nú er oft talað um að hafa töglin og hagldirnar í einhverju. Hvað er að hafa tögl og hagldir? Voru þetta verkfæri og ef svo er hvernig voru þau notuð hér áður fyrr?

Kvenkynsorðið högld var notað um horn- eða trélykkju sem reipi var dregið í gegnum þegar baggar voru bundnir. Ágæt skýringarmynd af högldum er á bls. 520 í Íslenskri orðabók Eddu frá 2002 (og síðar). Tagl í orðasambandinu merkir ‘reipi’ og orðasambandið í heild merkir ‘hafa öll ráð í höndum sér’. Það er úr heyskaparmáli.

Fjórar hagldir úr við. Hagldirnar eru varðveittar í Byggðasafni Árnesinga. Orðasambandið í heild merkir ‘hafa öll ráð í höndum sér’. Það er úr heyskaparmáli.

Jón Friðjónsson lýsir verklaginu vel í riti sínu Mergur málsins (2006:870). Lýsing hans er þessi: „Ef tveir unnu við heyband hélt annar um reipin (töglin) við hagldirnar (lá á bagganum) og gætti þess að reipið hlypi ekki til baka. Á honum hvíldi því ábyrgðin, hann stjórnaði verkinu, og sá sem hvort tveggja gerir ræður öllu, og ef einn batt hafði hann bæði tögl og hagldir.“ Góð skýringarmynd fylgir.

Mynd:

...