Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver er stærstu orrustuskip sem smíðuð hafa verið?

G. Jökull Gíslason

Japönsku systurskipin Yamato og Musashi eru stærstu orrustuskip sem nokkurn tíma hafa verið smíðuð, 71.660 tonn og um 260 m löng. Þau voru smíðuð í Japan á árunum 1937 til 1942 og ætlað að styrkja japanska flotann. Skipin voru meðal annars búin níu 46 cm fallbyssum sem skiptust á þrjá fallbyssuturna. Hver fallbyssuturn vó um 2.774 tonn eða álíka og tundurspillir og hvert skot í þessar byssur var 1.460 kg á þyngd eða á við fólksbíl.

Þessi skip voru hönnuð á hápunkti japanskar hernaðarstefnu rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina og áttu að gegna mikilvægu hlutverki í yfirráðum Japana á Kyrrahafinu. Þau voru nefnd eftir japönsku héruðunum Yamato og Musashi. Yamato hefur þó dýpri merkingu og hefur verið notað til að tákna Japan og Japani. Musashi er ekki aðeins frægt hérað heldur einnig heiti á einum frægasta samúræja allra tíma Musashi Miyamoto (1584-1645).

Yamato í smíðum, mynd frá september 1941.

Þegar skipin voru tekin í notkun hafði hernaður á úthöfum breyst verulega. Orrustuskip voru ekki lengur aðalherskipin heldur höfðu flugmóðurskip tekið við stöðu þeirra sem mikilvægustu skipin. Fyrir vikið voru þessi skip að mestu í höfn í seinni heimsstyrjöldinni. Þeim var þó siglt til orrustu 1944-1945 en gátu lítið athafnað sig vegna yfirburða Bandaríkjanna í háloftunum. Í orrustunni um Leyte-flóa við Filippseyjar í október 1944 einbeittu Bandaríkjamenn sér að því að granda Musashi og hæfðu skipið með 19 tundurskeytum og 17 flugvélasprengjum sem sökktu því að lokum. Af 2.399 manna áhöfn var 1.367 bjargað. Daginn eftir réðst Yamato ásamt nokkrum stórum beitiskipum á litla bandaríska flotadeild og var það í eina skiptið sem vopnum skipsins var beitt í orrustu gegn óvininum. En litla flotadeildin varðist af þvílíkri hörku og dirfsku að þeim tókst að hrekja Japana í burtu.

Yamato biðu sömu örlög og Musashi í apríl 1945. Þá höfðu Bandaríkjamenn náð algjörum yfirburðum á hafi og voru farnir að þrengja verulega að Japönum. Til þess að hægja á framrás Bandaríkjamanna og verja Okinawa var Yamato stefnt þangað með það fyrir augum sigla því í strand og verða þannig einhvers konar ósökkvandi skotstöð notuð til að verja eyjuna þar til því yrði á endanum grandað. En Bandaríkjamenn komust að þessari áætlun Japana og réðust gegn skipinu. Upphaflega ætluðu þeir að senda sex af sínum nýjustu orrustuskipum gegn Yamato en þeirri áætlun var breytt og það voru flugvélar frá flugmóðurskipum sem sökktu Yamato áður en það komast á leiðarenda. Talið er að með skipinu hafi farist um 3.055 af 3.332 manna áhöfn.

Japönsku orrustuskipin Yamato og Musashi eru stærstu orrustuskip sem smíðuð hafa verið. Þau komu þó ekki að miklu gagni í Kyrrahafsstríðinu. Breytt hernaðartækni, þar á meðal aukið vægi orrustuflugvéla og kafbáta, olli því að skipin voru meira og minna bundin við bryggju en tóku lítinn þátt í hernaðarátökum.

Þess má geta að þriðja skip þessarar tegundar var til en áður en smíði þess lauk var því breytt úr orrustuskipi í flugmóðurskip. Það skip gekk undir heitinu Shinano. Það átti ekki farsælli feril en hin tvö þar sem því var sökkt af kafbáti í lok nóvember 1944, aðeins 10 dögum eftir að það var tekið í notkun. Með skipinu fórust 1.435 en rétt um 1.000 mönnum var bjargað.

Í Japan voru skipin Yamato og Musashi tákn um vald Japans og keisarans, og staðfestu þjóðarinnar í að verja hagsmuni sína gegn öðrum þjóðum, sér í lagi Bandaríkjunum. Þessi táknmynd gekk svo langt að til voru þeir sem trúðu því að á meðan skipin sigldu yrði Japan ekki sigrað í seinni heimsstyrjöldinni.

Heimildir og myndir:

Axel Máni vildi fá að vita allt um sjóhernað í seinni heimsstyrjöldinni. Hér er þeirri spurningu svarað að hluta og önnur svör á Vísindavefnum fjalla einnig um efnið.

Höfundur

G. Jökull Gíslason

rithöfundur og stundakennari hjá Endurmenntun HÍ

Útgáfudagur

21.11.2016

Spyrjandi

Axel Máni Gíslason

Tilvísun

G. Jökull Gíslason. „Hver er stærstu orrustuskip sem smíðuð hafa verið?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2016. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72707.

G. Jökull Gíslason. (2016, 21. nóvember). Hver er stærstu orrustuskip sem smíðuð hafa verið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72707

G. Jökull Gíslason. „Hver er stærstu orrustuskip sem smíðuð hafa verið?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2016. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72707>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er stærstu orrustuskip sem smíðuð hafa verið?
Japönsku systurskipin Yamato og Musashi eru stærstu orrustuskip sem nokkurn tíma hafa verið smíðuð, 71.660 tonn og um 260 m löng. Þau voru smíðuð í Japan á árunum 1937 til 1942 og ætlað að styrkja japanska flotann. Skipin voru meðal annars búin níu 46 cm fallbyssum sem skiptust á þrjá fallbyssuturna. Hver fallbyssuturn vó um 2.774 tonn eða álíka og tundurspillir og hvert skot í þessar byssur var 1.460 kg á þyngd eða á við fólksbíl.

Þessi skip voru hönnuð á hápunkti japanskar hernaðarstefnu rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina og áttu að gegna mikilvægu hlutverki í yfirráðum Japana á Kyrrahafinu. Þau voru nefnd eftir japönsku héruðunum Yamato og Musashi. Yamato hefur þó dýpri merkingu og hefur verið notað til að tákna Japan og Japani. Musashi er ekki aðeins frægt hérað heldur einnig heiti á einum frægasta samúræja allra tíma Musashi Miyamoto (1584-1645).

Yamato í smíðum, mynd frá september 1941.

Þegar skipin voru tekin í notkun hafði hernaður á úthöfum breyst verulega. Orrustuskip voru ekki lengur aðalherskipin heldur höfðu flugmóðurskip tekið við stöðu þeirra sem mikilvægustu skipin. Fyrir vikið voru þessi skip að mestu í höfn í seinni heimsstyrjöldinni. Þeim var þó siglt til orrustu 1944-1945 en gátu lítið athafnað sig vegna yfirburða Bandaríkjanna í háloftunum. Í orrustunni um Leyte-flóa við Filippseyjar í október 1944 einbeittu Bandaríkjamenn sér að því að granda Musashi og hæfðu skipið með 19 tundurskeytum og 17 flugvélasprengjum sem sökktu því að lokum. Af 2.399 manna áhöfn var 1.367 bjargað. Daginn eftir réðst Yamato ásamt nokkrum stórum beitiskipum á litla bandaríska flotadeild og var það í eina skiptið sem vopnum skipsins var beitt í orrustu gegn óvininum. En litla flotadeildin varðist af þvílíkri hörku og dirfsku að þeim tókst að hrekja Japana í burtu.

Yamato biðu sömu örlög og Musashi í apríl 1945. Þá höfðu Bandaríkjamenn náð algjörum yfirburðum á hafi og voru farnir að þrengja verulega að Japönum. Til þess að hægja á framrás Bandaríkjamanna og verja Okinawa var Yamato stefnt þangað með það fyrir augum sigla því í strand og verða þannig einhvers konar ósökkvandi skotstöð notuð til að verja eyjuna þar til því yrði á endanum grandað. En Bandaríkjamenn komust að þessari áætlun Japana og réðust gegn skipinu. Upphaflega ætluðu þeir að senda sex af sínum nýjustu orrustuskipum gegn Yamato en þeirri áætlun var breytt og það voru flugvélar frá flugmóðurskipum sem sökktu Yamato áður en það komast á leiðarenda. Talið er að með skipinu hafi farist um 3.055 af 3.332 manna áhöfn.

Japönsku orrustuskipin Yamato og Musashi eru stærstu orrustuskip sem smíðuð hafa verið. Þau komu þó ekki að miklu gagni í Kyrrahafsstríðinu. Breytt hernaðartækni, þar á meðal aukið vægi orrustuflugvéla og kafbáta, olli því að skipin voru meira og minna bundin við bryggju en tóku lítinn þátt í hernaðarátökum.

Þess má geta að þriðja skip þessarar tegundar var til en áður en smíði þess lauk var því breytt úr orrustuskipi í flugmóðurskip. Það skip gekk undir heitinu Shinano. Það átti ekki farsælli feril en hin tvö þar sem því var sökkt af kafbáti í lok nóvember 1944, aðeins 10 dögum eftir að það var tekið í notkun. Með skipinu fórust 1.435 en rétt um 1.000 mönnum var bjargað.

Í Japan voru skipin Yamato og Musashi tákn um vald Japans og keisarans, og staðfestu þjóðarinnar í að verja hagsmuni sína gegn öðrum þjóðum, sér í lagi Bandaríkjunum. Þessi táknmynd gekk svo langt að til voru þeir sem trúðu því að á meðan skipin sigldu yrði Japan ekki sigrað í seinni heimsstyrjöldinni.

Heimildir og myndir:

Axel Máni vildi fá að vita allt um sjóhernað í seinni heimsstyrjöldinni. Hér er þeirri spurningu svarað að hluta og önnur svör á Vísindavefnum fjalla einnig um efnið.

...