Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Nú eru að koma kosningar, er ekki til reiknilíkan af samfélaginu sem flestir eru sammála um og hægt er að máta pólitískar hugmyndir við?

Þórólfur Matthíasson

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Nú eru að koma kosningar og menn karpa um loforð og kostnað. Með öllum þeim tölvum sem við höfum í dag og hagfræði, er ekki hægt að vera með reiknilíkan af samfélaginu sem flestir eru sammála um og hægt væri með frekar lítilli fyrirhöfn að máta pólitískar hugmyndir við? Ég ímynda mér að menn gætu gefið sér mismunandi forsendur inn í líkanið eftir því hvar menn standa en að hægt væri að gera einhvers konar grunnlíkan sem allir eru sammála að nái hegðuninni. Er þetta kannski til og ef svo er af hverju heyrum við sjaldan um það?

Fjölmörg reiknilíkön sem lýsa einhverjum þáttum sem snúa að hagkerfum eru til og í daglegri notkun.

Margir seðlabankar nota nú svokölluð kvik-slembin almenn jafvægislíkön (e. Dynamic Stochastic General Equilibrium Models, skammstafað DSGE). Einkenni þess háttar líkana er að þau eru byggð upp svipað og fyrirspyrjandi lýsir: Litið er svo á að hagkerfið samanstandi af framsýnum og forsjálum fyrirtækjum og heimilum sem leitast við að hámarka hagnað og hagsæld sína. Atferli fyrirtækjanna og heimilanna takmarkast af mögulegu framboði vinnuafls, fjármuna og náttúruauðlinda. DSGE-líkönin eru síðasti hlekkur í langri röð stórra þjóðhagfræðilíkana. Þrátt fyrir mikla vinnu hefur gengið illa að ná þeirri fulkomnun sem fyrirspyrjandi lýsir.

Eins og lýst er í þessari grein í tímaritinu The Economist hafa hagfræðingar allt frá dögum Keynes lávarðar (1883-1946) unnið að uppbyggingu líkana sem uppfylla ósk fyrirspyrjanda. En ekki er fyrr búið að fínpússa nýjustu útgáfuna en í ljós koma alvarlegir gallar. DSGE-líkönin hafa verið harðlega gagnrýnd í seinni tíð[1], meðal annars vegna þess að forspár þeirra stangast á við reynslugögn.

Ítalski rithöfundurinn og táknfræðingurinn Umberto Eco (1932-2016) skrifaði einu sinni ritgerð sem nefnist á ensku On the Impossibility of Drawing a Map of the Empire on a Scale of 1 to 1. Helstu niðurstöður hans eru þessar: Sérhvert kort í hlutföllunum 1:1 gefur ósanna mynd af landssvæðinu; og á þeim tímapunkti sem kortið er tilbúið hefur ríkið breyst og er óendurskapanlegt. Þessar niðurstöður eiga ágætlega við um þjóðhagslíkön. Þau verða aldrei fullkomlega raunsönn endursköpun raunveruleikans. Þau eru líkön og því í eðli sínu byggð á einföldunum. Einfaldanir eru skaðlausar í sumum tilvikum. En þegar upp koma tilvik þar sem einfaldanirnar eru ekki skaðlausar gefa líkönin ranga forspá.

Mynd af svonefndu Ebstorf-korti frá fyrri hluta 13. aldar. Það var afar stórt heimskort á 30 geitarskinnum. Upprunalega eintakið af því eyðilagðist í seinni heimsstyrjöldinni.

Þess má geta að Seðlabanki Íslands þarf að mynda sér skoðun á líklegri þróun efnahagsmála og verðbólguhorfur nokkur misseri fram í tímann. Þjóðhagslíkan bankans er mikilvægt tæki í þeim efnum.[2] Það líkan er hægt að nota til að meta áhrif stýrivaxtabreytinga, breytinga á tekjuöflun og útgjöldum hins opinbera (ríkis og/eða sveitarfélaga), breytinga á gengi íslensku krónunnar, breytinga á erlendri eftirspurn eftir íslenskri vöru og þjónustu, á verðlag, umsvif i hagkerfinu, atvinnustig og atvinnuleysi og halla eða afgang á utanríkisviðskiptum.[3] Líkanið byggir á líkani þróuðu í Englandsbanka fyrir breska hagkerfið undir lok 20. aldar. Ekki er um hreinræktað DSGE-líkan að ræða.

Englandsbanki hefur nú komið sér upp einfaldara þjóðhagslíkani en til viðbótar byggir bankinn á safni um 50 minni líkana.[4] Þetta eru viðbrögð við þeim vanda sem lýst er með setningum Umberto Ecos hér að framan: Þar sem ekki er hægt að búa til kort í mælikvarðanum 1:1 er betra að skoða landssvæðið með aðstoð nokkurra korta í mismunandi mælikvörðum sem kortleggja mismunandi einingar á yfirborði landssvæðisins en að byggja aðeins á einu korti þó í stórum mælikvarða sé.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá til dæmis þessa grein á ensku: The Trouble With Macroeconomics. (Sótt 20.10.2016).
  2. ^ Sjá: http://www.sedlabanki.is/library/Skraarsafn/Peningamal/2015/November-2015/PM154_Rammi%205.pdf. (Sótt 20.10.2016), og Efnahagsspá. (Sótt 20.10.2016).
  3. ^ Sjá kafla 11.5 og 12 í: http://www.sedlabanki.is/library/Skraarsafn---EN/Working-Papers/WP_71_net_nytt.pdf. (Sótt 20.10.2016).
  4. ^ Sjá: http://www.bankofengland.co.uk/research/Documents/workingpapers/2013/wp471.pdf. (Sótt 20.10.2016).

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.10.2016

Spyrjandi

Baldur Þorgilsson

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Nú eru að koma kosningar, er ekki til reiknilíkan af samfélaginu sem flestir eru sammála um og hægt er að máta pólitískar hugmyndir við?“ Vísindavefurinn, 21. október 2016. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72845.

Þórólfur Matthíasson. (2016, 21. október). Nú eru að koma kosningar, er ekki til reiknilíkan af samfélaginu sem flestir eru sammála um og hægt er að máta pólitískar hugmyndir við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72845

Þórólfur Matthíasson. „Nú eru að koma kosningar, er ekki til reiknilíkan af samfélaginu sem flestir eru sammála um og hægt er að máta pólitískar hugmyndir við?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2016. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72845>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Nú eru að koma kosningar, er ekki til reiknilíkan af samfélaginu sem flestir eru sammála um og hægt er að máta pólitískar hugmyndir við?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Nú eru að koma kosningar og menn karpa um loforð og kostnað. Með öllum þeim tölvum sem við höfum í dag og hagfræði, er ekki hægt að vera með reiknilíkan af samfélaginu sem flestir eru sammála um og hægt væri með frekar lítilli fyrirhöfn að máta pólitískar hugmyndir við? Ég ímynda mér að menn gætu gefið sér mismunandi forsendur inn í líkanið eftir því hvar menn standa en að hægt væri að gera einhvers konar grunnlíkan sem allir eru sammála að nái hegðuninni. Er þetta kannski til og ef svo er af hverju heyrum við sjaldan um það?

Fjölmörg reiknilíkön sem lýsa einhverjum þáttum sem snúa að hagkerfum eru til og í daglegri notkun.

Margir seðlabankar nota nú svokölluð kvik-slembin almenn jafvægislíkön (e. Dynamic Stochastic General Equilibrium Models, skammstafað DSGE). Einkenni þess háttar líkana er að þau eru byggð upp svipað og fyrirspyrjandi lýsir: Litið er svo á að hagkerfið samanstandi af framsýnum og forsjálum fyrirtækjum og heimilum sem leitast við að hámarka hagnað og hagsæld sína. Atferli fyrirtækjanna og heimilanna takmarkast af mögulegu framboði vinnuafls, fjármuna og náttúruauðlinda. DSGE-líkönin eru síðasti hlekkur í langri röð stórra þjóðhagfræðilíkana. Þrátt fyrir mikla vinnu hefur gengið illa að ná þeirri fulkomnun sem fyrirspyrjandi lýsir.

Eins og lýst er í þessari grein í tímaritinu The Economist hafa hagfræðingar allt frá dögum Keynes lávarðar (1883-1946) unnið að uppbyggingu líkana sem uppfylla ósk fyrirspyrjanda. En ekki er fyrr búið að fínpússa nýjustu útgáfuna en í ljós koma alvarlegir gallar. DSGE-líkönin hafa verið harðlega gagnrýnd í seinni tíð[1], meðal annars vegna þess að forspár þeirra stangast á við reynslugögn.

Ítalski rithöfundurinn og táknfræðingurinn Umberto Eco (1932-2016) skrifaði einu sinni ritgerð sem nefnist á ensku On the Impossibility of Drawing a Map of the Empire on a Scale of 1 to 1. Helstu niðurstöður hans eru þessar: Sérhvert kort í hlutföllunum 1:1 gefur ósanna mynd af landssvæðinu; og á þeim tímapunkti sem kortið er tilbúið hefur ríkið breyst og er óendurskapanlegt. Þessar niðurstöður eiga ágætlega við um þjóðhagslíkön. Þau verða aldrei fullkomlega raunsönn endursköpun raunveruleikans. Þau eru líkön og því í eðli sínu byggð á einföldunum. Einfaldanir eru skaðlausar í sumum tilvikum. En þegar upp koma tilvik þar sem einfaldanirnar eru ekki skaðlausar gefa líkönin ranga forspá.

Mynd af svonefndu Ebstorf-korti frá fyrri hluta 13. aldar. Það var afar stórt heimskort á 30 geitarskinnum. Upprunalega eintakið af því eyðilagðist í seinni heimsstyrjöldinni.

Þess má geta að Seðlabanki Íslands þarf að mynda sér skoðun á líklegri þróun efnahagsmála og verðbólguhorfur nokkur misseri fram í tímann. Þjóðhagslíkan bankans er mikilvægt tæki í þeim efnum.[2] Það líkan er hægt að nota til að meta áhrif stýrivaxtabreytinga, breytinga á tekjuöflun og útgjöldum hins opinbera (ríkis og/eða sveitarfélaga), breytinga á gengi íslensku krónunnar, breytinga á erlendri eftirspurn eftir íslenskri vöru og þjónustu, á verðlag, umsvif i hagkerfinu, atvinnustig og atvinnuleysi og halla eða afgang á utanríkisviðskiptum.[3] Líkanið byggir á líkani þróuðu í Englandsbanka fyrir breska hagkerfið undir lok 20. aldar. Ekki er um hreinræktað DSGE-líkan að ræða.

Englandsbanki hefur nú komið sér upp einfaldara þjóðhagslíkani en til viðbótar byggir bankinn á safni um 50 minni líkana.[4] Þetta eru viðbrögð við þeim vanda sem lýst er með setningum Umberto Ecos hér að framan: Þar sem ekki er hægt að búa til kort í mælikvarðanum 1:1 er betra að skoða landssvæðið með aðstoð nokkurra korta í mismunandi mælikvörðum sem kortleggja mismunandi einingar á yfirborði landssvæðisins en að byggja aðeins á einu korti þó í stórum mælikvarða sé.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá til dæmis þessa grein á ensku: The Trouble With Macroeconomics. (Sótt 20.10.2016).
  2. ^ Sjá: http://www.sedlabanki.is/library/Skraarsafn/Peningamal/2015/November-2015/PM154_Rammi%205.pdf. (Sótt 20.10.2016), og Efnahagsspá. (Sótt 20.10.2016).
  3. ^ Sjá kafla 11.5 og 12 í: http://www.sedlabanki.is/library/Skraarsafn---EN/Working-Papers/WP_71_net_nytt.pdf. (Sótt 20.10.2016).
  4. ^ Sjá: http://www.bankofengland.co.uk/research/Documents/workingpapers/2013/wp471.pdf. (Sótt 20.10.2016).

Mynd:

...