Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir orðið kviklæst?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvað þýðir orðið kviklæst? Samanber: Hví er hurðin kviklæst?

Lýsingarorðið kvikur hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘lifandi, fjörlegur, léttur í hreyfingum’. Þaðan er fenginn fyrri liðurinn kvik- í kviklæstur. Orðið virðist ekki mikið notað á prenti en sjálfri finnst mér ég hafa þekkt það alla ævi. Aðeins eitt dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá 19. öld, orðið kemur átta sinnum fyrir í blöðum og tímaritum á árunum 1901–1981 samkvæmt timarit.is en ekkert kom fram á málið.is á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Kviklæstur er einkum notað um lása af ýmsu tagi sem ekki er unnt að læsa með lykli. Lykillinn nær ekki taki þegar reynt er að snúa honum til að opna eða loka, hann er kvikur í skránni. Í Alþýðublaðinu frá 1936 segir til dæmis frá innbroti:

Tvær dyr eru á herberginu, og var smekklásinn fyrir annari mjög kviklæstur. Hafði þjófnum tekist að sprengja hann sundur.

Kviklæstur er einkum notað um lása af ýmsu tagi sem ekki er unnt að læsa með lykli. Lykillinn nær ekki taki þegar reynt er að snúa honum til að opna eða loka, hann er kvikur í skránni.

Í Morgunblaðinu frá 1981 er annað dæmi:

Skápurinn hefur að öllum líkindum verið kviklæstur, því þjófunum hafði tekizt að opna hann án þess að á honum sæist.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.8.2017

Spyrjandi

Anna Viðarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið kviklæst?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2017. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73766.

Guðrún Kvaran. (2017, 8. ágúst). Hvað þýðir orðið kviklæst? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73766

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið kviklæst?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2017. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73766>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðið kviklæst?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Hvað þýðir orðið kviklæst? Samanber: Hví er hurðin kviklæst?

Lýsingarorðið kvikur hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘lifandi, fjörlegur, léttur í hreyfingum’. Þaðan er fenginn fyrri liðurinn kvik- í kviklæstur. Orðið virðist ekki mikið notað á prenti en sjálfri finnst mér ég hafa þekkt það alla ævi. Aðeins eitt dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá 19. öld, orðið kemur átta sinnum fyrir í blöðum og tímaritum á árunum 1901–1981 samkvæmt timarit.is en ekkert kom fram á málið.is á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Kviklæstur er einkum notað um lása af ýmsu tagi sem ekki er unnt að læsa með lykli. Lykillinn nær ekki taki þegar reynt er að snúa honum til að opna eða loka, hann er kvikur í skránni. Í Alþýðublaðinu frá 1936 segir til dæmis frá innbroti:

Tvær dyr eru á herberginu, og var smekklásinn fyrir annari mjög kviklæstur. Hafði þjófnum tekist að sprengja hann sundur.

Kviklæstur er einkum notað um lása af ýmsu tagi sem ekki er unnt að læsa með lykli. Lykillinn nær ekki taki þegar reynt er að snúa honum til að opna eða loka, hann er kvikur í skránni.

Í Morgunblaðinu frá 1981 er annað dæmi:

Skápurinn hefur að öllum líkindum verið kviklæstur, því þjófunum hafði tekizt að opna hann án þess að á honum sæist.

Heimildir:

Mynd:...