Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er sólkerfið TRAPPIST-1 einstakt eða halda vísindamenn að til séu fleiri svoleiðis kerfi?

Gunnlaugur Björnsson

Sólkerfið sem nefnt er TRAPPIST-1 er enn sem komið er einstakt. Það er í tæplega 40 ljósára fjarlægð frá Jörðu og sólstjarnan þar er lítil af stjörnu að vera, heldur stærri að þvermáli en Júpíter en rúmlega 80 sinnum meiri að massa. Stjarnan er köld dvergstjarna af litrófsflokki M.

Árið 2016 tilkynntu stjörnufræðingar um fund þriggja reikistjarna á braut um þessa stjörnu. Til þess að finna þær notuðu þeir þvergönguaðferð, en þar er fylgst með dofnun ljóssins frá stjörnunni þegar reikistjarna gengur fyrir framan stjörnuna og dregur lítillega úr birtunni. Þetta fyrirbæri er vel þekkt meðal annars af þvergöngu Venusar og Merkúríusar sem þá skyggja örlítið á sólina okkar. Þessar mælingar gefa einnig margvíslegar upplýsingar meðal annars um stærð reikistjarna.

Fjarsólkerfið TRAPPIST-1 minnir talsvert á Júpíter og tungl hans. Sólstjarnan er heldur stærri en Júpíter, en fjarlægðarhlutföll reikistjarnanna eru svipuð og fjarlægðarhlutföll tungla Júpíters.

Rannsóknir á TRAPPIST-1 fjarsólkerfinu halda enn áfram og margir sjónaukar eru nýttir til verksins, meðal annars risasjónaukar í Síle og Spitzer-geimsjónaukinn en hann er sérhæfður til innrauðra mælinga.

Í febrúar 2017 var svo tilkynnt að í þessu sólkerfi væri nú vitað um sjö reikistjörnur og væru þrjár þeirra (e, f og g) í lífbeltinu svokallaða, en það eru fjarlægðarmörk reikistjarna frá sólstjörnunni sem þær ganga um sem tryggja heppilegt hitastig á yfirborði reikistjarna fyrir fljótandi vatn. Það sem gerði þessa uppgötvun sérstaklega spennandi var að reikistjörnurnar þrjár í lífbeltinu eru allar af svipaðri stærð og Jörðin, en heldur massaminni og því ögn léttari í sér. Umferðartímar þeirra um sólstjörnuna eru þó einungis 6, 9 og 12 dagar og allar eru þær því mun nær sólstjörnunni en Merkúríus okkar sól. Raunar minnir þetta fjarsólkerfi talsvert á Júpíter og tungl hans. Sólstjarnan er heldur stærri en Júpíter, en fjarlægðarhlutföll reikistjarnanna eru svipuð og fjarlægðarhlutföll tungla Júpíters.

TRAPPIST-1 fjarsólkerfið eins og það gæti litið út frá Jörðu séð ef nægilega sterkur sjónauki væri notaður. Stærðir og fjarlægðir eru í réttum hlutföllum.

Ekki er ljóst hvort reikistjörnurnar þrjár innan lífbeltisins hafa lofthjúp, en nú standa yfir ítarlegar rannsóknir á þeim möguleika. Líklegt má því telja að fleiri spennandi fréttir berist af fjarsólkerfinu TRAPPIST-1 á næstu misserum.

Á liðnum tveimur áratugum hefur staðfestum fjarreikistjörnum fjölgað verulega. Munar þar mest um Kepler-gervitunglið sem sérhæft er til leitar að slíkum kerfum með þvergönguaðferðinni. Alls eru nú (í maí 2017) þekktar 3.610 fjarreikistjörnur í alls 2.704 sólkerfum og eru 610 kerfi með fleiri en einni reikstjörnu. Sólkerfið okkar er því ekkert einsdæmi. Ef haft er í huga að Kepler leitar á mjög afmörkuðu svæði í geimnum er ljóst að heildarfjöldi fjarreikistjarna í Vetrarbrautinni er ótölulegur. Mörg þeirra eru eflaust af svipuðum toga og TRAPPIST-1, ekki er heldur ósennilegt að einhver sólkerfanna séu jafnvel svipuð okkar sólkerfi.

Heimildir og frekari fróðleikur:

Myndir:

Höfundur

Gunnlaugur Björnsson

deildarstjóri Háloftadeildar - Raunvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

5.6.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Gunnlaugur Björnsson. „Er sólkerfið TRAPPIST-1 einstakt eða halda vísindamenn að til séu fleiri svoleiðis kerfi?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2017. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74084.

Gunnlaugur Björnsson. (2017, 5. júní). Er sólkerfið TRAPPIST-1 einstakt eða halda vísindamenn að til séu fleiri svoleiðis kerfi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74084

Gunnlaugur Björnsson. „Er sólkerfið TRAPPIST-1 einstakt eða halda vísindamenn að til séu fleiri svoleiðis kerfi?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2017. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74084>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er sólkerfið TRAPPIST-1 einstakt eða halda vísindamenn að til séu fleiri svoleiðis kerfi?
Sólkerfið sem nefnt er TRAPPIST-1 er enn sem komið er einstakt. Það er í tæplega 40 ljósára fjarlægð frá Jörðu og sólstjarnan þar er lítil af stjörnu að vera, heldur stærri að þvermáli en Júpíter en rúmlega 80 sinnum meiri að massa. Stjarnan er köld dvergstjarna af litrófsflokki M.

Árið 2016 tilkynntu stjörnufræðingar um fund þriggja reikistjarna á braut um þessa stjörnu. Til þess að finna þær notuðu þeir þvergönguaðferð, en þar er fylgst með dofnun ljóssins frá stjörnunni þegar reikistjarna gengur fyrir framan stjörnuna og dregur lítillega úr birtunni. Þetta fyrirbæri er vel þekkt meðal annars af þvergöngu Venusar og Merkúríusar sem þá skyggja örlítið á sólina okkar. Þessar mælingar gefa einnig margvíslegar upplýsingar meðal annars um stærð reikistjarna.

Fjarsólkerfið TRAPPIST-1 minnir talsvert á Júpíter og tungl hans. Sólstjarnan er heldur stærri en Júpíter, en fjarlægðarhlutföll reikistjarnanna eru svipuð og fjarlægðarhlutföll tungla Júpíters.

Rannsóknir á TRAPPIST-1 fjarsólkerfinu halda enn áfram og margir sjónaukar eru nýttir til verksins, meðal annars risasjónaukar í Síle og Spitzer-geimsjónaukinn en hann er sérhæfður til innrauðra mælinga.

Í febrúar 2017 var svo tilkynnt að í þessu sólkerfi væri nú vitað um sjö reikistjörnur og væru þrjár þeirra (e, f og g) í lífbeltinu svokallaða, en það eru fjarlægðarmörk reikistjarna frá sólstjörnunni sem þær ganga um sem tryggja heppilegt hitastig á yfirborði reikistjarna fyrir fljótandi vatn. Það sem gerði þessa uppgötvun sérstaklega spennandi var að reikistjörnurnar þrjár í lífbeltinu eru allar af svipaðri stærð og Jörðin, en heldur massaminni og því ögn léttari í sér. Umferðartímar þeirra um sólstjörnuna eru þó einungis 6, 9 og 12 dagar og allar eru þær því mun nær sólstjörnunni en Merkúríus okkar sól. Raunar minnir þetta fjarsólkerfi talsvert á Júpíter og tungl hans. Sólstjarnan er heldur stærri en Júpíter, en fjarlægðarhlutföll reikistjarnanna eru svipuð og fjarlægðarhlutföll tungla Júpíters.

TRAPPIST-1 fjarsólkerfið eins og það gæti litið út frá Jörðu séð ef nægilega sterkur sjónauki væri notaður. Stærðir og fjarlægðir eru í réttum hlutföllum.

Ekki er ljóst hvort reikistjörnurnar þrjár innan lífbeltisins hafa lofthjúp, en nú standa yfir ítarlegar rannsóknir á þeim möguleika. Líklegt má því telja að fleiri spennandi fréttir berist af fjarsólkerfinu TRAPPIST-1 á næstu misserum.

Á liðnum tveimur áratugum hefur staðfestum fjarreikistjörnum fjölgað verulega. Munar þar mest um Kepler-gervitunglið sem sérhæft er til leitar að slíkum kerfum með þvergönguaðferðinni. Alls eru nú (í maí 2017) þekktar 3.610 fjarreikistjörnur í alls 2.704 sólkerfum og eru 610 kerfi með fleiri en einni reikstjörnu. Sólkerfið okkar er því ekkert einsdæmi. Ef haft er í huga að Kepler leitar á mjög afmörkuðu svæði í geimnum er ljóst að heildarfjöldi fjarreikistjarna í Vetrarbrautinni er ótölulegur. Mörg þeirra eru eflaust af svipuðum toga og TRAPPIST-1, ekki er heldur ósennilegt að einhver sólkerfanna séu jafnvel svipuð okkar sólkerfi.

Heimildir og frekari fróðleikur:

Myndir:...