Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Í hvers konar gildrur eru álar veiddir?

JGÞ

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Í hvernig gildrur voru/eru álar veiddir og hvar er hægt að nálgast teikningar af slíku veiðarfæri?

Í Bændablaðinu árið 2004 er að finna grein eftir Jón Gunnar Schram fiskeldisfræðing um álaveiðar í Skaftárhreppi. Jón Gunnar lýsir þar meðal annars gildrum sem notaðar voru til að veiða ála. Þær voru 8-10 metra langar og í þeim voru tveir endapokar og leiðari á milli þeirra. Í greininni segir enn fremur:

Möskvastærð í enda gildranna var 11 mm. Állinn kemur syndandi að gildrunni með botni en syndir ekki yfir gildruna heldur meðfram henni og lendir þá í endapokanum. Möguleiki er að vera með agn í gildrunum, t.d. saltfiskbút, en það var ekki gert í þessu verkefni.

Með greininni fylgja tvær myndir sem sýna álagildrurnar. Álagildrur af ýmsu tagi er einnig hægt að skoða með því að setja leitarorðin 'eel trap' inn í myndaleit Google. Sumar gildrurnar þar líkjast þeirri sem lýst er í grein Jóns Gunnars.

Á myndinni sést álagildra fyrir ofan Kjartan Halldórsson og Steingrím Matthíasson.

Álar (Anguilla anguilla) hefja lífsferil sinn í Þanghafinu sem er í suðvestanverðu Norður-Atlantshafi en þangað fara fullorðnir álar til að hrygna. Seiðin berast svo til Evrópu með Golfstraumnum. Það ferðalag tekur um 3 ár og stærð seiðanna er þá um 6-8 cm. Seiðin ganga þá upp í ferksvatn þar sem állinn lifir mestan aldur sinn og nærist og vex. Þegar állinn er orðinn fullþroska gengur hann til sjávar að hausti til og heldur í Þanghafið til að hrygna.

Teikning af danskri álagildru frá því um aldamótin 1900.

Álar anda með tálknum í vatni en geta lokað tálknum á landi og andað með húðinni. Þekkt er að álar hafi farið 8 km á milli vatna í blautu grasi.

Heimild og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

14.9.2017

Spyrjandi

Þórarinn Eyfjörð Eiríksson

Tilvísun

JGÞ. „Í hvers konar gildrur eru álar veiddir?“ Vísindavefurinn, 14. september 2017. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74364.

JGÞ. (2017, 14. september). Í hvers konar gildrur eru álar veiddir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74364

JGÞ. „Í hvers konar gildrur eru álar veiddir?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2017. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74364>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvers konar gildrur eru álar veiddir?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Í hvernig gildrur voru/eru álar veiddir og hvar er hægt að nálgast teikningar af slíku veiðarfæri?

Í Bændablaðinu árið 2004 er að finna grein eftir Jón Gunnar Schram fiskeldisfræðing um álaveiðar í Skaftárhreppi. Jón Gunnar lýsir þar meðal annars gildrum sem notaðar voru til að veiða ála. Þær voru 8-10 metra langar og í þeim voru tveir endapokar og leiðari á milli þeirra. Í greininni segir enn fremur:

Möskvastærð í enda gildranna var 11 mm. Állinn kemur syndandi að gildrunni með botni en syndir ekki yfir gildruna heldur meðfram henni og lendir þá í endapokanum. Möguleiki er að vera með agn í gildrunum, t.d. saltfiskbút, en það var ekki gert í þessu verkefni.

Með greininni fylgja tvær myndir sem sýna álagildrurnar. Álagildrur af ýmsu tagi er einnig hægt að skoða með því að setja leitarorðin 'eel trap' inn í myndaleit Google. Sumar gildrurnar þar líkjast þeirri sem lýst er í grein Jóns Gunnars.

Á myndinni sést álagildra fyrir ofan Kjartan Halldórsson og Steingrím Matthíasson.

Álar (Anguilla anguilla) hefja lífsferil sinn í Þanghafinu sem er í suðvestanverðu Norður-Atlantshafi en þangað fara fullorðnir álar til að hrygna. Seiðin berast svo til Evrópu með Golfstraumnum. Það ferðalag tekur um 3 ár og stærð seiðanna er þá um 6-8 cm. Seiðin ganga þá upp í ferksvatn þar sem állinn lifir mestan aldur sinn og nærist og vex. Þegar állinn er orðinn fullþroska gengur hann til sjávar að hausti til og heldur í Þanghafið til að hrygna.

Teikning af danskri álagildru frá því um aldamótin 1900.

Álar anda með tálknum í vatni en geta lokað tálknum á landi og andað með húðinni. Þekkt er að álar hafi farið 8 km á milli vatna í blautu grasi.

Heimild og myndir:

...