Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Eru hár katta og hunda gerð úr sömu efnum og hár manna?

Jón Már Halldórsson

Í grundvallaratriðum eru hin ýmsu tilbrigði hára sem vaxa á mönnum og hár (feldhár) katta og hunda úr sömu byggingarefnunum. Þau eru gerð úr prótínum sem nefnast keratín en það er nokkurs konar útvöxtur úr hársekkjum frumna í skinni spendýra.

Mannshár stækkað tvö hundruð sinnum.

Það er því enginn efnafræðilegur munur á mannshárum og feldhárum rándýra, svo sem katta og hunda. Munurinn felst aðeins í heitinu. Hár nefnist þessi merkilegi prótínútvöxtur hjá manninum en feldur eða feldhár nefnist líkamshárvöxtur annarra spendýra.

Í grundvallaratriðum eru hin ýmsu tilbrigði hárs sem vex á okkur manneskjum og hár (feldhár) katta og hunda úr sömu byggingarefnunum.

Áferð og þykkt getur hins vegar verið ólík á hinum ýmsu gerðum hára spendýra en grunnbyggingin er ávallt sú sama. Þekktar eru 20 mismunandi byggingargerðir keratíns og eru þeim gefin númer frá 1 og upp í 20. Hár koma fyrir víða í lífríkinu, meðal annars sem bifhár í einfrumungum og víðar.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.5.2017

Spyrjandi

Anita Holm

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru hár katta og hunda gerð úr sömu efnum og hár manna?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2017. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74060.

Jón Már Halldórsson. (2017, 23. maí). Eru hár katta og hunda gerð úr sömu efnum og hár manna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74060

Jón Már Halldórsson. „Eru hár katta og hunda gerð úr sömu efnum og hár manna?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2017. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74060>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru hár katta og hunda gerð úr sömu efnum og hár manna?
Í grundvallaratriðum eru hin ýmsu tilbrigði hára sem vaxa á mönnum og hár (feldhár) katta og hunda úr sömu byggingarefnunum. Þau eru gerð úr prótínum sem nefnast keratín en það er nokkurs konar útvöxtur úr hársekkjum frumna í skinni spendýra.

Mannshár stækkað tvö hundruð sinnum.

Það er því enginn efnafræðilegur munur á mannshárum og feldhárum rándýra, svo sem katta og hunda. Munurinn felst aðeins í heitinu. Hár nefnist þessi merkilegi prótínútvöxtur hjá manninum en feldur eða feldhár nefnist líkamshárvöxtur annarra spendýra.

Í grundvallaratriðum eru hin ýmsu tilbrigði hárs sem vex á okkur manneskjum og hár (feldhár) katta og hunda úr sömu byggingarefnunum.

Áferð og þykkt getur hins vegar verið ólík á hinum ýmsu gerðum hára spendýra en grunnbyggingin er ávallt sú sama. Þekktar eru 20 mismunandi byggingargerðir keratíns og eru þeim gefin númer frá 1 og upp í 20. Hár koma fyrir víða í lífríkinu, meðal annars sem bifhár í einfrumungum og víðar.

Myndir:

...