Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Geta fyrirtæki ákveðið hvernig eigi að fallbeygja nöfn þeirra?

Ari Páll Kristinsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Geta fyrirtæki ákveðið sjálf hvernig nöfn þeirra eru beygð? Ég spyr vegna þess hvernig Eimskip segir á sinni heimasíðu hvernig það beygist. Þar er beygingin: Eimskip, Eimskip, Eimskip, Eimskips.

Ég hefði haldið að það ætti að beygja orðið eins og skip í eintölu, það er frá Eimskipi.

Íslenska orðið eimskip, í merkingunni „skip knúið gufuafli, gufuskip“, beygist svo í eintölu: eimskip, um eimskip, frá eimskipi, til eimskips; og í fleirtölu: eimskip, um eimskip, frá eimskipum, til eimskipa. Orðið myndar fyrri lið orðsins eimskipafélag en í heitinu Eimskipafélag Íslands er samnafnið orðið hluti sérnafns.

Á vefsíðu Eimskipafélagsins er fjallað um nafn þess og þar segir:
Félagið heitir Eimskipafélag Íslands, en vinnuheiti þess er Eimskip. Rétt fallbeyging nafnsins er eftirfarandi:

Nefnifall
Eimskip
Þolfall
Eimskip
Þágufall
Eimskip
Eignarfall
Eimskips

Það er fróðlegt í sjálfu sér að sjá að fyrirtækið hafi gefið út tilmæli um beygingu nafnsins, eða réttara sagt beygingu vinnuheitisins Eimskip, ekki síst í ljósi þess að það sem fyrirtækið kallar „rétta fallbeygingu nafnsins“ er annað en beyging samsvarandi samnafns í íslensku, það er orðsins eimskip. En tilmælin hlýtur að mega rekja til breytileika eða ósamræmis í meðferð á heiti fyrirtækisins.

Ekki verður annað sagt en að endingarlaus þágufallsmynd sérnafnsins Eimskip styðjist við málvenju í íslensku og fyrirtækinu sé frjálst að mælast til þess að sú beygingarmynd sé notuð.

Hér þarf að hafa í huga að sérnöfn í íslensku beygjast ekki alltaf á sama hátt og samsvarandi samnöfn.

Má sem dæmi nefna að karlmannsnafnið Dagur getur í þágufalli bæði verið Dag og Degi. Dagur, um Dag, frá Dag eða frá Degi, til Dags. Aftur á móti er þágufallsmyndin „dag“ ekki viðurkennd ef um er að ræða samnafnið dagur: á hverjum degi (ekki er íslensk málvenja að segja: „á hverjum dag“).

Í hvorugkynsorðum í sterkri beygingu (það er orðum eins og hús, skip, borð og svo framvegis) er þágufallsendingin -i ríkjandi: hjá húsi, skipi, borði og svo framvegis. Þó nær reglan ekki til allra hvorugkynsorða. Dæmi um undantekningu frá meginreglunni er orðið bíó sem í þágufalli fær stundum –i og stundum ekki: Hún var stödd í bíó þegar jarðskjálftinn varð eða Hún var stödd í bíói þegar jarðskjálftinn varð. Og í samsettum orðum og nöfnum sem enda á –bíó: Fundurinn var í Háskólabíó eða Fundurinn var í Háskólabíói.

Einhverra hluta vegna hefur orðið til sú málvenja að nafnið (eða styttingin) Eimskip getur verið án endingar í þágufalli (samanber nafnið Háskólabíó). Þannig hafa orðið til tvær beygingarmyndir í eintölu: Eimskip og Eimskipi. Og það er til að flækja málið enn frekar að nafnið hefur einnig verið notað í fleirtölu. Þá hefur beygingin í þágufalli ýmist verið með endingunni –um eða án endingar: Hann vann hjá Eimskip eða Hann vann hjá Eimskipum.

Ekki fer á milli mála að þágufallsmyndin Eimskip, það er án endingar, hvort heldur um væri að ræða eintölu eða fleirtölu, er íslensk málvenja. Lausleg athugun á vefnum leiðir í ljós að leitarstrengurinn „hjá Eimskip“ gefur um 32.000 niðurstöður, „hjá Eimskipi“ um 1.300 og „hjá Eimskipum“ um 2.000.

Einhverra hluta vegna hefur orðið til sú málvenja að nafnið (eða styttingin) Eimskip getur verið án endingar í þágufalli. Þannig hafa orðið til tvær beygingarmyndir í eintölu: Eimskip og Eimskipi.

Málnotkun sem samræmist íslenskum málvenjum er vissulega „rétt íslenska“ í fræðilegum skilningi, þar sem þar sem átt er við málnotkun altalandi íslenskumælandi fólks. Í þeim skilningi eru bæði þágufallsmyndin Eimskip sem og beygingarmyndirnar Eimskipi og Eimskipum „rétt íslenska“.

Það sem liggur væntanlega í orðum fyrirtækisins um „rétta beygingu“ er því eiginlega þetta: „beygingin sem fyrirtækið mælist til að fólk noti“.

Fyrirtæki hljóta að vera í fullum rétti til að beina tilmælum um slíkt til starfsmanna sinna og viðskiptavina. Og almennt talað getur ekki talist óeðlilegt að aðrir fari að óskum af þessu tagi. Þetta minnir að vissu leyti á það að telja má almenna háttvísi að nota nöfn fólks á þann hátt sem það mælist til sjálft enda þótt hér sé vissulega grundvallarmunur þar sem eiginnafn einstaklings er afar persónulegt fyrirbæri. Mörgum þykir eflaust of langt gengið að ætlast til sömu háttvísi gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum. Sem dæmi má nefna að mannsnafnið Friðrik getur í þágufalli verið bæði með og án endingar: Hjá Friðrik, hjá Friðriki. Setjum sem svo að tiltekinn maður að nafni Friðrik beindi því til fólks að segja hjá Friðrik en ekki hjá Friðriki þegar hann heyrði til. Þá þætti manni eðlileg kurteisi að fara þannig að.

Ekki verður annað sagt en að endingarlaus þágufallsmynd sérnafnsins Eimskip styðjist við málvenju í íslensku og fyrirtækinu sé frjálst að mælast til þess að sú beygingarmynd sé notuð. Hitt er annað mál hvort eftir tilmælunum er farið.

Myndir:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

26.1.2017

Spyrjandi

Ísar Guðni Arnarson

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Geta fyrirtæki ákveðið hvernig eigi að fallbeygja nöfn þeirra?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2017. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73198.

Ari Páll Kristinsson. (2017, 26. janúar). Geta fyrirtæki ákveðið hvernig eigi að fallbeygja nöfn þeirra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73198

Ari Páll Kristinsson. „Geta fyrirtæki ákveðið hvernig eigi að fallbeygja nöfn þeirra?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2017. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73198>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta fyrirtæki ákveðið hvernig eigi að fallbeygja nöfn þeirra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Geta fyrirtæki ákveðið sjálf hvernig nöfn þeirra eru beygð? Ég spyr vegna þess hvernig Eimskip segir á sinni heimasíðu hvernig það beygist. Þar er beygingin: Eimskip, Eimskip, Eimskip, Eimskips.

Ég hefði haldið að það ætti að beygja orðið eins og skip í eintölu, það er frá Eimskipi.

Íslenska orðið eimskip, í merkingunni „skip knúið gufuafli, gufuskip“, beygist svo í eintölu: eimskip, um eimskip, frá eimskipi, til eimskips; og í fleirtölu: eimskip, um eimskip, frá eimskipum, til eimskipa. Orðið myndar fyrri lið orðsins eimskipafélag en í heitinu Eimskipafélag Íslands er samnafnið orðið hluti sérnafns.

Á vefsíðu Eimskipafélagsins er fjallað um nafn þess og þar segir:
Félagið heitir Eimskipafélag Íslands, en vinnuheiti þess er Eimskip. Rétt fallbeyging nafnsins er eftirfarandi:

Nefnifall
Eimskip
Þolfall
Eimskip
Þágufall
Eimskip
Eignarfall
Eimskips

Það er fróðlegt í sjálfu sér að sjá að fyrirtækið hafi gefið út tilmæli um beygingu nafnsins, eða réttara sagt beygingu vinnuheitisins Eimskip, ekki síst í ljósi þess að það sem fyrirtækið kallar „rétta fallbeygingu nafnsins“ er annað en beyging samsvarandi samnafns í íslensku, það er orðsins eimskip. En tilmælin hlýtur að mega rekja til breytileika eða ósamræmis í meðferð á heiti fyrirtækisins.

Ekki verður annað sagt en að endingarlaus þágufallsmynd sérnafnsins Eimskip styðjist við málvenju í íslensku og fyrirtækinu sé frjálst að mælast til þess að sú beygingarmynd sé notuð.

Hér þarf að hafa í huga að sérnöfn í íslensku beygjast ekki alltaf á sama hátt og samsvarandi samnöfn.

Má sem dæmi nefna að karlmannsnafnið Dagur getur í þágufalli bæði verið Dag og Degi. Dagur, um Dag, frá Dag eða frá Degi, til Dags. Aftur á móti er þágufallsmyndin „dag“ ekki viðurkennd ef um er að ræða samnafnið dagur: á hverjum degi (ekki er íslensk málvenja að segja: „á hverjum dag“).

Í hvorugkynsorðum í sterkri beygingu (það er orðum eins og hús, skip, borð og svo framvegis) er þágufallsendingin -i ríkjandi: hjá húsi, skipi, borði og svo framvegis. Þó nær reglan ekki til allra hvorugkynsorða. Dæmi um undantekningu frá meginreglunni er orðið bíó sem í þágufalli fær stundum –i og stundum ekki: Hún var stödd í bíó þegar jarðskjálftinn varð eða Hún var stödd í bíói þegar jarðskjálftinn varð. Og í samsettum orðum og nöfnum sem enda á –bíó: Fundurinn var í Háskólabíó eða Fundurinn var í Háskólabíói.

Einhverra hluta vegna hefur orðið til sú málvenja að nafnið (eða styttingin) Eimskip getur verið án endingar í þágufalli (samanber nafnið Háskólabíó). Þannig hafa orðið til tvær beygingarmyndir í eintölu: Eimskip og Eimskipi. Og það er til að flækja málið enn frekar að nafnið hefur einnig verið notað í fleirtölu. Þá hefur beygingin í þágufalli ýmist verið með endingunni –um eða án endingar: Hann vann hjá Eimskip eða Hann vann hjá Eimskipum.

Ekki fer á milli mála að þágufallsmyndin Eimskip, það er án endingar, hvort heldur um væri að ræða eintölu eða fleirtölu, er íslensk málvenja. Lausleg athugun á vefnum leiðir í ljós að leitarstrengurinn „hjá Eimskip“ gefur um 32.000 niðurstöður, „hjá Eimskipi“ um 1.300 og „hjá Eimskipum“ um 2.000.

Einhverra hluta vegna hefur orðið til sú málvenja að nafnið (eða styttingin) Eimskip getur verið án endingar í þágufalli. Þannig hafa orðið til tvær beygingarmyndir í eintölu: Eimskip og Eimskipi.

Málnotkun sem samræmist íslenskum málvenjum er vissulega „rétt íslenska“ í fræðilegum skilningi, þar sem þar sem átt er við málnotkun altalandi íslenskumælandi fólks. Í þeim skilningi eru bæði þágufallsmyndin Eimskip sem og beygingarmyndirnar Eimskipi og Eimskipum „rétt íslenska“.

Það sem liggur væntanlega í orðum fyrirtækisins um „rétta beygingu“ er því eiginlega þetta: „beygingin sem fyrirtækið mælist til að fólk noti“.

Fyrirtæki hljóta að vera í fullum rétti til að beina tilmælum um slíkt til starfsmanna sinna og viðskiptavina. Og almennt talað getur ekki talist óeðlilegt að aðrir fari að óskum af þessu tagi. Þetta minnir að vissu leyti á það að telja má almenna háttvísi að nota nöfn fólks á þann hátt sem það mælist til sjálft enda þótt hér sé vissulega grundvallarmunur þar sem eiginnafn einstaklings er afar persónulegt fyrirbæri. Mörgum þykir eflaust of langt gengið að ætlast til sömu háttvísi gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum. Sem dæmi má nefna að mannsnafnið Friðrik getur í þágufalli verið bæði með og án endingar: Hjá Friðrik, hjá Friðriki. Setjum sem svo að tiltekinn maður að nafni Friðrik beindi því til fólks að segja hjá Friðrik en ekki hjá Friðriki þegar hann heyrði til. Þá þætti manni eðlileg kurteisi að fara þannig að.

Ekki verður annað sagt en að endingarlaus þágufallsmynd sérnafnsins Eimskip styðjist við málvenju í íslensku og fyrirtækinu sé frjálst að mælast til þess að sú beygingarmynd sé notuð. Hitt er annað mál hvort eftir tilmælunum er farið.

Myndir:

...