Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig mengar það að borða kjöt?

Rannveig Magnúsdóttir

Vaxandi hópur fólks hefur áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga og horfir með hryllingi á fjöldaframleiðslu dýra og borðar þar af leiðandi ekki kjöt og jafnvel ekki kjötafurðir. Á sama tíma geta aðrir í samfélaginu ekki hugsað sér lífið án kjöts og enn aðrir reyna að feta einhvern meðalveg.

Mannskepnan er í eðli sínu alæta en kjötát hefur aukist gífurlega í heiminum síðustu áratugina. Á sjöunda áratugnum var árleg meðalneysla kjöts í heiminum um 24 kg á mann en árið 2015 var hún rúmlega 41 kg á mann og því er spáð að neyslan muni hækka enn meira næstu áratugina[1]. Í þróunarlöndunum hefur kjötneysla þrefaldast frá sjöunda áratugnum og í Austur-Asíu hefur hún meira en fimmfaldast á þessum tíma. Óhætt er því að segja að fjöldi jarðarbúa borði allt of mikið kjöt. Því fylgir óhjákvæmilega aukið álag á vistkerfi jarðar, bæði á sjó og landi, ásamt því að stuðla að loftslagsbreytingum.

Mannskepnan er í eðli sínu alæta en kjötát hefur aukist gífurlega í heiminum síðustu áratugina.

Kjötframleiðslu í heiminum er í grófum dráttum hægt að skipta í tvennt. Í fyrsta lagi er það verksmiðjuframleiðslan, þar sem dýrin éta aðallega tilbúið fóður og sjá varla eða aldrei til sólar og í öðru lagi eru það bú þar sem dýrin eru að einhverju eða öllu leyti frjáls ferða sinna og éta minna tilbúið fóður. Þessum tveimur aðferðum fylgja bæði kostir og gallar. Verksmiðjuframleiðslan er oft ómannúðleg en henni getur fylgt minni losun gróðurhúsalofttegunda á hvert dýr á meðan frjálsum dýrum líður betur en þau fara oft mjög illa með land og landgæði[2].

Einn fylgifiskur aukinnar kjötframleiðslu í heiminum er eyðing regnskóga. Bæði er verið að rækta nautgripi á svæðum þar sem regnskógur hefur verið ruddur, eða dýrafóður er ræktað á þessum svæðum. Rómanska-Ameríka, sem er Suður-Ameríka, Mið-Ameríka, Mexíkó og karabísku eyjarnar, er stærsti útflytjandinn á nauta- og hænsnakjöti í heiminum[3]. Kjötframleiðsla á regnskógasvæðum Suður-Ameríku hefur mjög slæm áhrif á þessi mikilvægu vistkerfi. Dæmi eru um svokallaðan „nautgripaþvott“ (e. cattle laundering) en þá eru dýrin ræktuð á svæðum þar sem regnskógur hefur ólöglega verið ruddur og svo flutt, rétt fyrir slátrun, á lögleg svæði þar sem þau eru stimpluð sem umhverfisvæn framleiðsla.

Eitt alvarlegasta dæmið um regnskógaeyðingu vegna dýrafóðurs er stórfelld sojabaunaframleiðsla í fyrrum regnskógum Suður-Ameríku. Um 75% af soja sem framleitt er í heiminum fer í dýrafóður, meðal annars í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er því alveg eins líklegt að kjötát í Evrópu hafi regnskógaeyðandi afleiðingar sem neytandinn hefur ekki hugmynd um. Að auki eru sojaplantekrur oft sprautaðar með miklu magni af illgresiseyði sem hefur víðtæk og slæm áhrif á lífríki og jarðveg og berst einnig í sojaplönturnar sjálfar og vinnufólk á plantekrum.

Eitt alvarlegasta dæmið um regnskógaeyðingu vegna dýrafóðurs er stórfelld sojabaunaframleiðsla í fyrrum regnskógum Suður-Ameríku. Yfirlitsmynd af Amazon-regnskóginum. Dökkgrænu svæðin eru ósnertur skógur en þau ljósu eru svæði sem hreinsuð hafa verið fyrir ræktarland.

Sérfræðingar hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (e. Food and Agriculture Organization of the United Nations) hafa reiknað út losun gróðurhúsalofttegunda frá hefðbundinni kjötframleiðslu og framleiðslu dýraafurða í heiminum[4]. Aðallega er um að ræða nautgripi, svín, kindur, geitur, hænur og afurðir þeirra eins og egg og mjólk. Þegar allt er tekið með í reikninginn er áætlað að framleiðsla á kjöti og dýraafurðum valdi 14,5% af allri manngerðri losun gróðurhúsalofttegunda. Nautgripir, sem ræktaðir eru bæði fyrir kjöt og mjólk, er sú dýrategund sem losar langmest af gróðurhúsalofttegundum. Framleiðsla á kjúklingum og svínakjöti losar þriðjungi minna af gróðurhúsalofttegundum en framleiðsla á nautakjöti.

Kjötframleiðendur og umhverfissinnar rífast að sjálfsögðu um þessar tölur. Framleiðendurnir telja þær vera of háar og umhverfissinnar telja þær vera allt of lágar. En það skiptir kannski ekki öllu máli hver talan er nákvæmlega, hún er há og það þarf að snúa við þessari óhóflegu kjötneyslu. Ofan á allt saman, ef litið er til matarsóunar, þá er verið að framleiða kjöt með miklum umhverfisáhrifum einungis til að henda þriðjungi af því. Mikið af kjöti sem er sóað endar í urðun og þar veldur það enn meiri aukningu á gróðurhúsaáhrifum.

Það er að óraunhæft að allir hætti að borða kjöt, en flestir gætu minnkað kjötneyslu sína. Það hefði bæði afar jákvæð áhrif á náttúruna og okkur sjálf. Þarna er komin mjög góð leið til að minnka kolefnisspor sitt og ekki spillir fyrir að þarna haldast í hendur umhverfis- og heilsusjónarmið þar sem allir vinna. Fyrsta skrefið í átt að umhverfisvænna og heilbrigðara lífi gæti verið að sleppa kjöti einu sinni í viku og einnig er hægt að minnka kjöt í máltíðum. Nautakjöt er með hæsta kolefnissporið af öllu algengu kjöti og því er hægt að minnka neyslu á því og skipta yfir í kjúkling, svín, lamb eða jurtaprótín. Best er að velja innlend matvæli þegar hægt er, því þá er kolefnissporið minna og einnig er gott að stíga það skref að velja kjötvörur frá búum þar sem farið er vel með dýrin.

Ein gildra, sem þarf að forðast þegar reynt er að minnka kjöt, er að margir tilbúnir grænmetis- og veganréttir innihalda pálmaolíu sem er afar óumhverfisvæn. Pálmaolía er ódýrasta matarolían á markaðnum og þessi iðnaður er orðinn risavaxinn og veldur mikilli eyðingu regnskóga í hitabeltinu, sérstaklega í Suðaustur-Asíu. Fjöldaframleiðsla á matvælum í hitabeltinu eins og framleiðsla á pálmaolíu, sojabaunum og kjöti veldur eyðingu regnskóga í gríðarlega miklum mæli.

Tilvísanir:
  1. ^ World Agriculture: Towards 2015/2030 - An FAO perspective. (Sótt 16.10.2017).
  2. ^ Biomass use, production, feed efficiencies, and greenhouse gas emissions from global livestock systems. (Sótt 16.10.2017).
  3. ^ Livestock production in Latin America and the Caribbean - FAO Regional Office for Latin America and the Caribbean - Food and Agriculture Organization of the United Nations. (Sótt 16.10.2017).
  4. ^ FAO - News Article: Key facts and findings. (Sótt 16.10.2017).

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

9.11.2017

Spyrjandi

Ásdís Ösp Ásgeirsdóttir

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvernig mengar það að borða kjöt?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2017. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73101.

Rannveig Magnúsdóttir. (2017, 9. nóvember). Hvernig mengar það að borða kjöt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73101

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvernig mengar það að borða kjöt?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2017. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73101>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig mengar það að borða kjöt?
Vaxandi hópur fólks hefur áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga og horfir með hryllingi á fjöldaframleiðslu dýra og borðar þar af leiðandi ekki kjöt og jafnvel ekki kjötafurðir. Á sama tíma geta aðrir í samfélaginu ekki hugsað sér lífið án kjöts og enn aðrir reyna að feta einhvern meðalveg.

Mannskepnan er í eðli sínu alæta en kjötát hefur aukist gífurlega í heiminum síðustu áratugina. Á sjöunda áratugnum var árleg meðalneysla kjöts í heiminum um 24 kg á mann en árið 2015 var hún rúmlega 41 kg á mann og því er spáð að neyslan muni hækka enn meira næstu áratugina[1]. Í þróunarlöndunum hefur kjötneysla þrefaldast frá sjöunda áratugnum og í Austur-Asíu hefur hún meira en fimmfaldast á þessum tíma. Óhætt er því að segja að fjöldi jarðarbúa borði allt of mikið kjöt. Því fylgir óhjákvæmilega aukið álag á vistkerfi jarðar, bæði á sjó og landi, ásamt því að stuðla að loftslagsbreytingum.

Mannskepnan er í eðli sínu alæta en kjötát hefur aukist gífurlega í heiminum síðustu áratugina.

Kjötframleiðslu í heiminum er í grófum dráttum hægt að skipta í tvennt. Í fyrsta lagi er það verksmiðjuframleiðslan, þar sem dýrin éta aðallega tilbúið fóður og sjá varla eða aldrei til sólar og í öðru lagi eru það bú þar sem dýrin eru að einhverju eða öllu leyti frjáls ferða sinna og éta minna tilbúið fóður. Þessum tveimur aðferðum fylgja bæði kostir og gallar. Verksmiðjuframleiðslan er oft ómannúðleg en henni getur fylgt minni losun gróðurhúsalofttegunda á hvert dýr á meðan frjálsum dýrum líður betur en þau fara oft mjög illa með land og landgæði[2].

Einn fylgifiskur aukinnar kjötframleiðslu í heiminum er eyðing regnskóga. Bæði er verið að rækta nautgripi á svæðum þar sem regnskógur hefur verið ruddur, eða dýrafóður er ræktað á þessum svæðum. Rómanska-Ameríka, sem er Suður-Ameríka, Mið-Ameríka, Mexíkó og karabísku eyjarnar, er stærsti útflytjandinn á nauta- og hænsnakjöti í heiminum[3]. Kjötframleiðsla á regnskógasvæðum Suður-Ameríku hefur mjög slæm áhrif á þessi mikilvægu vistkerfi. Dæmi eru um svokallaðan „nautgripaþvott“ (e. cattle laundering) en þá eru dýrin ræktuð á svæðum þar sem regnskógur hefur ólöglega verið ruddur og svo flutt, rétt fyrir slátrun, á lögleg svæði þar sem þau eru stimpluð sem umhverfisvæn framleiðsla.

Eitt alvarlegasta dæmið um regnskógaeyðingu vegna dýrafóðurs er stórfelld sojabaunaframleiðsla í fyrrum regnskógum Suður-Ameríku. Um 75% af soja sem framleitt er í heiminum fer í dýrafóður, meðal annars í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er því alveg eins líklegt að kjötát í Evrópu hafi regnskógaeyðandi afleiðingar sem neytandinn hefur ekki hugmynd um. Að auki eru sojaplantekrur oft sprautaðar með miklu magni af illgresiseyði sem hefur víðtæk og slæm áhrif á lífríki og jarðveg og berst einnig í sojaplönturnar sjálfar og vinnufólk á plantekrum.

Eitt alvarlegasta dæmið um regnskógaeyðingu vegna dýrafóðurs er stórfelld sojabaunaframleiðsla í fyrrum regnskógum Suður-Ameríku. Yfirlitsmynd af Amazon-regnskóginum. Dökkgrænu svæðin eru ósnertur skógur en þau ljósu eru svæði sem hreinsuð hafa verið fyrir ræktarland.

Sérfræðingar hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (e. Food and Agriculture Organization of the United Nations) hafa reiknað út losun gróðurhúsalofttegunda frá hefðbundinni kjötframleiðslu og framleiðslu dýraafurða í heiminum[4]. Aðallega er um að ræða nautgripi, svín, kindur, geitur, hænur og afurðir þeirra eins og egg og mjólk. Þegar allt er tekið með í reikninginn er áætlað að framleiðsla á kjöti og dýraafurðum valdi 14,5% af allri manngerðri losun gróðurhúsalofttegunda. Nautgripir, sem ræktaðir eru bæði fyrir kjöt og mjólk, er sú dýrategund sem losar langmest af gróðurhúsalofttegundum. Framleiðsla á kjúklingum og svínakjöti losar þriðjungi minna af gróðurhúsalofttegundum en framleiðsla á nautakjöti.

Kjötframleiðendur og umhverfissinnar rífast að sjálfsögðu um þessar tölur. Framleiðendurnir telja þær vera of háar og umhverfissinnar telja þær vera allt of lágar. En það skiptir kannski ekki öllu máli hver talan er nákvæmlega, hún er há og það þarf að snúa við þessari óhóflegu kjötneyslu. Ofan á allt saman, ef litið er til matarsóunar, þá er verið að framleiða kjöt með miklum umhverfisáhrifum einungis til að henda þriðjungi af því. Mikið af kjöti sem er sóað endar í urðun og þar veldur það enn meiri aukningu á gróðurhúsaáhrifum.

Það er að óraunhæft að allir hætti að borða kjöt, en flestir gætu minnkað kjötneyslu sína. Það hefði bæði afar jákvæð áhrif á náttúruna og okkur sjálf. Þarna er komin mjög góð leið til að minnka kolefnisspor sitt og ekki spillir fyrir að þarna haldast í hendur umhverfis- og heilsusjónarmið þar sem allir vinna. Fyrsta skrefið í átt að umhverfisvænna og heilbrigðara lífi gæti verið að sleppa kjöti einu sinni í viku og einnig er hægt að minnka kjöt í máltíðum. Nautakjöt er með hæsta kolefnissporið af öllu algengu kjöti og því er hægt að minnka neyslu á því og skipta yfir í kjúkling, svín, lamb eða jurtaprótín. Best er að velja innlend matvæli þegar hægt er, því þá er kolefnissporið minna og einnig er gott að stíga það skref að velja kjötvörur frá búum þar sem farið er vel með dýrin.

Ein gildra, sem þarf að forðast þegar reynt er að minnka kjöt, er að margir tilbúnir grænmetis- og veganréttir innihalda pálmaolíu sem er afar óumhverfisvæn. Pálmaolía er ódýrasta matarolían á markaðnum og þessi iðnaður er orðinn risavaxinn og veldur mikilli eyðingu regnskóga í hitabeltinu, sérstaklega í Suðaustur-Asíu. Fjöldaframleiðsla á matvælum í hitabeltinu eins og framleiðsla á pálmaolíu, sojabaunum og kjöti veldur eyðingu regnskóga í gríðarlega miklum mæli.

Tilvísanir:
  1. ^ World Agriculture: Towards 2015/2030 - An FAO perspective. (Sótt 16.10.2017).
  2. ^ Biomass use, production, feed efficiencies, and greenhouse gas emissions from global livestock systems. (Sótt 16.10.2017).
  3. ^ Livestock production in Latin America and the Caribbean - FAO Regional Office for Latin America and the Caribbean - Food and Agriculture Organization of the United Nations. (Sótt 16.10.2017).
  4. ^ FAO - News Article: Key facts and findings. (Sótt 16.10.2017).

Myndir:

...