Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er maskínupappír og af hverju er hann kenndur við maskínu?

Guðrún Kvaran

Farið var að auglýsa maskínupappír í blöðum undir lok 19. aldar. Í blöðunum Íslandi, Ísafold og Fjallkonunni í apríl 1899 er maskínupappírinn nefndur ásamt ýmsum öðrum varningi og virðist auglýsandinn hinn sami. Engin skýring er á því um hvaða pappír er að ræða og hefur það líklega ekki þótt nauðsynlegt. Pappírinn hafa menn þekkt.

Maskínupappír er brúnn og grófur og framleiddur í vélum í stórum rúllum.

Orðið er komið í málið úr dönsku maskinpapir. Hann er brúnn og grófur og framleiddur í vélum (á dönsku maskiner) í stórum rúllum. Hann var fyrst seldur eftir máli en síðar í samanbrotnum stórum örkum. Hann var og er mest notaður til þess að pakka inn vörum þar sem hann er sterkur og þolir sæmilega hnjask.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.9.2017

Spyrjandi

Guðný Elínborgardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er maskínupappír og af hverju er hann kenndur við maskínu?“ Vísindavefurinn, 20. september 2017. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74198.

Guðrún Kvaran. (2017, 20. september). Hvað er maskínupappír og af hverju er hann kenndur við maskínu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74198

Guðrún Kvaran. „Hvað er maskínupappír og af hverju er hann kenndur við maskínu?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2017. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74198>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er maskínupappír og af hverju er hann kenndur við maskínu?
Farið var að auglýsa maskínupappír í blöðum undir lok 19. aldar. Í blöðunum Íslandi, Ísafold og Fjallkonunni í apríl 1899 er maskínupappírinn nefndur ásamt ýmsum öðrum varningi og virðist auglýsandinn hinn sami. Engin skýring er á því um hvaða pappír er að ræða og hefur það líklega ekki þótt nauðsynlegt. Pappírinn hafa menn þekkt.

Maskínupappír er brúnn og grófur og framleiddur í vélum í stórum rúllum.

Orðið er komið í málið úr dönsku maskinpapir. Hann er brúnn og grófur og framleiddur í vélum (á dönsku maskiner) í stórum rúllum. Hann var fyrst seldur eftir máli en síðar í samanbrotnum stórum örkum. Hann var og er mest notaður til þess að pakka inn vörum þar sem hann er sterkur og þolir sæmilega hnjask.

Mynd:

...