Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Af hverju eru gæsir merktar?

Halldór Walter Stefánsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju eru gæsir merktar? Af hverju er fólk að fylgjast með hvert gæsirnar fljúga, hvert þær fara og hvað langt? Og hvað er svo gert við upplýsingarnar þegar búið að skoða þær?

Merkingar á fuglum eru ætíð tengdar rannsóknum. Hver einstaklingur fær kennitölu á málmmerki sem sett er á fót fuglsins. Kennitalan aðgreinir fuglinn frá öðrum fuglum. Reiknað er með að rannsóknir veiti svör við spurningum. Þetta á líka við um gæsir. Til að fá ítarlegar upplýsingar um einstaklinginn er stundum sett litplastmerki ýmist á hinn fótinn eða um háls fuglsins með áberandi kóda sem hægt er að lesa á úr fjarlægð. Rafræn merki eru í sérstökum tilvikum sett á fugla til að fá enn meiri upplýsingar um einstaklinginn.

Rafrænt merki á heiðagæs.

Gæsategundir hegða sér mismunandi og merkingar hafa aukið þekkingu okkar á þeim. Merkingar sýna hvað gæsir geta orðið gamlar og oft og tíðum hvað veldur þeim dauða. Ferðalög gæsanna hafa verið mönnum hulin ráðgáta og því gefa rafræn merki nákvæmar upplýsingar hvert þær ferðast og hvernig, í hvað mikilli hæð þær fljúga, hvað ferðalagið tekur langan tíma og hversu langt þær fara. Hvernig eyða þær sólarhringnum og hvar halda fuglarnir sig meðan þeir eru ófleygir eru dæmi um spurningar sem rafræn merki hafa svarað. Einnig hvernig þær nýta landið allt árið um kring. Allt er þetta liður í að auka þekkingu okkar á gæsum.

Litplastmerki um háls grágæsar.

Allar upplýsingar sem safnað er með merkingum eru geymdar í höfuðstöðvum fuglamerkinga viðkomandi lands og er miðlað milli landa eftir þörfum sem nýtist til ýmissa seinni tíma rannsókna. Unnið er úr verkefnatengdum merkingarannsóknum jafn óðum og gögn berast. Má þar nefna verkefni sem á að meta mögulega hagsmunaárekstra gæsa við nýtingu mannsins á landi og hvort gæsir valdi álagi þar sem þær eru. Upplýsingum um niðurstöður merkinga er svo miðlað á veraldarvefinn, með kynningum og í skýrslum. Fræðsla um merkingar hefur aukið áhuga fólks á fuglum.

Stálmerki og litplasthringur á fótum grágæsar.

Myndir:
  • Halldór Walter Stefánsson

Höfundur

Halldór Walter Stefánsson

Fuglafræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands

Útgáfudagur

14.8.2017

Spyrjandi

Unnur Lilja Andrésdóttir

Tilvísun

Halldór Walter Stefánsson. „Af hverju eru gæsir merktar?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2017. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74337.

Halldór Walter Stefánsson. (2017, 14. ágúst). Af hverju eru gæsir merktar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74337

Halldór Walter Stefánsson. „Af hverju eru gæsir merktar?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2017. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74337>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru gæsir merktar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Af hverju eru gæsir merktar? Af hverju er fólk að fylgjast með hvert gæsirnar fljúga, hvert þær fara og hvað langt? Og hvað er svo gert við upplýsingarnar þegar búið að skoða þær?

Merkingar á fuglum eru ætíð tengdar rannsóknum. Hver einstaklingur fær kennitölu á málmmerki sem sett er á fót fuglsins. Kennitalan aðgreinir fuglinn frá öðrum fuglum. Reiknað er með að rannsóknir veiti svör við spurningum. Þetta á líka við um gæsir. Til að fá ítarlegar upplýsingar um einstaklinginn er stundum sett litplastmerki ýmist á hinn fótinn eða um háls fuglsins með áberandi kóda sem hægt er að lesa á úr fjarlægð. Rafræn merki eru í sérstökum tilvikum sett á fugla til að fá enn meiri upplýsingar um einstaklinginn.

Rafrænt merki á heiðagæs.

Gæsategundir hegða sér mismunandi og merkingar hafa aukið þekkingu okkar á þeim. Merkingar sýna hvað gæsir geta orðið gamlar og oft og tíðum hvað veldur þeim dauða. Ferðalög gæsanna hafa verið mönnum hulin ráðgáta og því gefa rafræn merki nákvæmar upplýsingar hvert þær ferðast og hvernig, í hvað mikilli hæð þær fljúga, hvað ferðalagið tekur langan tíma og hversu langt þær fara. Hvernig eyða þær sólarhringnum og hvar halda fuglarnir sig meðan þeir eru ófleygir eru dæmi um spurningar sem rafræn merki hafa svarað. Einnig hvernig þær nýta landið allt árið um kring. Allt er þetta liður í að auka þekkingu okkar á gæsum.

Litplastmerki um háls grágæsar.

Allar upplýsingar sem safnað er með merkingum eru geymdar í höfuðstöðvum fuglamerkinga viðkomandi lands og er miðlað milli landa eftir þörfum sem nýtist til ýmissa seinni tíma rannsókna. Unnið er úr verkefnatengdum merkingarannsóknum jafn óðum og gögn berast. Má þar nefna verkefni sem á að meta mögulega hagsmunaárekstra gæsa við nýtingu mannsins á landi og hvort gæsir valdi álagi þar sem þær eru. Upplýsingum um niðurstöður merkinga er svo miðlað á veraldarvefinn, með kynningum og í skýrslum. Fræðsla um merkingar hefur aukið áhuga fólks á fuglum.

Stálmerki og litplasthringur á fótum grágæsar.

Myndir:
  • Halldór Walter Stefánsson

...