Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvers vegna finnast mörg eldfjöll í eldhringnum í kringum Kyrrahafið?

Sigurður Steinþórsson

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þá rekur saman þar sem annar flekinn sekkur undir hinn — þar heita niðurstreymisbelti.

Á kortinu hér fyrir ofan sést að Kyrrahafið er markað af niðurstreymisbeltum allt um kring nema að sunnan, frá Eldlandi á syðsta odda Ameríku norður um Aljútaeyjar í norðri og allt suður að Nýja-Sjálandi í vestri. Þetta skeifulaga belti, sem gjarna er kallað eldhringurinn (e. Ring of fire), er eldvirkasta svæði jarðar og þar verða einnig flestir jarðskjálftar. Eldvirknin og jarðskjálftarnir eru afleiðing jarðskorpuhreyfinganna, skjálftarnir vegna núnings hins sökkvandi hafsbotnsfleka við skorpuna ofan á, eldvirknin vegna hitnunar og hlutbráðnunar flekans sjálfs og setbunkans ofan á (sjá mynd hér fyrir neðan).

Einfaldað snið yfir niðurstreymisbelti og Andes-fjallgarðinn nálægt breiddargráðu borgarinnar Líma í Perú. Örvar tákna streymi bergbráðar og kvikuvökva frá sökkvandi skorpuflekanum. (Athugið fimmfaldan lóðréttan kvarða miðað við láréttan.)

Kyrrahafsflekann, stærsta skorpufleka jarðar, rekur hægt til norðvesturs (miðað við til dæmis Hawaii-möttulstrókinn) uns hann hverfur undir skorpu Evrasíu- og Ástralíufleka. Austurbrún Kyrrahafsflekans er rekhryggur, Austur-Kyrrahafsdrögin (e. East Pacific Rise), sem að hluta liggur undir meginlandi Norður-Ameríku — þar yfir er San Andreas-sprungan. Hrygginn sjálfan rekur til austurs, inn undir meginland Ameríku, þannig að Cocos- og Nazca-flekarnir í suðri (1 og 2 á kortinu) og Juan de Fuca-flekinn í norðri (3 á kortinu) minnka smám saman uns þeir hverfa loks í fjarlægri framtíð undir Ameríkuflekana.

Á seinni hluta 20. aldar, kringum 1970, varð mönnum ljóst að fellingafjöll myndast ævinlega yfir niðurstreymisbeltum og að þannig verður ný meginlandsskorpa til. Þar sem hafsbotnsskorpu rekur undir meginlandsskorpu myndast fellingafjöll, til dæmis Andes- og Klettafjöll í Ameríku, en eyjabogar þar sem tveir hafsbotnsflekar rekast saman, til dæmis Filippseyjar.

Myndir:
  • Wilson, A. (2001). Igneous Petrogenesis. A Global Tectonic Approach. Chapman & Hall. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

11.9.2018

Spyrjandi

Elín Birna Hallgrímsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna finnast mörg eldfjöll í eldhringnum í kringum Kyrrahafið?“ Vísindavefurinn, 11. september 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73562.

Sigurður Steinþórsson. (2018, 11. september). Hvers vegna finnast mörg eldfjöll í eldhringnum í kringum Kyrrahafið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73562

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna finnast mörg eldfjöll í eldhringnum í kringum Kyrrahafið?“ Vísindavefurinn. 11. sep. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73562>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna finnast mörg eldfjöll í eldhringnum í kringum Kyrrahafið?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þá rekur saman þar sem annar flekinn sekkur undir hinn — þar heita niðurstreymisbelti.

Á kortinu hér fyrir ofan sést að Kyrrahafið er markað af niðurstreymisbeltum allt um kring nema að sunnan, frá Eldlandi á syðsta odda Ameríku norður um Aljútaeyjar í norðri og allt suður að Nýja-Sjálandi í vestri. Þetta skeifulaga belti, sem gjarna er kallað eldhringurinn (e. Ring of fire), er eldvirkasta svæði jarðar og þar verða einnig flestir jarðskjálftar. Eldvirknin og jarðskjálftarnir eru afleiðing jarðskorpuhreyfinganna, skjálftarnir vegna núnings hins sökkvandi hafsbotnsfleka við skorpuna ofan á, eldvirknin vegna hitnunar og hlutbráðnunar flekans sjálfs og setbunkans ofan á (sjá mynd hér fyrir neðan).

Einfaldað snið yfir niðurstreymisbelti og Andes-fjallgarðinn nálægt breiddargráðu borgarinnar Líma í Perú. Örvar tákna streymi bergbráðar og kvikuvökva frá sökkvandi skorpuflekanum. (Athugið fimmfaldan lóðréttan kvarða miðað við láréttan.)

Kyrrahafsflekann, stærsta skorpufleka jarðar, rekur hægt til norðvesturs (miðað við til dæmis Hawaii-möttulstrókinn) uns hann hverfur undir skorpu Evrasíu- og Ástralíufleka. Austurbrún Kyrrahafsflekans er rekhryggur, Austur-Kyrrahafsdrögin (e. East Pacific Rise), sem að hluta liggur undir meginlandi Norður-Ameríku — þar yfir er San Andreas-sprungan. Hrygginn sjálfan rekur til austurs, inn undir meginland Ameríku, þannig að Cocos- og Nazca-flekarnir í suðri (1 og 2 á kortinu) og Juan de Fuca-flekinn í norðri (3 á kortinu) minnka smám saman uns þeir hverfa loks í fjarlægri framtíð undir Ameríkuflekana.

Á seinni hluta 20. aldar, kringum 1970, varð mönnum ljóst að fellingafjöll myndast ævinlega yfir niðurstreymisbeltum og að þannig verður ný meginlandsskorpa til. Þar sem hafsbotnsskorpu rekur undir meginlandsskorpu myndast fellingafjöll, til dæmis Andes- og Klettafjöll í Ameríku, en eyjabogar þar sem tveir hafsbotnsflekar rekast saman, til dæmis Filippseyjar.

Myndir:
  • Wilson, A. (2001). Igneous Petrogenesis. A Global Tectonic Approach. Chapman & Hall. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins.

...