Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver fann upp úrið?

Nanna Katrín Hannesdóttir

Frá örófi alda hafa menn notað ýmis tæki til að mæla tímann, til dæmis sólsprota, vatnsklukkur og stundaglös. Á nýöld komu svonefndar pendúlklukkur til sögunnar, en í þeim telur klukkan sveiflur pendúls. Þessar klukkur voru ekki mjög meðfærilegar og hin eiginlegu úr urðu fyrst til þegar fjöður og sveifluhjól komu í stað pendúls.

Gangfjöðurin (e. mainspring) er fundin upp í byrjun 15. aldar og úrsmíði hefst í Evrópu snemma á 16. öld. Þýskaland var þar fremst í flokki og stundum er lásasmiðurinn Peter Henlein (1485-1542) frá Nürnberg titlaður uppfinningamaður úrsins. Hann er einn af þeim fyrstu sem bjó til færanlegar smáklukkur, svokölluð „klukku-úr” (e. clock-watches). Margir þýskir klukkusmiðir smíðuðu sambærilegar smáklukkur um sama leyti og ekki eru til heimildir sem sýna fram á að Henlein hafi endilega verið sá fyrsti til þess.

Lásasmiðurinn Peter Henlein frá Nürnberg er stundum titlaður uppfinningamaður úrsins. Mynd af "Henlein-úri" (Heinlein-Uhr) á Germanisches Nationalmuseum í Nürnberg. Það er nefnt eftir Henlein og er mögulega talið koma úr smiðju hans.

Þessi klukku-úr voru skrautmunir sem fest voru í föt eða hengd um hálsinn. Þau voru ekki mjög nákvæm, á þeim var aðeins einn klukkustundavísir, og skekkja þeirra gat numið nokkrum klukkutímum á sólarhring. Úrin voru því frekar skart en tæki til tímamælinga. Næstu aldirnar fóru í að betrumbæta gangverkið og smám saman urðu úr hentugari til tímamælinga.

Á 17. öld komu fyrstu vasaúrin fram og tengdist það breytingum á karlmannatísku þess tíma. Árið 1675 urðu karlmannavesti (e. waistcoats) tískuvara og var Karl II. Englandskóngur forsprakki þeirrar nýjungar. Karlmenn sem klæddust vestum tóku upp á því að ganga með úrin sín í vasa vestanna og þess vegna þurfti að breyta lögun þeirra og vasaúrið varð til. Úr sem voru geymd í vasa voru nákvæmari en úr sem hengd voru í föt, því þau urðu fyrir minna raski.

Konur héldu þó áfram að ganga með skrautúrin gömlu og fyrstu armbandsúrin voru gerð handa kvenfólki. Elísabet I. Englandsdrottning á að hafa fengið mun sem svipaði til armbandsúrs að gjöf árið 1571.

Þegar komið var fram á 19. öld framleiddu flestir úrsmiðir armbandsúr. Líkt og átti við um klukku-úrin voru þau lengi vel aðeins til skrauts. Þetta voru eins konar fagurlega hönnuð armbönd með klukku sem ekki var nógu stór svo æskileg nákvæmni næðist. Úr á þessum tíma þurftu að vera af ákveðinni stærð til að að rúma það gangverk sem gat gert þau sem nákvæmust. Herramenn sem vildu fylgjast með gangi tímans notuðu þess vegna vasaúr lengi framan af.

Undir lok 19. aldar fór þetta að breytast og tengdist það meðal annars þörf fyrir samstilltar hernaðaraðgerðir í stríði. Óhentugt þótti að notast við vasaúr í hernaði hermenn kusu frekar úr sem hægt var að festa á úlnliðinn. Breska fyrirtækið The Garstin Company brást við og setti af stað auglýsingarherferð árið 1893 fyrir svokölluð „Watch Wristlets“ sem voru ætluð til hernaðar. Árið 1898 kom fyrirtækið Mappin & Webb fram með svipaða vöru sem kölluð var „campaign watch“.

Árið 1898 kom fyrirtækið Mappin & Webb fram með svipaða vöru sem kölluð var „campaign watch“. Auglýsing frá Mappin & Webb fyrir sömu vöru frá árinu 1915.

Eftir það var ekki aftur snúið og í byrjun 20. aldar fóru framleiðendur að leggja áherslu á armbandsúrið í auknum mæli. Fyrirtæki eins og Wilsdorf & Davis, síðar Rolex, komu fram á sjónarsviðið, og úrið tók smátt á smátt að taka á sig þá mynd sem við þekkjum það í dag. Stuttu eftir fyrri heimsstyrjöld voru armbandsúr orðin útbreidd meðal almennings sem hagnýtur fylgihlutur.

Um miðbik 20.aldar urðu vatnaskil í úrsmíð og má segja að á þeim tíma hafi hið eiginlega úr nútímans orðið til. Úrið sem þróaðist frá 16. og fram á 20.öld var vélrænt og hafði verið knúið áfram af gangfjöður. En um 1960 var fundin upp ný tækni í gerð bæði klukkna og úra sem notaðist við svonefnda kvarskristalla. Þessi nýjung gat gert tækin mikið nákvæmari en áður. Í svari Kristjáns Leóssonar við spurningunni Hvað er frumeindaklukka? segir þetta:

Í flestum nútíma klukkum og armbandsúrum er ekki pendúll heldur örlítil „tónkvísl“ úr kvarskristalli sem titrar með ákveðinni tíðni. Stærð og lögun kristallsins ákvarða sveiflutíðnina og hún er oft valin nálægt 30 kHz (30 þúsund sveiflur á sekúndu). Kvarskristallur hefur þann eiginleika að ef hann breytir lögun sinni þá myndast örlítil rafspenna á yfirborði hans. Sveiflum kristallsins má því breyta í rafboð með sömu sveiflutíðni. Örrásir taka við rafboðunum, nota þau til að ákvarða lengd einnar sekúndu eða mínútu og stjórna úrverkinu sem færir vísa klukkunnar.Venjulegar kvarsklukkur eru það nákvæmar að þeim skeikar ekki um meira en eina sekúndu á sólarhring. Slík frávik geta flestir sætt sig við.

Fyrsta kvarsúrið, Seiko 35 SQ Astron, kom á markað árið 1969. Mynd af Seiko 35A, Nr. 00234.

Japanska fyrirtækið Seiko varð fyrst til þess að nýta sér þróunina við úrsmíð og árið 1959 og kom fyrsta kvarsúrið, Seiko 35 SQ Astron, á markað árið 1969. Kvarskristalstæknin umbylti úriðnaðinum og á 9. áratugnum höfðu kvarsúr tekið yfir markaðinn. Vélknúnu úrin hurfu samt ekki alveg og seljast enn í litlu magni. Langflest úr sem framleidd eru í dag ganga þó fyrir kvarskristöllum.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Nanna Katrín Hannesdóttir

BA-nemi í heimspeki

Útgáfudagur

13.12.2017

Spyrjandi

Hemmi Ztuð

Tilvísun

Nanna Katrín Hannesdóttir. „Hver fann upp úrið?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2017. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73452.

Nanna Katrín Hannesdóttir. (2017, 13. desember). Hver fann upp úrið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73452

Nanna Katrín Hannesdóttir. „Hver fann upp úrið?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2017. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73452>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp úrið?
Frá örófi alda hafa menn notað ýmis tæki til að mæla tímann, til dæmis sólsprota, vatnsklukkur og stundaglös. Á nýöld komu svonefndar pendúlklukkur til sögunnar, en í þeim telur klukkan sveiflur pendúls. Þessar klukkur voru ekki mjög meðfærilegar og hin eiginlegu úr urðu fyrst til þegar fjöður og sveifluhjól komu í stað pendúls.

Gangfjöðurin (e. mainspring) er fundin upp í byrjun 15. aldar og úrsmíði hefst í Evrópu snemma á 16. öld. Þýskaland var þar fremst í flokki og stundum er lásasmiðurinn Peter Henlein (1485-1542) frá Nürnberg titlaður uppfinningamaður úrsins. Hann er einn af þeim fyrstu sem bjó til færanlegar smáklukkur, svokölluð „klukku-úr” (e. clock-watches). Margir þýskir klukkusmiðir smíðuðu sambærilegar smáklukkur um sama leyti og ekki eru til heimildir sem sýna fram á að Henlein hafi endilega verið sá fyrsti til þess.

Lásasmiðurinn Peter Henlein frá Nürnberg er stundum titlaður uppfinningamaður úrsins. Mynd af "Henlein-úri" (Heinlein-Uhr) á Germanisches Nationalmuseum í Nürnberg. Það er nefnt eftir Henlein og er mögulega talið koma úr smiðju hans.

Þessi klukku-úr voru skrautmunir sem fest voru í föt eða hengd um hálsinn. Þau voru ekki mjög nákvæm, á þeim var aðeins einn klukkustundavísir, og skekkja þeirra gat numið nokkrum klukkutímum á sólarhring. Úrin voru því frekar skart en tæki til tímamælinga. Næstu aldirnar fóru í að betrumbæta gangverkið og smám saman urðu úr hentugari til tímamælinga.

Á 17. öld komu fyrstu vasaúrin fram og tengdist það breytingum á karlmannatísku þess tíma. Árið 1675 urðu karlmannavesti (e. waistcoats) tískuvara og var Karl II. Englandskóngur forsprakki þeirrar nýjungar. Karlmenn sem klæddust vestum tóku upp á því að ganga með úrin sín í vasa vestanna og þess vegna þurfti að breyta lögun þeirra og vasaúrið varð til. Úr sem voru geymd í vasa voru nákvæmari en úr sem hengd voru í föt, því þau urðu fyrir minna raski.

Konur héldu þó áfram að ganga með skrautúrin gömlu og fyrstu armbandsúrin voru gerð handa kvenfólki. Elísabet I. Englandsdrottning á að hafa fengið mun sem svipaði til armbandsúrs að gjöf árið 1571.

Þegar komið var fram á 19. öld framleiddu flestir úrsmiðir armbandsúr. Líkt og átti við um klukku-úrin voru þau lengi vel aðeins til skrauts. Þetta voru eins konar fagurlega hönnuð armbönd með klukku sem ekki var nógu stór svo æskileg nákvæmni næðist. Úr á þessum tíma þurftu að vera af ákveðinni stærð til að að rúma það gangverk sem gat gert þau sem nákvæmust. Herramenn sem vildu fylgjast með gangi tímans notuðu þess vegna vasaúr lengi framan af.

Undir lok 19. aldar fór þetta að breytast og tengdist það meðal annars þörf fyrir samstilltar hernaðaraðgerðir í stríði. Óhentugt þótti að notast við vasaúr í hernaði hermenn kusu frekar úr sem hægt var að festa á úlnliðinn. Breska fyrirtækið The Garstin Company brást við og setti af stað auglýsingarherferð árið 1893 fyrir svokölluð „Watch Wristlets“ sem voru ætluð til hernaðar. Árið 1898 kom fyrirtækið Mappin & Webb fram með svipaða vöru sem kölluð var „campaign watch“.

Árið 1898 kom fyrirtækið Mappin & Webb fram með svipaða vöru sem kölluð var „campaign watch“. Auglýsing frá Mappin & Webb fyrir sömu vöru frá árinu 1915.

Eftir það var ekki aftur snúið og í byrjun 20. aldar fóru framleiðendur að leggja áherslu á armbandsúrið í auknum mæli. Fyrirtæki eins og Wilsdorf & Davis, síðar Rolex, komu fram á sjónarsviðið, og úrið tók smátt á smátt að taka á sig þá mynd sem við þekkjum það í dag. Stuttu eftir fyrri heimsstyrjöld voru armbandsúr orðin útbreidd meðal almennings sem hagnýtur fylgihlutur.

Um miðbik 20.aldar urðu vatnaskil í úrsmíð og má segja að á þeim tíma hafi hið eiginlega úr nútímans orðið til. Úrið sem þróaðist frá 16. og fram á 20.öld var vélrænt og hafði verið knúið áfram af gangfjöður. En um 1960 var fundin upp ný tækni í gerð bæði klukkna og úra sem notaðist við svonefnda kvarskristalla. Þessi nýjung gat gert tækin mikið nákvæmari en áður. Í svari Kristjáns Leóssonar við spurningunni Hvað er frumeindaklukka? segir þetta:

Í flestum nútíma klukkum og armbandsúrum er ekki pendúll heldur örlítil „tónkvísl“ úr kvarskristalli sem titrar með ákveðinni tíðni. Stærð og lögun kristallsins ákvarða sveiflutíðnina og hún er oft valin nálægt 30 kHz (30 þúsund sveiflur á sekúndu). Kvarskristallur hefur þann eiginleika að ef hann breytir lögun sinni þá myndast örlítil rafspenna á yfirborði hans. Sveiflum kristallsins má því breyta í rafboð með sömu sveiflutíðni. Örrásir taka við rafboðunum, nota þau til að ákvarða lengd einnar sekúndu eða mínútu og stjórna úrverkinu sem færir vísa klukkunnar.Venjulegar kvarsklukkur eru það nákvæmar að þeim skeikar ekki um meira en eina sekúndu á sólarhring. Slík frávik geta flestir sætt sig við.

Fyrsta kvarsúrið, Seiko 35 SQ Astron, kom á markað árið 1969. Mynd af Seiko 35A, Nr. 00234.

Japanska fyrirtækið Seiko varð fyrst til þess að nýta sér þróunina við úrsmíð og árið 1959 og kom fyrsta kvarsúrið, Seiko 35 SQ Astron, á markað árið 1969. Kvarskristalstæknin umbylti úriðnaðinum og á 9. áratugnum höfðu kvarsúr tekið yfir markaðinn. Vélknúnu úrin hurfu samt ekki alveg og seljast enn í litlu magni. Langflest úr sem framleidd eru í dag ganga þó fyrir kvarskristöllum.

Heimildir:

Myndir:

...