Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?

Snæbjörn Guðmundsson

Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir um 12-14 milljónum ára. Á milli hraunlaganna liggja forn jarðvegslög, sem eru auðrofnari en hraunlögin, og mynda þessi lög góðar syllur fyrir fuglavarp.

Látrabjarg er um 14 km á lengd og liggur frá Bjargtöngum í vestri að Keflavík í austri. Hæst liggur það í yfir 440 m hæð þar sem heitir Heiðnakinn en víðast hvar annars staðar er það um og yfir 300 m hátt. Milljónir sjófugla verpa og lifa í bjarginu yfir sumartímann og er það jafnan talið vera stærsta fuglabjarg Evrópu, sumir segja í heiminum.

Frá vestasta hluta bjargsins við Bjargtanga er um 6 km gangur meðfram bjargbrúninni austur að Heiðnukinn og er mest af bjargfuglinum á þessari leið. Útsýnið af Heiðnukinn yfir Breiðafjörðinn og nálægar sveitir er stórkostlegt. Vegna hins mikla fjölda fugla í bjarginu hefur það alla tíð verið gríðarleg matarkista og hafa ábúendur umhverfis bjargið sigið í það eftir bæði fugli og eggjum. Slys hafa þó ekki verið fátíð og lögðust sig- og veiðiferðir í bjargið að mestu af eftir hörmulegt slys þar árið 1926 þegar tveir menn hröpuðu til bana.

Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir um 12-14 milljónum ára. Á milli hraunlaganna liggja forn jarðvegslög, sem eru auðrofnari en hraunlögin, og mynda þessi lög góðar syllur fyrir fuglavarp.

Látrabjarg hefur þó ekki aðeins komið við sögu þjóðarinnar sem gjöfult matarbúr heldur hefur sjófarendum alla tíð staðið stuggur af því. Mikill sjávarstraumur liggur út Breiðafjörðinn meðfram Látrabjargi og nefnist það Látraröst þar sem straumurinn fer fyrir Bjargtanga. Fengsæl fiskimið eru sitt hvorum megin við og langt út af Látraröstinni svo þangað hafa sjómenn löngum sótt auk þess sem fjölfarnar sjóleiðir liggja þar um.

Sterkir sjávarstraumarnir valda því hins vegar að jafnvel í þokkalega góðu veðri er erfitt að stýra bátum og skipum meðfram bjarginu og fram hjá Bjargtöngum. Þannig myndast mikil iðuköst og brotsjóir langt út frá landi og forðast menn að sigla nær landi en nokkrar sjómílur. Margir skipskaðar hafa því orðið undir Látrabjargi, en nánast hvergi er hægt að leita góðs vars undir bjarginu. Ef bát eða skip rekur upp í bjargið er þung aldan ekki lengi að brjóta fleyið í spón. Síðasta strand við Látrabjarg varð í desember 1947 þegar breski togarinn Dhoon fórst. Þar var mikið björgunarafrek unnið af ábúendum í Útvíkunum, en svo nefnast víkurnar norður af Látrabjargi.

Milljónir sjófugla verpa og lifa í bjarginu yfir sumartímann og er það jafnan talið vera stærsta fuglabjarg Evrópu, sumir segja í heiminum.

Aðgengilegast er Látrabjarg frá Bjargtöngum. Þaðan er auðvelt að komast til að skoða jarðfræði bjargsins og fuglana. Eins og áður segir er bjargið hlaðið upp af misþykkum hraunlögum. Á milli hraunlaganna liggja forn jarðvegslög, en þau veðrast auðveldlegar heldur en hraunlögin. Myndast því góðar syllur ofan við hvert hraunlag, þar sem bjargfuglar liggja á eggjum. Þar sem bjargið er lægst við Bjargtanga eru hraunlögin aðeins þrjú eða fjögur en við Heiðnukinn eru lögin 26 talsins. Ef gengið er meðfram brúninni er víða hægt að sjá hraunlögin tilsýndar. Þar sem heitir Ritugjá, um 300 m frá Bjargtöngum, er stór gjá inn í bjargið, þar sem hentugt er að sjá hraunlagastaflann niður að sjó.

Neðst í bjarginu niðri við sjóinn sjást lágir hellar þar sem aldan holar bergið. Hellarnir ná töluvert undir bergstálið og þegar rof öldunnar hefur gengið nógu lengi hrynur yfirliggjandi spilda úr bjarginu. Um leið og bergspilda hefur hrunið tekur sjávaraldan til við að mola hana niður og plokkast þannig hægt og rólega úr bjarginu. Stærsta hrunspildan sem liggur undir bjarginu nefnist Stórurð og eru þar heimkynni nálægt 40% af álkustofni heimsins. Nokkru austan við Ritugjá er komið að Barði, en það er stór berggangur sem skagar um 60 m út úr bjarginu niðri við sjó. Barðið er um 80 m hátt og er talið að þar hafist um 15.000 fuglar við yfir sumartímann.

Líkt og við önnur fuglabjörg er brún Látrabjargs víðast hvar mjög laus í sér, og getur hrunið undan henni fyrirvaralaust. Ber því að fara um bjargið með mikilli gát.

Heimildir:
  • Hjálmar R. Bárðarson. 1993. Vestfirðir. Hjálmar R. Bárðarson, Reykjavík.
  • McDougall, I., Leó Kristjánsson og Kristján Sæmundsson. 1984. Magnetostratigraphy and geochronology of Northwest Iceland. Journal of Geophysical Research 89, 7029-7060.
  • Þorvaldur Thoroddsen. 1904. Þættir úr jarðfræði Íslands. Andvari 29, 16-78.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands og er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Kristín spurði sérstaklega um það hvernig menn fóru að því ná eggjum úr bjarginu.

Höfundur

Snæbjörn Guðmundsson

jarðfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands

Útgáfudagur

25.8.2016

Spyrjandi

Kristín Ferrell

Tilvísun

Snæbjörn Guðmundsson. „Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2016. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72492.

Snæbjörn Guðmundsson. (2016, 25. ágúst). Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72492

Snæbjörn Guðmundsson. „Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2016. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72492>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?
Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir um 12-14 milljónum ára. Á milli hraunlaganna liggja forn jarðvegslög, sem eru auðrofnari en hraunlögin, og mynda þessi lög góðar syllur fyrir fuglavarp.

Látrabjarg er um 14 km á lengd og liggur frá Bjargtöngum í vestri að Keflavík í austri. Hæst liggur það í yfir 440 m hæð þar sem heitir Heiðnakinn en víðast hvar annars staðar er það um og yfir 300 m hátt. Milljónir sjófugla verpa og lifa í bjarginu yfir sumartímann og er það jafnan talið vera stærsta fuglabjarg Evrópu, sumir segja í heiminum.

Frá vestasta hluta bjargsins við Bjargtanga er um 6 km gangur meðfram bjargbrúninni austur að Heiðnukinn og er mest af bjargfuglinum á þessari leið. Útsýnið af Heiðnukinn yfir Breiðafjörðinn og nálægar sveitir er stórkostlegt. Vegna hins mikla fjölda fugla í bjarginu hefur það alla tíð verið gríðarleg matarkista og hafa ábúendur umhverfis bjargið sigið í það eftir bæði fugli og eggjum. Slys hafa þó ekki verið fátíð og lögðust sig- og veiðiferðir í bjargið að mestu af eftir hörmulegt slys þar árið 1926 þegar tveir menn hröpuðu til bana.

Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir um 12-14 milljónum ára. Á milli hraunlaganna liggja forn jarðvegslög, sem eru auðrofnari en hraunlögin, og mynda þessi lög góðar syllur fyrir fuglavarp.

Látrabjarg hefur þó ekki aðeins komið við sögu þjóðarinnar sem gjöfult matarbúr heldur hefur sjófarendum alla tíð staðið stuggur af því. Mikill sjávarstraumur liggur út Breiðafjörðinn meðfram Látrabjargi og nefnist það Látraröst þar sem straumurinn fer fyrir Bjargtanga. Fengsæl fiskimið eru sitt hvorum megin við og langt út af Látraröstinni svo þangað hafa sjómenn löngum sótt auk þess sem fjölfarnar sjóleiðir liggja þar um.

Sterkir sjávarstraumarnir valda því hins vegar að jafnvel í þokkalega góðu veðri er erfitt að stýra bátum og skipum meðfram bjarginu og fram hjá Bjargtöngum. Þannig myndast mikil iðuköst og brotsjóir langt út frá landi og forðast menn að sigla nær landi en nokkrar sjómílur. Margir skipskaðar hafa því orðið undir Látrabjargi, en nánast hvergi er hægt að leita góðs vars undir bjarginu. Ef bát eða skip rekur upp í bjargið er þung aldan ekki lengi að brjóta fleyið í spón. Síðasta strand við Látrabjarg varð í desember 1947 þegar breski togarinn Dhoon fórst. Þar var mikið björgunarafrek unnið af ábúendum í Útvíkunum, en svo nefnast víkurnar norður af Látrabjargi.

Milljónir sjófugla verpa og lifa í bjarginu yfir sumartímann og er það jafnan talið vera stærsta fuglabjarg Evrópu, sumir segja í heiminum.

Aðgengilegast er Látrabjarg frá Bjargtöngum. Þaðan er auðvelt að komast til að skoða jarðfræði bjargsins og fuglana. Eins og áður segir er bjargið hlaðið upp af misþykkum hraunlögum. Á milli hraunlaganna liggja forn jarðvegslög, en þau veðrast auðveldlegar heldur en hraunlögin. Myndast því góðar syllur ofan við hvert hraunlag, þar sem bjargfuglar liggja á eggjum. Þar sem bjargið er lægst við Bjargtanga eru hraunlögin aðeins þrjú eða fjögur en við Heiðnukinn eru lögin 26 talsins. Ef gengið er meðfram brúninni er víða hægt að sjá hraunlögin tilsýndar. Þar sem heitir Ritugjá, um 300 m frá Bjargtöngum, er stór gjá inn í bjargið, þar sem hentugt er að sjá hraunlagastaflann niður að sjó.

Neðst í bjarginu niðri við sjóinn sjást lágir hellar þar sem aldan holar bergið. Hellarnir ná töluvert undir bergstálið og þegar rof öldunnar hefur gengið nógu lengi hrynur yfirliggjandi spilda úr bjarginu. Um leið og bergspilda hefur hrunið tekur sjávaraldan til við að mola hana niður og plokkast þannig hægt og rólega úr bjarginu. Stærsta hrunspildan sem liggur undir bjarginu nefnist Stórurð og eru þar heimkynni nálægt 40% af álkustofni heimsins. Nokkru austan við Ritugjá er komið að Barði, en það er stór berggangur sem skagar um 60 m út úr bjarginu niðri við sjó. Barðið er um 80 m hátt og er talið að þar hafist um 15.000 fuglar við yfir sumartímann.

Líkt og við önnur fuglabjörg er brún Látrabjargs víðast hvar mjög laus í sér, og getur hrunið undan henni fyrirvaralaust. Ber því að fara um bjargið með mikilli gát.

Heimildir:
  • Hjálmar R. Bárðarson. 1993. Vestfirðir. Hjálmar R. Bárðarson, Reykjavík.
  • McDougall, I., Leó Kristjánsson og Kristján Sæmundsson. 1984. Magnetostratigraphy and geochronology of Northwest Iceland. Journal of Geophysical Research 89, 7029-7060.
  • Þorvaldur Thoroddsen. 1904. Þættir úr jarðfræði Íslands. Andvari 29, 16-78.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands og er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Kristín spurði sérstaklega um það hvernig menn fóru að því ná eggjum úr bjarginu.

...