Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvenær barst metrakerfið til Íslands?

Kristín Bjarnadóttir

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvenær barst metrakerfið til Íslands, hvernig barst það til Íslands og hvers vegna?

Metrakerfið er upprunnið á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar og var formlega tekið í notkun í Frakklandi árið 1795. Það var andsvar við mörgum og ólíkum kerfum mælieininga sem ollu vanda í sívaxandi viðskiptum héraða og landa á milli.

Grunneining metrakerfisins er lengdareiningin metri. Metrinn var í upphafi ákvarðaður einn tíu milljónasti hluti vegalengdarinnar frá norðurpól til miðbaugs. Hann var þannig óháður mannlegum eiginleikum svo sem lengd þumlungs, fets, eða álnar, lengd handleggs frá olnboga.

Árið 1902 var gefið út á Akureyri Nýtt vasakver handa alþýðu um peninga, vog og mál, almenn gjöld, helstu lagaboð o.fl. Þar segir að rúmmáliðlítri sem sé 1 desimetri að teningsmáli. Vog metrakerfisins sé miðað við mál þessi: 1 lítri vatns veginn sé nefndur kílógramm.

Einingarnar metri, lítri og (kíló)gramm voru þannig tengdar saman. Þessi viðmið eru ekki lengur gjaldgeng vegna aukinnar nákvæmni í mælingum. Grundvallarhugmyndin er þó enn í fullu gildi: einingarnar eru tengdar saman í tugakerfi sem gerir auðvelt að reikna með þeim.

Grunneining metrakerfisins er lengdareiningin metri. Metrakerfið var lögtekið á Alþingi árið 1907 og innleitt 1. janúar 1910.

Samræmt mælieiningakerfi auðveldaði milliríkjaviðskipti til muna. Árið 1875 var haldin alþjóðleg ráðstefna til að efna til sáttmála um metrakerfið. Þá höfðu tveir þriðju hlutar íbúa Evrópu tekið kerfið upp. Vissulega höfðu þessi tíðindi borist til Íslands en nokkurn tíma tók að metrakerfið næði viðurkenningu og útbreiðslu. Innanlandsviðskipti voru enn lítil og Danir, aðalviðskiptaþjóðin, hafði ekki enn tekið það upp.

Eiríkur Briem var ötull höfundur íslenskra kennslubóka í reikningi. Fyrsta útgáfa Reikningsbókar hans kom út árið 1869, og hin síðasta árið 1911. Eiríkur kynnti metrakerfið í fyrstu prentun síðari hluta kennslubókar sinnar frá árinu 1880. Kaflinn bar heitið Um mál, vigt og peninga í mörgum löndum. Þar voru raktir kostir metrakerfisins. Margar þjóðir hefðu þegar tekið það upp og reikningurinn yrði miklu einfaldari en ella. Engin dæmi voru samt um notkun metrakerfisins að finna í þessari bók. Í fjórðu prentun bókarinnar frá 1905 var kaflinn horfinn.

En málið var komið á hreyfingu. Árið 1897 kom fram frumvarp á Alþingi um metramæli en náði ekki fram að ganga. Vasakverið handa alþýðu um peninga, mál og vog kom út árið 1902 eins og fyrr segir. Árið 1907 var greint frá því á Alþingi að metrakerfið væri alls staðar í Evrópu annaðhvort lögboðið eða lögleyft og síðast í Danmörku á nýliðnu þingi þar. Nú snerust umræður á þingi og í dagblöðum mestmegnis um það hvort íslenska skyldi heiti mælieininganna eða halda erlendu heitunum. Og væri þeim haldið, skyldi þá stafsetja orðið „gram“ með einu eða tveimur m-um? Málið var í höfn og metrakerfið var lögtekið á Alþingi árið 1907 og innleitt 1. janúar 1910. Erlendu heitin voru látin halda sér, þau þóttu hentugri í milliríkjaviðskiptum.

Auglýsing um inntöku nýrra nemenda í Alþýðuskólann á Hvammstanga árið 1921. Á meðal inntökuskilyrða var að þekkja metrakerfi, hafa óflekkað mannorð og engan næman sjúkdóm.

Allar breytingar taka sinn tíma í hugum fólks. Langt fram eftir 20. öld var lítrinn kallaður pottur eins og gamla lagareiningin hét þótt lítramálið væri notað. Fjórðungur úr lítra var kallaður peli. Hálft kílógramm, til dæmis af skyri eða smjöri, var líka kallað pund. Málin breyttust samt. Sett var upp löggildingarstofa árið 1918 til að gæta þess að mælieiningar og mælitæki væru í samræmi við alþjóðlega staðla. Ísland var líka orðið fullvalda ríki og orðið fullgildur þátttakandi í veröldinni og alþjóðlegu samstarfi.

Heimildir:
  • Alþingistíðindi 1907.
  • Eiríkur Briem. (1880). Reikningsbók. Önnur útgáfa, endurskoðuð. Reykjavík: Einar Þórðarson.
  • Eiríkur Briem. (1905). Reikningsbók. Annar partur. Fjórða prentun. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
  • Metric system. Wikipedia: The free Encyclopedia. (Skoðað 08.02.2017).
  • Nýtt vasakver handa alþýðu. Um peninga, vog, mál, almenn gjöld, helstu lagaboð o.fl. Akureyri: Frb. Steinsson, 1902.

Mynd:

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

14.2.2017

Spyrjandi

Kári Valtýsson, Anna Eyvindar

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Hvenær barst metrakerfið til Íslands?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2017. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72442.

Kristín Bjarnadóttir. (2017, 14. febrúar). Hvenær barst metrakerfið til Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72442

Kristín Bjarnadóttir. „Hvenær barst metrakerfið til Íslands?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2017. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72442>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær barst metrakerfið til Íslands?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvenær barst metrakerfið til Íslands, hvernig barst það til Íslands og hvers vegna?

Metrakerfið er upprunnið á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar og var formlega tekið í notkun í Frakklandi árið 1795. Það var andsvar við mörgum og ólíkum kerfum mælieininga sem ollu vanda í sívaxandi viðskiptum héraða og landa á milli.

Grunneining metrakerfisins er lengdareiningin metri. Metrinn var í upphafi ákvarðaður einn tíu milljónasti hluti vegalengdarinnar frá norðurpól til miðbaugs. Hann var þannig óháður mannlegum eiginleikum svo sem lengd þumlungs, fets, eða álnar, lengd handleggs frá olnboga.

Árið 1902 var gefið út á Akureyri Nýtt vasakver handa alþýðu um peninga, vog og mál, almenn gjöld, helstu lagaboð o.fl. Þar segir að rúmmáliðlítri sem sé 1 desimetri að teningsmáli. Vog metrakerfisins sé miðað við mál þessi: 1 lítri vatns veginn sé nefndur kílógramm.

Einingarnar metri, lítri og (kíló)gramm voru þannig tengdar saman. Þessi viðmið eru ekki lengur gjaldgeng vegna aukinnar nákvæmni í mælingum. Grundvallarhugmyndin er þó enn í fullu gildi: einingarnar eru tengdar saman í tugakerfi sem gerir auðvelt að reikna með þeim.

Grunneining metrakerfisins er lengdareiningin metri. Metrakerfið var lögtekið á Alþingi árið 1907 og innleitt 1. janúar 1910.

Samræmt mælieiningakerfi auðveldaði milliríkjaviðskipti til muna. Árið 1875 var haldin alþjóðleg ráðstefna til að efna til sáttmála um metrakerfið. Þá höfðu tveir þriðju hlutar íbúa Evrópu tekið kerfið upp. Vissulega höfðu þessi tíðindi borist til Íslands en nokkurn tíma tók að metrakerfið næði viðurkenningu og útbreiðslu. Innanlandsviðskipti voru enn lítil og Danir, aðalviðskiptaþjóðin, hafði ekki enn tekið það upp.

Eiríkur Briem var ötull höfundur íslenskra kennslubóka í reikningi. Fyrsta útgáfa Reikningsbókar hans kom út árið 1869, og hin síðasta árið 1911. Eiríkur kynnti metrakerfið í fyrstu prentun síðari hluta kennslubókar sinnar frá árinu 1880. Kaflinn bar heitið Um mál, vigt og peninga í mörgum löndum. Þar voru raktir kostir metrakerfisins. Margar þjóðir hefðu þegar tekið það upp og reikningurinn yrði miklu einfaldari en ella. Engin dæmi voru samt um notkun metrakerfisins að finna í þessari bók. Í fjórðu prentun bókarinnar frá 1905 var kaflinn horfinn.

En málið var komið á hreyfingu. Árið 1897 kom fram frumvarp á Alþingi um metramæli en náði ekki fram að ganga. Vasakverið handa alþýðu um peninga, mál og vog kom út árið 1902 eins og fyrr segir. Árið 1907 var greint frá því á Alþingi að metrakerfið væri alls staðar í Evrópu annaðhvort lögboðið eða lögleyft og síðast í Danmörku á nýliðnu þingi þar. Nú snerust umræður á þingi og í dagblöðum mestmegnis um það hvort íslenska skyldi heiti mælieininganna eða halda erlendu heitunum. Og væri þeim haldið, skyldi þá stafsetja orðið „gram“ með einu eða tveimur m-um? Málið var í höfn og metrakerfið var lögtekið á Alþingi árið 1907 og innleitt 1. janúar 1910. Erlendu heitin voru látin halda sér, þau þóttu hentugri í milliríkjaviðskiptum.

Auglýsing um inntöku nýrra nemenda í Alþýðuskólann á Hvammstanga árið 1921. Á meðal inntökuskilyrða var að þekkja metrakerfi, hafa óflekkað mannorð og engan næman sjúkdóm.

Allar breytingar taka sinn tíma í hugum fólks. Langt fram eftir 20. öld var lítrinn kallaður pottur eins og gamla lagareiningin hét þótt lítramálið væri notað. Fjórðungur úr lítra var kallaður peli. Hálft kílógramm, til dæmis af skyri eða smjöri, var líka kallað pund. Málin breyttust samt. Sett var upp löggildingarstofa árið 1918 til að gæta þess að mælieiningar og mælitæki væru í samræmi við alþjóðlega staðla. Ísland var líka orðið fullvalda ríki og orðið fullgildur þátttakandi í veröldinni og alþjóðlegu samstarfi.

Heimildir:
  • Alþingistíðindi 1907.
  • Eiríkur Briem. (1880). Reikningsbók. Önnur útgáfa, endurskoðuð. Reykjavík: Einar Þórðarson.
  • Eiríkur Briem. (1905). Reikningsbók. Annar partur. Fjórða prentun. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
  • Metric system. Wikipedia: The free Encyclopedia. (Skoðað 08.02.2017).
  • Nýtt vasakver handa alþýðu. Um peninga, vog, mál, almenn gjöld, helstu lagaboð o.fl. Akureyri: Frb. Steinsson, 1902.

Mynd:

...